Bjarmi - 01.12.2016, Síða 39
fyrir sjónir en ástæðan er skiljanleg. f
fornöld þegar kristnir menn voru ofsóttir
í Rómaveldi og var smalað saman í
hringleikahúsin, þar sem fólk skemmti
sér við að horfa á skylmingarþræla myrða
eða villidýr rífa í sig kristna píslarvotta -
var við þessa blóðugu skemmtun einmitt
leikið undir á orgel og blásið í lúðra.7
Orgelin voru þá að vísu mjög ófullkomin,
en tónar þeirra höfðu og hafa svipuð
áhrif á kristna einstaklinga eins og tónlist
Richards Wagners - sem mikið var flutt í
útrýmingarbúðum nasista - á þá sem lifðu
af helförina.
Að minnsta kosti hafa menn í aldanna
rás leitast við að meta tónlist í samhengi
þess sem þeir telja að eigi við eða ekki. Hér
er vissulega allt breytingum háð, því það
sem eitt sinn þótti fráhrindandi og framandi
venst með tímanum og verður eðlilegt.
Gott dæmi um slíkt er jassinn og rokkið og
þau hljóðfæri sem þeim tengjast eins og
saxófónn, rafmagnsgítar og trommur. En
hvað segir Ritningin um tónlistina?
3. TÓNLISTIN OG RITNINGIN
Þegar Gamla testamentið er lesið, verðum
við vör við hve tónlist er þar mótandi í
daglegu lífi, trúarlífi og helgihaldi Hebrea.8
Þó af þeim stöðum, þar sem hennar er
sérstaklega getið, sé ekki hægt að greina
hvaða tónlistarstílar voru mótandi,9 er
Ijóst að spilað var á hörpur, blásturs- og
ásláttarhIjóðfæri.10 Að blása í lúðra hefur
ætíð þótt hátíðlegt og afgerandi. Við
þekkjum frásöguna er Jeríkóbúar lokuðu
hliðum borgar sinnar fyrir ísraelsmönnum,
sem þrömmuðu þá í kringum múr
borgarinnar „en í sjöunda sinnið þeyttu
prestarnir lúðrana [...] Hrundi þá múrinn
til grunna" (Jós 6. 16-20). Samkvæmt
Ritningunni getur lúðrablástur ekki bara
verið öflugur, heldur áttu prestar að getað
blásið í lúður.
En samkvæmt henni er tónlistin
líka huggandi, þar segir m.a. frá því er
þunglyndi sótti á Sál konung
þá hafi Davíð
leikið fyrir hann á hörpu og sungið sálma til
að iýsa upp myrkrið í hjarta konungs.
Þegar þeir textar sem fjalla um tónlist
í guðsþjónustunni eru skoðaðir, kemur
í Ijós að í henni hefur verið leikið á lúðra,
hörpur, gígjur og bumbur og önnur
ásláttarhljóðfæri. Og söng hefur verið
gert hátt undir höfði, þá jafnt víxlsöng og
sálmasöng. í guðsþjónustunni hafa textar
verið lesnir, tónaðir og sungnir (Sbr. Sl 150).
[ Davíðssálmum kemur fram að margir
þeirra voru fluttir sem víxlsöngur þar sem
forsöngvara var svarað af kór eða söfnuði
(Sl. 42. 2-3; 103.1; 121.7; 137.1-4).
í guðsþjónustu synagógunnar (sam-
kunduhússins)11 var margt af því
sem tíðkaðist í musterinu
í Jerúsalem nýtt
og lagað að
39