Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.2016, Side 41

Bjarmi - 01.12.2016, Side 41
Skömrn og afleiðingar liennar VIGFÚS INGVAR INGVARSSON Við tölum um „synd og skömm“ þegar eitthvað fer á verri veg. Bæði hugtökin koma oft fyrir í Biblíunni og sektin sömu- leiðis. Þessi hugtök virðast stundum flækjast dálítið saman og líklega enn frekar í ensku máli þar sem sama orðið, „guilt", er oft notað jöfnum höndum um sekt og sektarkennd eða skömm. En er ekki skeggið skylt hökunni í þessum efnum? Ekki þó í þeim mæli sem oft vill verða í hugum fólks - skömm er fjarri því eins bundin við sekt og ætla mætti. Við tölum um sekt í þessari almennu merkingu, um að hafa gerst brotleg. En svo í meira guðfræðilegri merkingu sem synd - um að standast ekki frammi fyrir Guði í eigin mætti og verkum, án þess að vísað sé til sérstakra brota eða vanrækslu. Sektarkennd er vitund um eða oft fremur tiifinning fyrir að hafa brugðist, hafa brotið þær reglur sem viðkomandi telur gilda - hafa gert eitthvað á hlut einhvers. Skömm er vissulega tengd sektarkennd en oft í litlu samhengi við raunverulega sekt. Hún ertílfinníngahlaðin og menningartengd. Oft er skömmin tengd því að hafa orðið að athlægi eða sett blett á heiður sinn eða fjölskyldunnar - að hafa brotið einhverjar skráðar eða óskráðar reglur - að hafa ekki staðið sig sem skyldi eða ekki mætt því sem fólk telur væntingar til sín. Fólki sem skammast sín, kann að finnast sem það sé með réttu eða röngu fordæmt og jafnvel útskúfað á einhvern hátt. SKÖMM OG MENNING Víða er það fólki einhver þyngsta raunin, að gera sig að almennu athlægí. Að vera tekið við ölvunarakstur og missa síðan ökuskírteinið - að vera staðið að hnupli, vera sett í fangelsi o.s.frv. Allt slíkt getur valdið mikilli skömm. Eitthvað sem á engan hátt getur talist saknæmt veldur líka oft skömm - að verða fótaskortur uppi á sviði, mismæla sig klaufalega, telja sig eða vera talin ekki í réttu fötunum við tilteknar aðstæður, teljast í yfirþyngd o.s.frv. Skömm var mjög afdrifarík til forna á íslandi - jafnvel talið betra að deyja en lifa við skömm. Skömm var þá víst oft tengd því sem talið var hugleysi. Meðal ýmissa Asíuþjóða heyrist af því hve mikilvægt það er „að halda andlitinu" eins og sagt er og hve langt fólk er oft tilbúið að ganga til að viðhalda því sem það telur heiður sinn. Einkar andstyggileg útgáfa þessa er svokölluð heiðursmorð þar sem fjölskyldur myrða einn úrfjölskyldunni, jafnan konu, til að endurreisa heiður fjölskyldunnar eins og hann er skilinn, sigrast á skömminni. Það er einkennilegt til þess að hugsa að þarna er glæpur leið til að sigrast á skömm - svo virðist einnig oft hafa verið til forna á íslandi. Um það, hve djúpum rótum heiðurs- morðin standa í sumum þjóðfélögum, má nefna, að rétt nú nýverið voru samþykkt lög á pakistanska þinginu sem lokuðu fyrir lagalega smugu sem gat komið í veg fyrir refsingu fyrir heiðursmorð. Glíman um heiður og skömm á sér vissulega stað í ýmsum myndum úti um allan heim. bjarmi | desemlx'r 2016 | 41

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.