Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.2016, Page 51

Bjarmi - 01.12.2016, Page 51
JÓN ÓMAR GUNNARSSON • • Or<kíii«liriiaiv allu'imurinii. lifid — og Guð ÚTER KOMIN BÓKIN ÖREINDIRNAR, ALHEIMURINN, LÍFIÐ OG GUÐ EFTIR BJARNA E. GUÐLEIFSSON, NÁTTÚRUFRÆÐING OG PRÓFESSOR. BÓKIN ER GEFIN ÚT AF BÓKAÚTGÁFUNNI HÓLUM OG FÆST í ÖLLUM BÓKABÚÐUM OG BASARNUM, NYTJAMARKAÐI KRISTNIBOÐSSAMBANDSINS í AUSTURVERI. í bókinni fjallar Bjarni um alheiminn, lífið og Guð. Hann býður lesendum að slást i för mér sér og íhuga þetta risavaxna málefni sem sköpunin og Guð eru. Bjarni fjallar í bókinni um skilning manna á alheiminum í aldanna rás og þann hafsjó af fróðleik sem nútímarannsóknir vísindanna hafa leitt í Ijós um uppruna alheims, lífs og efnið sjálft. Niðurstöður pælinga Bjarna eru lærdómsríkar og mikilvægar þeim sem vilja tala af viti um þetta efni. Bókin er aðgengileg lærðum og leikum og því mikilvægt framlag til umræðunnar! Bjarni ræddi við fulltrúa Bjarma um bókina. Hvernig bók er þetta? Bókin fæst við atriði sem snerta frumefnin, alheiminn og lífið. Tekist er á við þrjár grundvallarspurningar mannkyns: Hver eru byggingarefni alheims? Hvernig myndaðist alheimur? Hvernig varð lífið til? Náttúruvísindin og guðfræðin hafa löngum glímt við að svara þessum spurningum og þessar tvær fræðigreinar hafa gefið mismunandi svör sem eru oft talin stangast á. ( bókinni reyni ég að brjóta þessar spurningar til mergjar á alþýðumáli. Hvernig varð bókin til og hvers vegna? Ég hef lengi starfað við náttúrurannsóknir en einnig verið virkur í KFUM og Gídeonfélaginu. Ég hef reynt að trúa og treysta Guði, en áttaði mig snemma á því misræmi sem er á sýn vísindanna á alheiminn og lífið annars vegar og kristinnar trúar hins vegar. Á táningsaldri tók ég ákvörðun um að reyna að blanda ekki saman þessum tveimur sviðum, trú og vísindum. Hélt ég þeim aðgreindum hvoru í sínu hólfi hugans. Gekk það vel og olli mér ekki vandræðum. Á síðari árum langaði mig þó að reyna að skilja grundvöll efnis, alheims og lífs. Ég viðaði því að mér ýmsum heimildum um alheiminn og lífið og sökkti mér ofan í þessi flóknu og umfangsmiklu vísindi. Bókin lýsir glímu minni við að átta mig á og skilja þessi fræði, sem ég er reyndar ekki sérfróður í. Til hverra á bókin erindi? Bókin á að vera léttlesin og ég reyni að gera efnið auðskilið og aðgengilegt. Hún á í raun erindi við allt hugsandi fólk og ekki síst trúað fólk. ( bókinni reyni ég að finna samsvörun á milli raunvísinda og trúarinnar á Guð og að leita svara við spurningunum þremur sem nefndar eru hér að framan. Hver er niðurstaða hugleiðinganna? Alheimur er gerður af ótæmandi magni mismunandi öreinda sem svífa um í rúmi og tómi. Alheimur varð til í miklahvelli fyrir um 13,8 milljörðum ára og þá mynduðust sólkerfi og vetrarbrautir sem líka sveima um í rúmi og tómi. Ferlin um og eftir miklahvell eru að mestu þekkt og útskýrð af raunvísindunum. Líklega var það Guð sem kom miklahvelli af stað, en síðan hafi náttúrulögmálin ráðið ferðinni í alheimi sem er í stöðugri útþenslu. Vegna þess hve lífið er flókið er ólíklegt að líf myndist sjálfkrafa í heitri efnasúpu eins og raunvísindin telja. Hér er hins vegar talið að Guð hafi skapað fyrsta lífið fyrir um 3,7 milljörðum ára, en það hefur síðan þróast í æðri lífverur. Bæði kenningin um miklahvell og þróunarkenningin eru vísindalegar kenningar sem lúta náttúrulögmálunum og standast skoðun. Bæði Guð og náttúrulögmálin eiga þátt í sköpun þess heims sem við lifum í. bjarmi | desembci 20i6 | 51

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.