Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2016, Blaðsíða 55

Bjarmi - 01.12.2016, Blaðsíða 55
Yfirleitt varar hann við veraldarinnar háttu, sem á yfirborðinu getur verið blíð og brosmild, en undir niðri full fláttskapar og óheilinda. -Vond ertu veröld með vélabrögðin margföld, þeir fá sjaldan góð gjöld sem gefa sig í þín höld. Niðurstaða þessa tveggja erinda Ijóðs er sú, að þeir séu sælir, sem ekki láti blekkjast af veröldinni. Taktu vara á heiminum, því hann er þlekking. Hallgrímur varar við hvers kyns óhófi, dreissugheitum og prjáli, hvort sem er í klæðaburði eða lífsmáta, því „hold er mold/ hverju sem það klæðist." Líf mannsins hér á jörð er forgengilegt, aðeins Guðs orð varir að eilífu. Hann leggur áherslu á einfalt líf, að vera ánægður með það, sem maður hefur, ánægður með sitt, sjálfum sér nógur og „frjáls af lymskunnar lýtum. “ Ádeila í Aldarhætti Kvæðið Aldarháttur hefur ákveðna sérstöðu meðal ádeiluljóða Hallgríms. Það er mikið kvæði, 22 erindi, ort undir dýrum bragarhætti (hexametur) með flóknum kenningum og þarfnast því meiri útskýringa en nokkurt annað kvæði skáldsins, enda greinilega ætlað lærðum áheyrendum. í Ijóðinu ber skáldið saman fortíð og samtíð. Kvæðið skiptist í tvo hluta. í fyrri hlutanum yrkir skáldið um hinn dáðríka tíma forfeðranna, en síðari hlutinn fjallar um hinn dáðlausa samtíma, þar sem öllu fer aftur og öll manndáð horfin. Kvæðið mun ort skömmu eftir erfðaeinveldishyllinguna í Kópavogi 1662, þar sem Hallgrímur var sjálfur viðstaddur og illa horfði með framtíð þjóðarinnar. Greinarhöfundur vill geta þess, að veturinn 1960-'61 sat hann í tímum í Aldarhætti í Kennaraskóla fslands hjá Freysteini Gunnarssyni skólastjóra, sem eru ógleymanlegir. Ftímur Hallgríms Hallgrímur var rímnaskáld, orti þrjá rímna- flokka á yngri árum, að talið er, og eru sýnishorn af þeim öllum í þókinni. Króka- Refs rímur byggir hann á Króka-Refs sögu, einni af fslendingasögunum. Gaman er að geta þess, að í tengslum við rímur þessar hefur varðveist eina vísa Hallgríms, þar sem hann lýsir útliti sínu, hin þekkta vísa: „Sá sem orti rímur af Ref/ reiknast jafnan glaður,/ með svartar brýn og sívalt nef,/ svo er hann uppmálaður. “ Þessi sjálfslýsing hefur í rauninni mótað þá mynd af Hallgrími, sem landsmenn þekkja, sem talin er vera gerða eftir málverki sr. Hjalta Þorsteinssonar í Vatns- firði. Hallgrímur mun hafa verið stór maður vexti, dökkur á brún og brá og líklega fremur óliðlega vaxinn, enda fékk hann viðurnefnið Langi busi (Den lange Sinke) á fyrsta vetri dvalar sinnar í Frúarskóla í Kaupmannahöfn, ef marka má það sem segir í ævisögu Hallgríms eftir sr. Vigfús Jónsson í Hítardal. Hallgrímur finnur sér víða yrkisefni í kvæðinu „Oft er ís lestur,“ sem líka ber heitið Samhendur eða Gaman og alvara, yrkir hann á sérstakan hátt um fjölmargt, er tengist daglegu lífi. Hann yrkir líka um veðurfarið, matinn (fiskinn), vín og tóbak. Þekkt er kvæði hans, Ölerindi: „Nú er ég glaður á góðri stund,“ þar sem hann engu að síður varar við óhófi. Hann yrkir Leirkarlsvísur, þar sem hann líkir skyldleika sínum við skeggkarl, þ. e. drykkjarkrús með mynd af mannshöfði og segir, að báðum sé hætt við byltum og broti, enda beggja efni leir. Sá er þó munur á, að hann á von á „aftur heill að verða,“ þótt brotni, en skeggkarlinn ekki, og vísar þar til yfirfærðrar (allegoriskrar) merkingar, að í trúnni á maðurinn ætíð vonina um fyrirgefningu syndanna og eilíf líf, þótt hann falli. Hallgrímur gleymir ekki heldur börn- unum í kveðskap sínum. Flestir þekkja Heilræðavísur hans, Ungum er það allra best, sem mörg fermingarbörn læra. Þær eru eitt af hinum sígildu verkum skáldsins. Leppalúðakvæði hans, Þegi þið, börn mín, eins konar gamankvæði, má flokka sem barnagælu. Kvæðið, sem er langt, segir frá því, er Leppalúði (ekki Grýla) kemur í heimsókn til Hallgríms og falar börn hans til að setja í poka sinn. Segir hann börnin vera óþekk og telur upp ýmislegt, sem þau hafa gert af sér, en faðirinn reynir að taka málstað þeirra. í kvæðinu koma fyrir nöfnin á börnum Hallgríms, Steinunn, Eyjólfurog litli Gvöndur (Guðmundur), sem nær aldrei kemur fyrir í Ijóðum hans. Að lokum verður honum og börnunum til bjargar, að hann kemst í prestsskrúðann og flýr þá Leppalúði af hólmi. Guðræknis- og íhugunarrit Af guðræknisritum Hallgríms í lausu máli, sem lítillega hefur verið á minnst, eru tvö þekktust: Sjö guðrækilegar umþenkingar eður Eintal kristins manns við sjálfan sig hvern dag í vikunni að kvöldi og morgni, í raun 14 hugleiðingar alls, og Diarium Christianum, hugleiðingar út frá 7 dögum vikunnar, ein fyrir hvern dag. Eru sýnishorn úr báðum í Hallgrímskveri. Ritin mun Hallgrímur hafa samið, eftir að hann lauk við Passíusálmana, enda auðsær skyldleiki þar á milli. Þetta eru íhugunarrit, þar sem lagt er út af ákv. biblíutextum, en meginhluti hverrar íhugunar í ávarpsformi, skáldið beinir orðum sínum til sinnar eigin sálar líkt og í Passíusálmunum, en endar ætíð með bæn. Rit þessi voru bæði prentuð á Hólum um 1680 og nutu mikilla vinsælda. Aðeins ein ræða prestsins, sr. Hall- gríms, hefur varðveist, og eru kaflar úr henni í Hallgrímskveri. Það er burtfararminning eða líkræða eftir Árna Oddsson, sem Hallgrímur mun hafa sent ættingjum hans eftir lát Árna, sem bendir til, að hann hafi af einhverjum ástæðum ekki getað verið viðstaddur útförina. Ræðan er mikilvæg heimild um kenni- manninn og ræðustíl hans. Árni Oddsson var lögmaður sunnan- og austanlands á íslandi, sonur Odds Einarssonar, Skálholts- biskups, og afi hans sr. Einar Sigurðsson, sálmaskáld í Heydölum. Árni bjó á Leirá í bjarmi | desemlx*r 2016 | 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.