Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.2016, Side 61

Bjarmi - 01.12.2016, Side 61
Sjálfsmyndin birtist á eftirfarandi hátt í hinum mismunandi persónuleikum: Ás: Ég hef rétt fyrir mér - ég geri allt vel. Tvistur: Ég hjálpa - ég geri það fyrir aðra. Þristur: Ég er árangursríkur - ég geri hlutina hraðast og best. Fjarki: Ég er öðruvísi - ég geri allt með stæl. Fimma: Ég skil samhengi - ég geri það að mínu. Sexa: Ég er trygglynd - ég geri það með öðrum. Sjöa: Ég er hamingjusöm - ég geri það skemmtilegt. Átta: Ég er sterk - ég geri það sjálf. Nía: Ég er sátt - ég geri það á morgun. VANÞROSKI OG LEIÐIN TIL ÞROSKA Þegar litið er á myndina af Enneagramminu sjást tvær örvar til og frá hverjum persónu- leika fyrir sig. Önnur örin sýnir þroskaleiðina (örin snýr að persónuleika okkar) en þangað leitum við ekki sjálfkrafa, við þurfum að æfa okkur í að fara þangað. F-iin örin sýnir hvar vanþroski okkar liggur (örin snýr frá persónuleika okkar) en þá leið förum við sjálfkrafa þegar við erum undir álagi og í ójafnvægi. Við getum unnið meðvitað í þroska okkar en þroskaleiðin færir okkur jafnvægi, frið og djúpa gleði. Þegar við finnum hins vegar að okkur líður illa, erum stressuð, fáum ekki uppfylltar þarfir okkar, nægilega hvíld eða lendum í tímahraki þá sjáum við endurtekna áráttuhegðun hjá okkur. Við leitum í falska huggun, verðum óróleg og förum í uppreisn, sýnum mótstöðu, örvæntingu og sjálfselsku. Flegðun persónuleikanna níu og viðhorf þeirra til umheimsins hafa þrjár mismunandi birtingarmyndir: Áskorun eða ögrandi viðhorf (1,3 og 8), hlédrægt (5, 9 og 4) eða háð (2, 6 og 7) viðhorf. VANLÍÐAN f vanlíðan draga ögrandi persónuleikarnir (1, 3 og 8) sig í hlé og verða afskiptalausir og þöglir (þeir fara til 5, 9 og 4) sem færir þeim enn meiri vanlíðan og örvæntingu því þeir eru í eðli sínu fullir orku og framkvæmdasemi. Fllédrægu persónuleikarnir (5, 9 og 4) gera sig háða einhverju öðru eða öðrum í vanlíðan sinni, þeir setja traust sitt á eitthvað sem er fyrir utan þá sjálfa en sem gefur þeim falska von og róar þá á neikvæðan og niðurbrjótandi hátt (þeir fara til 2, 6 og 7). Háðu persónuleikarnir (2, 6 og 7) verða hrokafullir, en þar sem þeir þarfnast annarra leiðir árásargjörn hegðun þeirra til enn dýpra ójafnvægis (þeir fara til 1,3 og 8). ÞROSKI í vanlíðan okkur dettum við ósjálfrátt í fyrrgreinda áráttuhegðun án þess að vita hvernig það gerist. En þegar við bregðumst við sem þroskaðir einstaklingar fara ögrandi persónuleikarnir (1, 3 og 8) til háðu persónuleikanna (2, 6 og 7). Það hjálpar þeim að lifa í umheiminum og sætta sig við hann í stað þess að bregðast hart við honum. Hlédrægu persónuleikarnir (5, 9 og 4) fara til árásargjörnu persónuleikanna (1,3 og 8) sem fær þá til þess að taka þátt í iífinu og verða ötulli í stað þess að draga sig til baka og hverfa frá heiminum. Háðu persónuleikarnir (2, 6 og 7) þroskast þeg- ar þeir fara til hlédrægu persónuleikanna (5, 9 og 4). (stað þess að fara út fyrir sjálfa sig og sækja stöðugt samþykki til umheimsins, slaka þeir á og geta haldið heilbrigðri fjarlægð og fundið styrk sinn hið innra með sjálfum sér. Þannig er tenging á milli okkar persónu- leika og tveggja annarra (örvarnar) og að auki erum við undir áhrifum „næstu nágranna“ þ.e.a.s. þeirra sem eru okkur á hægri og vinstri hönd. ÞRÍR MEGINFLOKKAR Allar persónuleikagerðirnar níu skiptast í þrjá meginflokka með vísun í hugann, hjartað og eðlishvatir eða iðrin. 1) Höfuðfólk (persónuleikar 5, 6 og 7) íhugar og hugsar fyrst og framkvæmir síðan. Það leitast við að stjórna í gegnum það að hugsa og skilja: „Bara að ég fái tíma til að hugsa þá leysist þetta.“ Höfuðfólk sem kemur inn í herbergi fullt af fólki spyr sig: „Hver er minn staður hér?“ Höfuðfólkið er fálátt og raunsætt. Oft leynast viðkvæmar tilfinningar að baki fumlausri framkomu þess. Því reynist auðvelt að fylgja fyrir- mælum og að leyfa öðrum að njóta sín. Verkefni höfuðfólksins er að rjúfa einangrun og auka samfélagsvitund sína og að hugsa minna og framkvæma meira. Höfuðfólkið lítur gjarnan á lífið sem leyndardóm eða gátu og hefur áhuga á tilvistarspurningum. Utan frá séð virkar það sannfærandi og viturt en undir niðri upplifir það sig gjarnan einmana og ráðvillt. Ótti er undirliggjandi tilfinning sem birtist í verkfælni og óákveðni eða hiki og ráðaleysi. Höfuðfólkið er sem sagt ekki framkvæmdaglatt í eðli sínu. 2) Hjartafólk (2, 3 og 4) leitar stöðugt tengsla við annað fólk. Það finnur öryggi í öðrum og reynir að stjórna aðstæðum í gegnum samskipti sín við annað fólk: „Bara að ég fái að tala við hana þá leysist þetta.“ Tilfinningafólk sem kemur inn í herbergi fullt af fólki spyr sig: „Hvað mun þessu fólki finnast um mig?“ Það kallar eftir viðbrögðum frá umhverfi sínu með stjórnun sinni og á því erfitt með að vera eitt með sjálfu sér. Tvistar vilja sýna umhyggju, þristar vilja skara fram úr og fjarkar vilja vekja á sér eftirtekt. Þar sem tilfinningafólk stjórnast af því hvað öðrum finnst um það, er hætta á að það hegði sér á ákveðinn hátt til að fá fram ákveðin viðbrögð hjá fólki. Ómeðvitað er tilfinningafólkið upptekið af spurningum sem varða orðstír og ímynd og sjá lífið sem verkefni sem þarf að klára. Það hefur mikla ábyrgðartilfinningu og hefur tilhneigingu til að taka mikið pláss. Utan frá séð virkar það glatt og í jafnvægi en undir niðri finnst því það oft vera vanhæft, sorgmætt og fullt af skömm. Órói er undirlíggjandi og stýrandi tiifinning hjá því og birtist sem eirðarleysi og mikil framkvæmdasemi. 3) Eðlishvatafólk (1, 8 og 9) bregst ósjálfrátt við því sem gerist. Það finnur öryggi í sjálfu sér og stjórnar aðstæðum með því að vera á staðnum: „Bara ég sé hér þá bjargast þetta.“ Eðlishvatafólk sem kemur inn í herbergi fullt af fólki hugsar: „Hér er ég, bregðist við mér.“ Eðlishvatafólk bregst ósjálfrátt við áreitum. Viðbrögðin eru afdráttarlaus og síast ekki bjarmi | desember20i6 | 61

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.