Bjarmi - 01.12.2016, Blaðsíða 27
Atli litli snéri sér þá að pabba sínum og
sagði: „Förum aftur í IKEA og hittum hinn
jólasveininn."
„Af hverju viltu gera það?“ spurði pabbi
hans Atla.
Þá sagði Atli litli: „Af því ég þurfti ekki
að samþykkja einhverjar svona kröfur hjá
honurnl"
ÓVÆNTUR DAGUR
Eiginkonan læddist að eiginmanninum
sínum einn morguninn, hélt fyrir augun á
honum og spurði hann: „Ég þori að veðja
að þú veist ekki hvaða dagur er í dag.“
Eiginmaðurinn snarfölnaði og vissi ekki
hvaðan á sig stóð veðrið enda var hann
á leiðinni út um dyrnar og ætlaði til vinnu.
Maðurinn var þó snöggur til og svaraði:
„Auðvitað veit ég það, elskan mín, hvernig
gæti ég gleymt því?" Að því sögðu brunaði
hann út í bíl og gaf vel í til vinnu. Á leiðinni
til vinnu klóraði hann sér í hausnum yfir því
hvaða degi hann væri búinn að gleyma
núna. Þá datt honum snjallræði í hug.
Klukkan 10 um morguninn var bankað
upp á heima hjá þeim og eiginkonan fór
til dyra. Þar stóð blómasendillinn með eina
tylft af glæsilegum rauðum rósum sem
hann afhenti henni.
Klukkan 13 var aftur bankað upp á
heima hjá þeim og eiginkonan gekk til dyra.
Þar var annar sendill með gríðarstóran
konfektkassa sem hann afhenti henni.
Klukkan 16 var enn og aftur bankað
upp á og þá stóð í dyrunum enn einn
sendillinn með glæsilegan kjól sem hann
afhenti frúnni. Nú hlakkaði heldur betur í
eiginkonunni og gat hún varla beðið eftir
því að fá manninn sinn heim.
Klukkan 17 kom heim nokkuð rogginn
og glaður eiginmaður, sannfærður um
ágæti sitt í störfum sínum sem eiginmaður
og sáttur með að hafa bjargað sér úr
þessari klemmu. Eiginkonan tók á móti
honum, kyssti hann og sagði síðan: „Fyrst
voru það rósirnar, svo konfektið og síðan
þessi glæsilegi kjóll. Þetta er einhver
magnaðasti fyrsti vetrardagur sem ég hef
nokkurn tímann upplifað!"
Fréttirför af þvi hversu vel qekk meá körfu Móse
leidcfi til þess er siásar var kattaá bamafóáí.
LeyfáM nnér aás slaka á og jafna mig, bara 5
minútur i viáíbót.
bjarmi | september 2016 | 27