Bjarmi - 01.06.2017, Blaðsíða 14
Atf kirkjju og
krnstni í
Vestmr-Japan
RAGNAR GUNNARSSON
Japan er meðal þeirra landa heims
þar sem kristin trú stendur mjög veikt
en aðeins 1% eða rúmlega það telst
til kristinnar trúar. Japanir eru um 127
milljónir og því er kristið fólk um 1,3-
1,8 milljónir sem dreifist um landið og á
margar kirkjudeildir. Nærri helmingur er
rómversk-kaþólskir og hinn helmingurinn
mótmælendur. Rétttrúnaðarkirkjan telur
um 30 þúsund manns. Þegar ferðast er
um landið tekur Vesturlandabúinn gjarna
eftir því að fátt er um kirkjur og krossmerki
á byggingum. Þrátt fyrir þetta hafa átta
af forsætisráðherrum landsins síðustu
hundrað árin verið kristnir.
Lengi vel var alið á andúð í garð kristni
á þeim forsendum að hún væri vestræn
trú. Kirkjusaga Japans segir frá hörðum
ofsóknum á öldum áður í kjölfar kristniboðs
rómversk-kaþólsku kirkjunnar í landinu,
einna verstar voru þær í kringum aldamótin
1600. Annars eru Japanir fastheldnir og
vilja ekki miklar breytingar nema þær gerist
hægt.
Kristinna áhrifa gætir að einhverju leyti
í samfélaginu. Kristnar trúarhátíðir, einkum
jólin, hafa eignast viðskiptalega umgjörð,
eins og reyndin er víðar. Engir opinberir
frídagar eru þó um jólin. Margir vilja gifta sig
í kírkju eða kapellu og þess vegna má víða
sjá giftingarkapellur í Japan, gjarnan stutt
frá hótelum svo stutt sé í veisluna á eftir.
Starfsemi mótmælenda í landinu hefur
farið vaxandi frá heimsstyrjöldinni síðari og
nokkur vöxtur verið, sérstaklega á árunum
fram til 1960. Hið japanska biblíufélag var
stofnað fyrir 80 árum, árið 1937.
Múslímar eru mikill minnihlutahópur
og virðast ekki sérstaklega velkomnir til
Japans.
KRISTNIBOÐ ÍSLENDINGA
íslendingar hafa haft kristniboða í Japan frá
árinu 2010. Það eru hjónin Katsuko og Leifur
Sigurðsson. Starfið er unnið í samstarfi við
Norska lútherska kristniboðssambandið
og kristniboðarnir eru starfsmenn
evangelísk-lúthersku kirkjunnar í Vestur-
Japan (WJELC). Starfið, eins og nafnið
bendir til, er unnið í vesturhluta landsins,
vestur af höfuðborginni Tokyo. Miðstöð
kristniboðsins og að miklu leyti kirkjunnar er
í Kóbe. Þar eru skrifstofur, kirkja, leikskóli,
biblíuskóli, guðfræðiskóli og fjölmiðladeild.
Kristniboðssambandið (SÍK) er í
samstarfi við Norðmenn, NLM (Norsk
luthersk misjonssamband), sem hefur
verið í landinu í tæp 70 ár. Þeir hafa verið í
samstarfi við Finna (FLOM) og með okkur
frá 2010. Önnur finnsk kristniboðssamtök,
FLM, hafa verið í beinu samstarfi við
kirkjuna, en starfið er að mestu unnið í
nafni evangelísk-lúthersku kirkjunnar í
Vestur-Japan en kirkjan er ávöxtur þessa
starfs. Nú teljast rétt tæplega fjögur
þúsund manns í kirkjunni. Starfsstöðvar og
14 | bjarmi | júní 2017