Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2016, Blaðsíða 57

Bjarmi - 01.12.2016, Blaðsíða 57
Hallgrímur kemur í Skálholt 11. mars, líklega að boði biskups, og segir sagan, að hann hafi þá haft sálminn meðferðis og lokið við að yrkja hann, morguninn sem hann lagði af stað til Skálholts. Hinsta kveðja hans til Ragnheiðar hafi svo verið að rita sálminn á Passíusálmahandrit hennar, sem hann hafði áður sent henni. Handritið hafi síðan verið lagt í kistu Ragnheiðar, sem lést 23. mars 1663 á 22. aldursári, og svo verið sunginn í fyrsta skipti við útför hennar. Sé þetta rétt, þá er handritið JS 337 4to ekki handrit Ragnheiðar. Vafasöm virðist mér ályktun höfundar Hallgrímskvers, sem segir „ekkert benda til, að sálmurinn, Allt eins og blómstrið eina, sé sérstaklega ætlaður Ragnheiði eða ortur til hennar. “ Ég tel þvert á móti mörg rök hníga að því, að þessi stórkostlegi sálmur sé einmitt ortur til Ragnheiðar, sem deyr í blóma lífs, fremur en til Steinunnar, dóttur skáldsins, eins og sumir álíta. Fyrir því gæti ég fært ýmis rök, sem ekki verða tíunduð hér. Er ekki líka stundum sagt, að sjaldan Ijúgi almannarómur. En um þetta verður vitanlega ekkert fullyrt. Kannski liggja rætur sálmsins líka víðar. Hver sem tilurð hans er, þá stendur sálmurinn sem sígilt listaverk, sem kynslóðirnar í þessu landi hafa sótt huggun og styrk til, þegar mest hefur á reynt á stund sorgarinnar, og svo er enn í dag. Andlátssálmar á ævikvöldi Hallgrímur Pétursson var holdsveikur maður nokkur síðustu ár ævinnar. Þá fluttist hann að Ferstiklu, litlu koti og næsta bæ við Saurbæ og kirkjujörð þaðan, til Eyjólfs, sonar síns, sem þar hafði tekið víð búsforráðum. Þar dvaldi hann sjúkur, að því er virðist karlægur að mestu og nær blindur síðustu árin og yrkir þar andlátssálma sína í kapp við dauðann og býr sig undir komu hans. Andlátssálmarnir verða að teljast meðal fegurstu trúarljóða skáldsins, og er annar þeirra, Guð komi sjálfur nú með náð, prentaður hér í Hallgrímskveri. Þar að Ferstiklu í lítilli baðstofukytru undir skjáglugga yrkir skáldið andlátsbænir sínar, hið síðasta hér á jörð, og felur sig Guði á vald: - Á náð legg eg mig lausnarans, lífið mitt er í valdi hans, gæskan þin hefur grát minn stillt, guð, farþú með mig sem þú villt. Sr. Hallgrímur andaðist að Ferstiklu 27. okt. 1674, sextugur að aldri, og var jarðasettur fram undan kirkjudyrum í Saurbæ, sem legsteinn hans vottar. Um Hallgrímskver Hallgrímskver er snoturleg bók að allri gerð. Margrét Eggertsdóttir og samstarfsfólk hennar eiga miklar þakkir skildar fyrir verk sitt. Þessa bók þurfa sem flestir að eignast og lesa. Kvæði Hallgríms og óbundið mál eru vissulega mun minna þekkt en sálmarnir, sem lengst munu halda nafni hans á lofti. Þó mun óhætt að fullyrða, að sá hafi ekki séð nema aðra hlið á skáldskap hans, sem hefur ekki lesið kvæðin, sem oft gefa aðra og fyllri mynd af skáldinu. Hallgrímur kunni þá list að klæða Ijóð sín þeim búningi, sem þjóðin skildi. Fólk las Passíusálmana, lærði þá og söng. Yfirlætisleysi og einfaldleiki einkennir öll verk Hallgríms. í auðmýkt og trú tekur hann lesandann við hönd sér og leiðir hann um leyndardóma trúarinnar, þar sem Jesús Kristur er ætíð í augsýn. Um aldir hefur þjóðin varðveitt sálma og Ijóð Hallgríms sem hinn dýrmætasta fjársjóð. Engir sálmar hafa orðið þjóðinni hjartfólgnari né staðist betur tímans tönn, svo enn í dag eru sálmar hans ástsælir meðal þjóðarinnar. Fátt sýnir betur ítök þessa einstæða skálds. Áfram þörfnumst við leiðsagnar Hallgríms í viðsjálum heimi samtímans, þörfnumst lífsvisku hans og hollra ráða. íslendingar eiga skáldi sínu stóra þökk að gjalda. Enginn hefur að mínum dómi tjáð hugsanir og þakklæti þjóðarinnar betur en sr. Matthías í Ijóði sínu: Niðjar íslands munu minnast þín, meðan sól á kaldan jökul skín. i\T. P. Madsext FRIÐUR Á JÖRÐU - LÚK. 2.14 Heyr, hve þeir syngja -fjöld hinna himnesku herskara - yfir vöggn Jesú. Friður ájörðu. Það var jólagjöf Guðs til hins friðvana mannkyns. Hann var kominn til að flytja friðinn - hinn litli Guðs sonur ífátæklegu jötunni í Betlehem. Friður á jörðu, friður til handa hverjum manni, sem vill taka a móti honum semfrelsara sínum. Friður er öryggi hjartans gagnvart öllum ákœrum og dómi. Friður er þaðþegar sálin er ósnortin og hljóð gagnvart öllu illu sem getur ógnað. Friðinn flutti Jesús ofanfrá himnumfrá Guði. Hann andar á móti okkur alls staðarfrá þar sem hann er: Frájötunni í Betlehem, frá blóði drifnum krossinum áföstudaginn langa, frá Ijómandi mynd hans í upprisunni, frá skírninni, frá kvöldmáltíðinni, frá öllu orði hans. Friður á jörðu! Heyrðu það friðvana, órólega, hrœdda mannsbarn. Einnig til þín hljómar englasöngurinn umfrið frá Guði. Komdu til Jesú, taktu á móti honum, opnaðu sál þínafyrir honum, ogþú opnar um leiðfyrir friði Guðs, kyrrð himinsins og hvíld. bjarmi | desembei 2oi6 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.