Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.2016, Side 15

Bjarmi - 01.12.2016, Side 15
kirkjustarfs. Niðurstöður þessara ítarlegu kannana eru mjög athyglisverðar. Þær eru dregnar saman í ferns konar svör: 1. MÉR FINNST ÉG DÆMD/UR Samkvæmt þessu þá upplifa margir að tiltekinn lífsstíll sé ráðandi innan hvers safnaðar og ef fólk fellur ekki inn í þann lífsstíl þá upplifi það höfnun. Ein kona segir að sér sé hafnað vegna þess að hún reyki, sumir klæða sig á annan veg en tíðkast í söfnuðinum o.s. frv. 2. ÉG VIL EKKI LÁTA „LESA YFIR MÉR“ Um annað svarið er það að segja að þær kynslóðir, sem vaxið hafa úr grasi á allmörgum undanförnum áratugum, eru vanari samræðum en eldri kynslóðir - vanar opnum og líflegum skoðanaskiptum um hvaðeina. Að safnaðarstarf leggi áherslu á að sitja í kirkjubekk og hlýða á ræðu, án þess að gefið sé tækifæri til að ræða það sem flutt er, höfði síður til fólks. Raunar sýna svörin að fólk vestanhafs á öllum aldri vill fleiri tækifæri til samræðna og tengslamyndunar í kirkjunni. Það vill fleiri tækifæri til að spyrja og deila með öðrum efasemdum og undrun og sögum sínum - það vill nánd sem oft virðist ekki bjóðast. 3. KIRKJUFÓLK ER UPP TIL HÓPA HRÆSNARAR f þriðja lagi eru ásakanir um að margt kirkjufólk lifi ekki það sem boðað er í söfnuðinum og það heldur sjálft á lofti. Þetta er víst það sem Gerard W. Hughes kallar „split spirituality" (klofið líf í Ijósi trúarinnar).1 Þ.e. að líf fólks skiptist í trúar- legt og veraldlegt svið - ákveðnar stundir, staðir og svið lífsins mótist af trúnni en annað geti orðið nánast undanþegið hinum kristnu siðaboðum, svo sem viðskipti eða stjórnmál. Svarendur virðast þó mest vera að tjá að þeim finnist kirkjulegir leiðtogar láta sem þeir einir hafi öll svör í hinum og þessum málum og geti gefið fyrirmæli um hvaðeina: Þeir hefji sig í hroka upp yfir aðra og virðist

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.