Bjarmi - 01.12.2016, Page 25
En víkjum nánar að merkingu textans.
Áður var vakin athygli á, að íslenzku
þýðingarnar tjáðu með viðtengingarhætti
ósk, en það stenzt ekki, þegar betur er
að gætt. í gríska frumtextanum vantar
sögnina að vera. í hebresku er umsögninni
sleppt og orðasambandið skilið sem
staðhæfing og því ber að þýða semitískt
litaða grískuna í framsöguhætti. Þá hefur í
þessu sambandi verið bent á, að ósk rími
illa við síðari hlutann um frið til handa þeim,
sem Guð hefur velþóknun á.
í fagnaðarsöng englanna er í tilefni af
fæðingu frelsara mannkynsins minnt á
orsök hennar, dýrð, vegsemd og hátign
himinsins, sem hefur leitt valdhafa þessa
heims og fjölskyldu Jesú til Betlehem,
þar sem hann fæðist, og loks opinberar
mönnum hann sem frelsara mannanna.
Þessi dýrð á himnum er Guðs. Jafnframt
fagna englarnir þeim friði á jörðu, sem Guð
gefur mönnum í Jesú Kristi í fyrirgefningu
syndanna og samfélagi við hann. Þessi
friður tilheyrir þeim mönnum. Það eru þeir,
sem njóta velþóknunar hans.
Dýrð á himni tilheyrir Guði.
Friður á jörðu tilheyrir þeim, sem njóta
velþóknunar hans.
Megi fagnaðarsöngurinn, sem englar Guðs
hófu forðum, óma í hjörtum okkar og af
vörum okkar með allri kristni.
BASARINN
--------Austurveri —
kOIT)4u
0%
Nytjamarkaður
Kristniboðssambandsins
--------- Opið --------
virka daga kl. 11 -18 og laugarda kl. 12-16
bjarmi | desenilx'r 2016 | 25