Bjarmi - 01.06.2017, Blaðsíða 26
„ÞÚ HEFUR SLÍKAR ÁHYGGJUR AÐ ÆTLA MÆTTI
AÐ GUÐ VÆRIEKKIALMÁTTUGUR OG GÆTIEKKI
SKAPAÐ TÍU AÐRA DOKTORA MARTÍNUSA. HÆTTU
ÞESSUM ÁHYGGJUM, ÉG HEF EINN SEM SÉR UM
ÁHYGGJUR MÍNAR, HANN LIGGUR íJÖTU OG ER
VIÐ BRJÓST MÓÐUR SINNAR, EN SITUR UM LEIÐ TIL
HÆGRI HANDAR GUÐIFÖÐUR ALMÁTTUGUM:
hendur í skauti og horft á konu sína leysa
vandamál. Lúther hafði sem munki verið
falin fjármálastjórn og mörg stjórnunarstörf
innan sinnar reglu og þannig voru þau
bæði vön að stjórna. Mikið hefur verið látið
með hversu gjafmildur Lúther var og höfðu
sumir á orði að hann hefði hagðað sér eins
og fransiskanamunkur og gefið allt frá sér
í ábyrgðarleysi. Hér ber að gera skýran
greinarmun á ábyrgðarleysi og gjafmildi.
Lúther talar að vísu oft um að hann eyddi
meira en þau hjónin þénuðu, en hafa ber
í huga umfang þess rekstrar sem þau
báru ábyrgð á. Ekki má heldur gleyma
að klaustrið var hálfgert byggingarsvæði
öll hjúskaparár þeirra. Gera þurfti umtals-
verðar breytingar á klausturbyggingunni til
þess að aðlaga það heimilisrekstrinum.
Að sjálfsögðu var verkaskiptingin
nokkuð skýr, en það er mikill misskilningur
að álíta sem svo að daglegt heimilislíf og
uppeldi barnanna hafi alfarið fallið Katarínu
22CI 2, 352.
23WA TR 1,1/ (nr. 49).
24WA TR 1,554 (nr. 1110).
í skaut. Svo var ekki. Lúther talar um það
sem sjálfsagðan hlut að skipta á börnunum
sínum og þvo bleiur: „Þegar einhver skiptir
á barni eða þvær bleiur og annar hæðist
að því, þá skal sá vita að Guð, englar og
öll sköpun hans hlæja og gleðjast yfir því
verki. Því þeir sem hæðast sjá bara verkið,
en ekki þá staðreynd að hér er verið að
sinna ábyrgðarmesta starfi í heimi.“22
Vegna anna ber að gera ráð fyrir að Lúther
hafi ekki verið „á kafi“ í barnauppeldinu,
en óneitanlega bregður oft fyrir tilvísunum
í heimilislífið í ritum hans. Lesandinn fær á
tilfinninguna að börnin hafi setið við fætur
hans á skrifstofunni þegar hann vann þar.
í skrifum hans má sjá innskot þar sem
hann segir „nú kallar Kata“ og því verði
hann að gera eitt og annað sem tilheyrði
daglegu heimilishaldi. í bréfum sínum getur
hann þess líka oft hvað það er sem skorti
helst og hvernig best sé að útvega það.
Stundum biður hann um hluti beinum
orðum. Þá talar hann oft um deilur þeirra
um húshaldið, en segir svo að Kata sé
mun lagnari í röksemdum en hann, hún sé
herra sinn og Móse, sjálfur sé hann aðeins
Aron.
Þegar Katarina lagði í stórframkvæmdir
við klaustrið enn einu sinni varð Lúther
nóg um framkvæmdagleðina. En hann
vissi vel hvern hann átti í henni og sagðist
ekki myndu skipta á „Kötu sinni fyrir
allt Frakkaríki eða Feneyjar".23 í einni
borðræðu sinni segir hann: „Kata, þú
átt trúaðan mann sem elskar þig; þú ert
keisaraynja. Viðurkenndu það og þakkaðu
Guði.“24
BRÉFASKRIFTIR
Eins og áður er getið eru ekki margar
heimildir til um líf þeirra hjóna eftir Katarínu,
fyrir utan nokkur bréf. Eitt þeirra skrifar
hún systur sinni stuttu eftir andlát Lúthers
þar sem hún kemst svo að orði: „Ég er
26 | bjarmi | júní 2017