Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2016, Blaðsíða 36

Bjarmi - 01.12.2016, Blaðsíða 36
Lnther og páKnn ■fimm öldnm síðar ÞORGEIR ARASON Að tæpu ári liðnu, þann 31. október 2017, verða fimm aldir liðnar frá því að ungur munkur og guðfræðikennari í Wittenberg í Þýskalandi hóf baráttu sína gegn því sem honum misbauð innan kirkjunnar sinnar. Hér er vitaskuld átt við Martein Lúther. Kirkjan hans, eins og allra í Vestur-Evrópu á þeim tíma, laut valdi páfans í Róm. Lúther gat ekki setið þögull hjá þegar honum var orðið Ijóst með hvaða hætti kirkjan neytti andlegra og veraldlegra aflsmuna sinna í eigin þágu. Lúther taldi líka margt í boðun kirkju sinnar ekki samræmast Guðs orði, til dæmis sölu á aflátsbréfum til að stytta veru kaupenda eða ástvina þeirra í hreinsunareldinum, bænir til dýrlinga sem milliliða til Drottins og kenningar um að páfinn væri óskeikull eða að messan væri endurtekning á fórn Krists. Eins og nærri má geta vakti boðskapur Lúthers fljótt mikla reiði og andstöðu innan kirkjunnar. Markmið Lúthers hafði ekki verið að stofna nýja hreyfingu heldur að siðbæta páfakirkjuna. En fljótt kom í Ijós að það var borin von, leiðir skildi og smám saman varð til „ný“ kirkjudeild sem á endanum tók að kenna sig við siðbótarmanninn sjálfan. Og nú er lútherska kirkjan á heimsvísu tekin að búa sig undir fimm alda afmæli siðbótarinnar (sumir tala frekar um siðaskipti eða siðbreytingu). Sem betur fer hefur mikið vatn runnið til sjávar undanfarnar fimm aldir. Það á við um rómversk-kaþólsku kirkjuna, þá evangelísk-lúthersku og ekki síður samskipti ólíkra kirkjudeilda sem á liðnum áratugum hafa einmitt stóraukist. Margir eygja enn frekari von um breytingar fyrir tilstilli núverandi páfa, Frans. Á siðbótardaginn sl. haust, 31. október 2016, átti sér stað tímamótastund í kirkjusögunni í dómkirkjunni í Lundi í Svíþjóð. Þá tók páfinn þátt í helgihaldi með lútherskum biskupum - þar á meðal Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi íslands- en það hafði ekki gerst frá siðbótinni. Sama dag undirrituðu Frans páfi og Munib Younan, biskup og forseti Lútherska heimssambandsins, sameiginlega yfir- lýsingu. Þar kom fram vilji kirkjudeildanna til að halda áfram samtali sínu með það að markmiði að ryðja úr vegi því sem kemur í veg fyrir fulla einingu lútherskra og kaþólskra sem játenda Jesú Krists. Svo nokkuð sé nefnt úr yfirlýsingunni þá var þar þakkað í sameiningu fyrir þær andlegu og guðfræðilegu gjafir sem siðbótin færði kirkjunni. Þá var orðuð sameiginleg andúð kirknanna á öllu hatri og ofbeldi í sögu eða samtíð sem ætti sér stað með trúna að skálkaskjóli. Ennfremur var þar lýst yfir ábyrgð kirknanna á að taka þátt í að vernda sköpun Guðs, á viðsjárverðum tímum hvað náttúruna snertir. Og einnig var þar rætt um að markmið samkírkjulegrar viðleitni hlyti að lokum að vera, að kristnar manneskjur gætu gengið saman til altaris. Þannig yrði reynt að græða „sár í líkama Krists,“ en í rómversk-kaþólsku kirkjunni mega nú ekki aðrir en kaþólskir þiggja sakramentið. Þetta sameiginlega helgihald og yfirlýsing er tímanna tákn, enda hefur kannski aldrei verið eins nauðsynlegt fyrir kristið fólk að standa saman eins og einmitt nú á dögum þegar sótt er að kristindómnum úr öllum áttum. Kristið fólk verður fyrir grimmdarlegum ofsóknum víða um heim og hér á Vesturlöndum viil hávær hópur jaðarsetja kristin lífsviðhorf. Þá er gott að vita til þess að vilji leiðtoga kirkjunnar stendur til þess að vera eitt í Kristi og bera honum vitni í sameiningu. Heimild: lutheranworld.org, vefur Lútherska heimssambandsins 36 | bjarmi | desember2oió
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.