Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.2016, Side 16

Bjarmi - 01.12.2016, Side 16
LIKING ER TEKIN AF LEIÐSÖGU- MANNI í SAFARÍFERÐ í AFRÍKU. HANN VEKUR EFTIR- VÆNTINGU UM AÐ FÓLKIÐ FÁI AÐ SJÁ ÁHUGAVERÐ VILLIDÝR gleyma margvíslegum takmörkunum sínum og þar með orðum Páls postula: „Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð Róm 3.23. 4. GUÐ YKKAR HEFUR EKKERT MEÐ LÍF MITT AÐ GERA. EN ÉG VIL VITA AÐ GUÐ SÉ TIL OG AÐ HANN LÁTI SÉR ANNT UM MIG Um fjórða svarið er þess að geta að fólk er almennt ekki að leita að guð- fræðilegum útlistunum sem prestar eru gjarnan uppteknir við heldur fremur að fá að skynja að Guð sé raunverulegur og að hann láti sig varða líf þess. Helgihald eða annað safnaðarstarf virðist ógjarnan gefa fólki tækifæri til að upplifa návist eða virkni Guðs á einhvern hátt. Þar sem engum leyfist að spyrja spurninga, láta í Ijósi efa, taka þátt í umræðum eða koma fram í fullkominni einlægni, er því sem skiptir máli úthýst. Fólk finnur til andlegs hungurs og það vill vaxa til meiri nándar við Guð. Það sækir ákaft eftir gefandi tengslum. En á fólki hvíla einnig áhyggjur og málefni sem aldrei er komið inn á í kirkjunni.2 Að eitthvað skipti fólk raunverulegu máli andlega (true spiritual relevance) felst í því að sjá Guð í nærtækum veruleika. Sjá Guð í mínu lífi.3 TILRAUN TIL HEIMFÆRSLU Að lítt athuguðu máli má ætla að svör nr. 2 og 4 eigi fremur við hérlendis en nr. 1 og 3. Það er varla almennt um að ræða mjög fastmótaðan lífsstíl hjá kjarnasöfnuði í þjóðkirkjunni. Frekar mætti búast við slíku í fríkirkjusöfnuði mótuðum af einhvers konar vakningu en vakningar skilgreina á margan hátt, meðvitað og ómeðvitað, skýr mörk milli þeirra sem eru fyrir innan og utan. Innan allra hópa sem hittast reglulega er þess þó að vænta að menn dragi dám hver af öðrum og eitthvert sameiginlegt svipmót verði til. Eitthvert yfirbragð eða framgangsmáti sem sumum kunni að finnast útilokandi. Það er því vissulega áskorun til safnaða að rækta og varðveita þá gestrisni sem býður fólk úr margvíslegu samhengi og aðstæðum velkomið og forðast allan innilokandi hroka. Um aðra spurninguna er varla hægt að efa að hún falli beint að íslenskum aðstæðum. Við búum að sterkri predikunar- hefð í kirkjunni - umræða um trúmál hefur fyrrum fremur átt sér stað í tengslum við heimilisguðræknina - í kirkjunni var „hnakkasamfélag" þar sem áhersla var á hlustun. Sérstök ástæða sýnist því til að reyna að efla þá þætti safnaðarstarfs þar sem umræður eru í boði. Fjórði flokkur svara virðist m.a. kalla eftir meiri fræðslu um kristnar bæna- og íhugunarhefðir og tækifærum til að æfa og iðka þær. Og þá jafnframt einstaklings- bundnum stuðningi við trúariðkun og tengingu hennar við daglegt líf, svo sem andlegri fylgd (spiritual direction) og stuðningi við að skilja persónuleika sinn og þá hvernig hver og einn geti sem best stuðlað að trúarþroska sínum (t.d. með hjálp Enneagram-kerfisins). Vissulega er ýmislegt í boði í kirkjum hérlendis þar sem sérleiki hvers og eins fær að njóta sín og tenging verður á milli persónulegs eðlis og aðstæðna og andlegrar næringar og gagnlegs stuðnings. Þar mætti t.d. nefna 12 spora starfið og annað hópastarf (nærhópar) þar sem trúnaður myndast og tækifæri verða til persónulegra tjáskipta. Einnig kemur upp í hugann Lúthersk hjónahelgi og ýmiss konar kyrrðar- og bænastarf. HVERJAR ERU ÞARFIR FÓLKS? í bókinni er einnig vísað til annarra rannsókna vestanhafs, um hvað fólk vildi fá út úr kirkjusókn. Hvaða grunnþarfir skynjar fólk sem það vildi geta fengið mætt í kirkjunni? Þær reyndust vera þörfin fyrir...: 1. að trúa því að lífið sé merkingarbært og hafi tilgang, 2. samfélag og dýpri tengsl, 3. að fá hlustun, 4. að finna sig vera að vaxa og þroskast í trúnni, 5. að vera samþykkt og virt, 6. gagnlega hjálp við að byggja upp þroskaða trú. 16 | bjarmi | desember20i6

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.