Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.06.2017, Page 5

Bjarmi - 01.06.2017, Page 5
Engill norðursins - iákn borgarinnar Newcasfle. einkakapella fjölskyldunnar og alls kyns salir. Á 20. öld hallaði undan fæti fyrir þessu fólki, m.a. féllu margir karlmenn úr fjölskyldunni í heimsstyrjöldunum. Erfitt varð að reka slík setur og það var selt fyrir gjafverð árið 1949, mér ókunnri reglu sem kallast Passionists. Nokkrir reglubræður bjuggu þarna og höfðu sitt helgihald og ýmsa sýslan. Forstöðumaður setursins, einkar viðkynnilegur Hollendingur á góðum aldri, tók vel á móti okkur og var boðinn og búinn til að sinna okkur á allan hátt. Hann leiddi eina messu fyrir okkur með látlausum hætti, þar sem staðið var í hring við útdeilinguna og efnin látin ganga á milli kirkjugesta eftir Ijúfan klið faðirvorsins á fjölmörgum tungumálum. Fram undan aðalbyggingunum var hesthús Silvertop-fjölskyldunnar, svo stórt að eftir innri breytingar á því, bjuggu tugir okkar í þægilegum herbergjum á hesthúsloftinu. Rekstur kyrrðarsetursins, sem er öllum opið, er að verulegu leyti borinn uppi af sjálfboðaliðum sem sinna margvíslegum störfum en um 10 manns búa á setrinu. Sjálfboðaliði úr nágrenninu ók okkur t.d. á flugvöllinn. Mikið er um eins dags dagskrár en einnig boðið til lengri skipulagðra dvala eða hópar skipuleggja að hluta til eða að öllu leyti dvalir þarna. Fallegt og friðsælt umhverfi einkennir staðinn og röð af amerískum risafurum frá 19. öld meðfram heimkeyrslunni er einstök. Miklar lendur fylgja og áhersla er á vistvæna hætti. Kynt er með lífmassa af landareigninni og stefnt að ræktun alls nauðsynlegs grænmetis. FJÖLBREYTT OG GEFANDI SAMFÉLAG Við, hópur um 30 útlendinga frá ýmsum löndum allt austur til Moldavíu, nutum þarna einstakrar gestrisni og umhyggju og gefandi dagskrár og samfélags. Með okkur voru svo einnig heimamenn, bæði úr nágrenninu og lengra að. Kaþólski biskupinn leit inn til okkar og einnig starfssystir hans úr ensku kirkjunni, Christine Hardman, biskup af Newcastle, önnur konan til að verða biskup yfir biskupsdæmi í ensku kirkjunni. Yfirskrift dvalarinnar var: Nourishing roots for dialogue and peace (Nærandi rætur fyrir samtal og frið). Athygli var beint að því merka kristna fólki sem grundvallaði kristni á Norðymbralandi löngu fyrir þekktan klofning á milli kirkjudeilda. Fæst af þessu fólki höfðum við heyrt nefnt. Ég þó t.d. þau Aidan (keltneskur, d. 651) og Hildu (engilsaxnesk, um 614-680, mótuð af keltneskum áhrifum). Hilda stofnaði Hesfhúsið. m.a. hið kunna klaustur í Whitby sem var „tvöfalt" það er bæði með nunnum og munkum en slík klaustur voru forðum algeng á Englandi og jafnan undir stjórn konu. Beda prest hafði ég heyrt um og víst hina merku kirkjusögu hans (lokið árið 731) en ekki margt annað um þennan einstaka lærdóms- og trúmann sem var mikill latfnugarpur og kunni auk þess nokkuð í grísku og hebresku. Gríðarmikið reit hann af biblíuskýringum og fékkst mikið við alls kyns tímatalsútreikninga og átti þátt í að festa í sessi að miða ártöl við fæðingu Krists. Hann mun hafa ritað yfir 60 bækur. Einna þekktastir þarna virðast þó Oswald konungur (d. 642) og heilagur Cuthbert (d. 687). Helgihaldið, sem hópar fólks frá ýmsum löndum önnuðust, var einstaklega bjarmi | júní 2017 | 5

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.