Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.2016, Page 46

Bjarmi - 01.12.2016, Page 46
EINKENNI SANNRA SINNASKIPTA Sönn sinnaskipti leysa undan sjálfhverfu því að við reiðum okkur á að gæska Guðs starfi í okkur. Við sjáum skuggahliðar okkar í Ijósi hans. Sönn sinnaskipti vekja gleði og innra frelsi. Sönnum sinnaskiptum fylgir að geta tekið gagnrýni og lært af henni. Sönn sinnaskipti vekja skilning, umburðarlyndi og von. Sönn sinnaskipti vekja umhyggju og þar með skerpt næmi á öll form óréttlætis. Sönn sinnaskipti veita hlutdeild í hlátri Guðs og gefa huganum frelsi til að sjá hið spaugilega við allar kringumstæður. Við sönn sinnaskipti finnst fólki það laðast að Guði. EINKENNI FALSKRA SINNASKIPTA Fölsk sinnaskipti baða okkur í sjálfhverfu. Við fögnum í því sem við álítum dyggð okkar en gremst illska okkar en neitum að viðurkenna hana og vörpum henni yfir á aðra. Fölsk sinnaskipti auka á kvíða og setja okkur í meiri varnarstöðu. Fölsk sinnaskipti leiða til viðkvæmni gagnvart gagnrýni og ekkert er af henni lært. Fölsk sinnaskipti leiða til strangleika hugar og hjarta, kreddufestu, umburðarleysis og dæmandi hugarfars. Fölskum sinnaskiptum fylgir næmi á réttlæti svo fremi sem það eflir hag viðkomandi eða hans hóps og þar með hlutdrægni í siðferðislegri fordæmingu. Fölskum sinnaskiptum fylgir jafnan ofuralvara og að geta ekki hlegið að sjálfum/sjálfri sér. Við fölsk sinnaskipti finnst fólki það knúið áfram það af Guði. Þessi einkenni eiga ekki aðeins við um einstaklinga í söfnuði heldur einnig kirkjuna sjálfa: Kirkja þar sem andi sannra sinnaskipta ríkir leggur áherslu á hlutverk sitt og þjónustu fremur en að viðhalda sér. Hún sér stoðir sínar sem tímabundnar en á sitt raunverulega öryggi í Guði. Kirkja af anda sannra sinnaskipta glæðir gagnrýna þáttinn ásamt þeim dulúðuga og stofnanalega hjá safnaðarfólki. Kirkjan á að vera „Ljós fyrir þjóðirnar11. Það sem gildir um kii er, stofnun eða þjóð hvort sem er í trúarlegu samhengi eða Þjóð af anda sannra sinnaskipta beinir, auk ofannefndra einkenna, sérstakri athygli að lífsgæðum allra þegna sinna á þann hátt sem ekki fer í bága við lífsgæði annarra þjóða. Ef andi yfirbótar nær tökum á þjóð þá fylgir því andstyggð á þröngri þjóðernishyggju í sérhverri mynd, rétt eins og einstaklingur í sannri yfirbót hefur andstyggð á eigingirni. Kirkja af anda falskra sinnaskipta er fyrst og fremst upptekin við að viðhalda sjálfri sér hvort sem er í kenningarlegum eða siðferðilegum rétttrúnaði, upphefð sinni í samfélaginu, varðveislu skipulags síns eða eigna. Kirkja án anda sannra sinnaskipta leggur áherslu á stofnanalega þáttinn en ýtir lítið eða ekkert undir gagnrýna eða dulúðuga (lifunarjþáttinn. una og þá sem tilheyra henni á einnig við um hvaða hóp sem :ki. Þjóð án anda sinnaskipta er einkum annt um eigin auð og alþjóðlega stöðu sína. Heilbrigði efnahagslífs hennar og styrkur varnarkerfisins verða forgangsmál. Eigi þjóðin sér trúarhefð þá er trúin notuð til að staðfesta varnarstefnuna. Að lesa og skrifa um synd og yfirbót leiðir ekki endilega til þess að við skynjum eigin syndugleika eða synd heimsins. Guð einn getur kennt okkur hvað er synd og hann einn getur laðað okkur til sín í yfirbót. Brot úr bókinni Guð sem kemur á óvart Bókstafur - Forlag, 2016 éRitnefínd 6ð/mma ós/kn lesendwn blaðsins gleðUegia jóla með /ken um ölessunmiufít (íonumdi cn. 46 | bjarmi | desember2oió

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.