Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.12.2016, Qupperneq 52

Bjarmi - 01.12.2016, Qupperneq 52
HALLGRÍMSKVER Ljóð og laust mál ÁRIÐ 2014 KOM ÚT BÓKIN HALLGRÍMSKVER, LJÓÐ OG LAUST MÁL, í TILEFNI 400 ÁRA MINNINGARAFMÆLIS SR. HALLGRÍMS PÉTURSSONAR (1614-1674). BÓKIN ER 382 BLS. AÐ STÆRÐ, OG í HENNI ER ÚRVAL RITVERKA HALLGRÍMS BYGGT Á FRÆÐILEGRI HEILDARÚTGÁFU Á VERKUM HANS, SEM UNNIÐ HEFUR VERIÐ AÐ HJÁ STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR í ÍSLENSKUM FRÆÐUM UM ÁRABIL. ÓLAFUR Þ. HALLGRÍMSSON Að heildarútgáfunni hafa unnið: Margrét Eggertsdóttir, Svanhildur Óskarsdóttir, Kristján Eiríksson, Þórunn Sigurðardóttir og Karl Óskar Ólafsson. Eru textarnir í Hallgrímskveri byggðir á rannsóknum þeirra og niðurstöðum. Hér er því um fræðilega útgáfu að ræða á verkum Hallgríms, sem farið hefur um hendur sérfræðinga og teija má með nokkurri vissu, að séu eftir hann, en sem kunnugt er, hefur Hallgrími stundum verið eignað fleira en hann hefur raunverulega ort. Margrét Eggertsdóttir sá um útgáfu Hallgrímskvers og ritar hún ítarlegan formála að bókinni, þar sem hún rekur æviferil Hallgríms. Einnig ritar hún um sérhvert Ijóð og laust mál bókarinnar. Fjölbreyttur kveðskapur Flestir landsmenn þekkja nafnið Hallgrímur Pétursson og Passíusálma hans sem og sálminn Um dauðans óvissan tíma, Allt eins og blómstrið eina, sem sunginn er við velflestar útfarir á íslandi enn í dag. En Hallgrímur kom víða við í skáldskap sínum, eftir hann liggur fjölbreyttur kveðskapur og ritsmíðar, hátt á annað hundrað sálma og kvæða auk fjölmargra lausavísna og tveggja guðræknisrita í lausu máli. Ljóðagerð hans spannar mörg svið. Hann orti sálma og tækifæriskvæði, heilræðakvæði, erfiljóð, hverfulleika- og heimsádeilukvæði, gamankvæði og rímur, svo nokkuð sé nefnt. Sýnishorn af öllum þessum kveðskap má finna í Hallgrímskveri, einnig af lausu máli skáldsins. Nær ekkert af kveðskap Hallgríms er nú varðveitt í eigínhandriti utan Passíusálmarnir, sem varðveittir eru í handritinu JS 337 4to á Landsbókasafni - Háskólabókasafni, sem almennt er talið að sé handritið, sem Hallgrímur sendi Ragnheiði Brynjólfsdóttur, bisk- ups í Skálholti, „Anno 1661 in Majo“, eins og hann ritaði sjálfur í tileinkun til hennar. Passíusálmarnir Passíusálmarnir eru sem kunnugt er fimmtíu sálmar ortir um pínu og dauða frelsarans, Jesú Krists. Sálmarnir voru fyrst prentaðir á Hólum árið 1666 að undirlagi Gísla biskups Þorlákssonar, frænda Hallgríms, en áður hafði Hallgrímur sent nokkrum vinum sínum handrit af sálmunum til kynningar. Nú á 350 ára útgáfuafmælinu (2016) hafa Passíusálmarnir verið gefnir út áttatíu og sjö sinnum og oftar en nokkurt annað rit á íslensku. Hallgrímur orti Passíusálmana á prests- skaparárum sínum í Saurbæ og lauk við þá 1659, eins og fram kemur á titilblaði, en þar er yfirskrift sálmanna þessi: „Historia pínunnar og dauðans, drott- ins vors Jesú Kristí með hennar sérlegustu lærdóms- áminningar- og huggunargreinum, ásamt bænum og þakkargjörðum. ( sálmum og söngvísum með ýmsum tónum samsett og skrifað, Anno 1659. Hallgrímur Pétursson prestur. 52 | bjarmi | desemberaoió
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.