Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2016, Blaðsíða 56

Bjarmi - 01.12.2016, Blaðsíða 56
YFIRLÆTISLEYSI OG EINFALDLEIKI EINKENNIR ÖLL VERK HALLGRÍMS. í AUÐMÝKT OG TRÚ TEKUR HANN LESANDANN VIÐ HÖND SÉR OG LEIÐIR HANN UM LEYNDARDÓMA TRÚARINNAR, ÞAR SEM JESÚS KRISTUR ER ÆTÍÐ í AUGSÝN Leirársveit síðustu árin, og þar lést hann í heitrí laug 10 mars 1665 á 73 aldursári. Árni mun hafa verið farsæll embættismaður. Erfiljóð í löngu erfiljóði, sem Hallgrímur orti eftir Árna og með fylgir í Hallgrímskveri, kemur skýrt fram, hve mikils hann hefur metið Árna og hve hann tregar sinn góða vin. Kvæðið byrjar svo: „Ó, hvað aumlegt úrræði/ er þetta veika líf. “ Þessu til viðbótar má svo geta þess, að Helga, dóttir Árna, kona sr. Þórðar Jónssonar í Hítardal, var ein þeirra fjögurra kvenna, sem Hallgrímur sendi handrit af Þassíusálmunum vorið 1660, sem undirstrikar enn frekar vináttutengslin við Árna og fjölskyldu hans. Ekki eru síður fögur erfiljóð Hallgríms eftir Árna Gíslason, Ytra-Hólmi á Akranesi, velgjörðarmanns hans frá fyrstu tíð, sem einnig gefur að líta í bókinni. Fegurstu erfiljóð Hallgríms og líklega þau þekktustu eru þó vafalaust kvæðin eða sálmarnir, sem hann orti eftir Steinunni dóttur sína, sem lést í Hvalsnesi á fjórða aldursári, líklega 1649, eins og brot úr legsteiní hennar vottar, sem varðveittur er þar í kirkjunni og Hallgrímur mun sjálfur hafa úthöggvið. Ljóðin eru hér birt í tvennu lagi: Nú ertu leidd mín Ijúfa (Sb. 280) og Sælar þær sálir eru, en í rauninni má líta á þau sem eitt Ijóð, og svo mun eitthvað hafa verið gert á fyrri tíð. Ljóðin eru einstaklega hjartnæm, þar sem harmur skáldsins eftir dótturina ungu skín alls staðar í gegn: -Næm, skynsöm, Ijúfílyndi, lífs meðan varstu hér, eftirlæti og yndi ætíð hafði eg afþér, í minni muntu mér, því mun eg þig með tárum þreyja afhuga sárum, heim til þess héðan fer. Er hægt að hugsa sér, að hægt sé að yrkja fegurri eftirmæli? Allt eins og blómstrið eina Vart orkar þó tvímælis, að þekktasti og vinsælasti sálmur Hallgríms fyrir utan Passíusálmana er útfararsálmurinn Allt eins og blómstrið eina. Öll 13 erindi sálmsins eru í Hallgrímskveri og fer vel á því. í fyrri hluta sálmsins fjallar skáldið um miskunnarleysi dauðans, sem hann líkir við hinn slynga sláttumann „er slær allt hvað fyrir er,“ en í fjórum síðustu erindunum brynjar hann sig gagnvart dauðanum, skorar sjálfan dauðann á hólm í krafti Jesú Krists, hins krossfesta og upprisna. „I Kristí krafti eg segi,/ kom þú sæll þá þú vilt. “ Sálmurinn var fyrst prentaður með Passíusálmunum í fyrstu útgáfu þeirra 1666 og virðist jafnan hafa fylgt þeim í handritum. En hver voru tildrög þess, að Hallgrímur orti þetta mikla listaverk? Um það hafa verið skiptar skoðanir. Lengi hefur sú sögn verið lífsseig, að hann hafi ort sálminn til Ragnheiðar, bískupsdóttur í Skálholti, er hún lá banaleguna þarímars 1663, en Hallgrímur var mikill vinur biskupsfjölskyldunnar. 56 | bjanni | desember2m6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.