Bjarmi - 01.12.2016, Síða 44
missa marks“, hafa ranga stefnu, geiga
framhjá markinu. Afstaðan til Guðs er hér
miðlæg og bersyndugur tollheimtumaður
gengur réttlættur frá bæn sinni fremur en
guðhræddur faríseinn (Lúk 18).
Með því að sýna fólki virðingu og
viðurkenningu, leysir Jesús það undan
skömm. Þetta á við um samversku konuna
við brunninn (Jóh 4) svo eitt dæmi sé
tilgreint. Lækningar Jesú leystu fólk einnig
undan skömm því sjúkleiki var oft tengdur
synd í vitund fólks.
AÐ LOSNA VIÐ ÓRÉTTMÆTA
SKÖMM
Skömmin er andstæða þess frelsis sem
Jesús heitir lærisveinum sínum og hún
tengist oft lögmálshyggju (verkaréttlætingar-
hugsun) sem hindrar það að taka við náðinni.
Boðun á kærleika Guðs, og enn frekar
snerting af kærleika Guðs, leysir undan
skömm en skapar heilbrigða syndavitund
og gefur kraft til nýrra lífshátta og opnar
fyrir að geta nýtt sér góða leiðsögn.
Skynjun, upplifun á kærleika og
óverðskuldaðri náð Guðs er svarið við
skömminni. Og eins og vanvirðing fólks
getur aukið á skömm þá getur virðing og
umhyggja annarra unnið gegn skömminni
og öll góð mannleg samskipti sem byggja
upp traust og nánd.
Við getum þurft að greina á milli
9Bækur á íslensku, Guð, hvers vegna? og Guð s<
10„The Loneliness of Shame", viðtal við geðlæknii
kennslu um náð annars vegar og hins
vegar upplifunar og miðlunar náðar. Fólk,
sem boðar náð Guðs í orði, kann að skorta
lifun hennar og miðlun í verki. Ef umhyggju-
sama og styðjandi framkomu vantar þá
fellur boðunin dauð niður.
Annað er það að fólk, sem þjáist af
mikilli skömm, á erfitt með að meðtaka
náðarboðskap og þarfnast upplifunar -
dýpri skynjunar og skilnings. Það sem
kann að hafa verið meðtekið með höfðinu
þarf að ná til hjartans. Hljóðlát dvöl í vitund
um návist kærleiksríks Guðs getur hér
verið lykill að lækningu - a.m.k. opnun á
lækningu Guðs. Ýmsar kristnar bæna- eða
íhugunaraðferðir geta stutt slíka opnun.
Sem dæmi um efni í þessa veru leyfi ég
mér að birta hér örstutta bæn eða íhugun
(sbr. Róm 5.5) sem sótt er (í byrjun október)
á hinn frábæra, einfalda uppbyggingarvef
sacredspace.ie. Svona stund getur verið
örstutt eða lengri:
Ég hvílist um stund og hugsa um kær-
leikann og náðina sem Guð baðar mig í.
Ég er skapaður/sköpuð í mynd og líkingu
Guðs. Ég er dvalarstaður Guðs.
í sálgæslu er friður Guðs lykilhugtak í
þessu samhengi. í friði Guðs er hægt að
horfast í augu við veruleikann og taka við
því sem Guð vill gefa.
Raunhæfan stuðning við að takast á við
skömm, sem hindrar mannleg samskipti
i kemur á óvart.
Curt Thompson, Christianity Today, júlí/ágúst 2016.
og lífsgæði almennt, er að finna í 12-spora
vinnu, ekki síst kirkjulegu útgáfunni.8
Áhersla á náðina í okkar trúarhefðum
er kannski stundum fremur mikilvæg trú-
fræðileg kenning án þess að skilningur eða
tilfinning fyrir alvöru málsins í lífi fólks sé alltaf
nægilega til staðar.
Ein besta kennsla eða boðun sem
ég hef fengið á þessu sviði er raunar lík-
lega frá rómversk-kaþólskum höfundum
sem hafa virkilega þurft að glíma við
verkaréttlætisuppeldi eða boðun, svo sem
Gerard W. Hughes.9
Ég þakka viðbrögð við umfjöllun um
þetta efni á fræðslustund hjá Kristniboðs-
sambandinu og mikilvægar ábendingar
síðar við drögum að þessari grein. Loks
barst mér í hendur erlend grein um
skömm.10 Þar leggur geðlæknirinn áherslu
á hve einangrandi og hamlandi skömmin er
m.a. hvað sköpunargáfu snertir. Sköpunar-
gáfan er einmitt einn þáttur guðsmyndar
okkar. Þetta er þá dæmi um það að
skömmin spilli því hvernig við erum af
Guði gerð og brengli skilning á því hvaða
augum hann lítur okkur - þrátt fyrir alla
okkar bresti. Þegar Guð gerist maður í Jesú
Kristi er það m.a. yfirlýsing um að hann vilji
vera með okkur, hann skammist sín ekki
fyrir samfélag við okkur - þvert á móti þrái
hann náið samfélag við okkur. Náðarríkt og
gefandi samfélag við Guð og menn vinnur
gegn skömminni.