Bjarmi - 01.06.2017, Blaðsíða 43
Eitt sinn gaf Faðirinn þennan boðskap:
„Án Mín er borð þitt tómt en með Mér er
borð þitt fullt."
Og Jesús sagði: „Án Mín munt þú lifa
eins og heimurínn; með Mér munt þú lifa
eins og á Himnum, án Mín verða eiginleikar
þínirheimsins en með Mér verða eðlisþættir
þínir Mínir; vertu í Mér, vertu rótföst13 ÍMér,
settu mig í fyrsta sæti og gefðu mér tíma
þinn." 30.5.95
IÐRUN OG FYRIRGEFNING
í boðskapnum frá Kristi kemur oft fram
ákall til þessarar kynslóðar um að iðrast.
Iðrun, segir Drottinn, er að afneita syndinni;
að sættast við Guð eftir tímabil uppreisnar
og misgjörða; iðrun er hliðið sem leiðir
sálinafrá myrkri til Ijóss, segir Drottinn.
Því einlægari iðrun, þeim mun meiri
er vinátta Guðs. Og í einum skilaboðum
segir Drottinn að hvert orð sem við segjum
við hann í trúnaðartrausti dragi vináttu
hans nær okkur því að vinátta hans siglir
í kjölfarið í réttu hlutfalli við iðrunina. Þegar
við erum einlæg og reiðubúin að iðrast
mun Kristur sem er Óendanleg Ást fyrirgefa
fyrirvaralaust.
Hér er einn boðskapur af mörgum sem
fjallar um hve fljótur hann er að fyrirgefa og
reiðubúinn að réttlæta okkur ef að við erum
reiðubúin að iðrast...
„Hvers vegna óttast þú að horfast í
augu við Mig? Mín elskaða, Ég mun ekki
áfellast þig vegna synda þinna; Ég fyrirgef
þér núna; Ég mun ekki loka dyrunum á þig;
sannarlega segi Ég þér að Ég get fyrirgefið
milljón sinnum og stend fyrir framan þig
með opinn faðminn og býð þér að koma til
Mín og finna ástina sem Ég á til handa þér,
leyfðu mér að vekja hjarta þitt; komdu og
kynnstu Mér; komið, öllþið sem forðist Mig
og óttist Mig; öll þið sem þekkið mig ekki;
komið nær Mér og þið munið skilja að Ég
er Guð Kærleikans, fullur af umhyggju og
miskunn. 18.3.87
Eins og ég sagði áðan er Jesús mildur
og góðviljaður og hann mun ávallt leitast við
að réttlæta okkur, sama hversu vansæl og
óverðug við erum; jafnvel þó að við eigum
það ekki skilið mun Jesús alltaf leitast við
að gefa okkur annað tækifæri, hann sest
niður með þeim sem síst eiga það skilið og
þeim vansælu og minnir þau á hvaðan þau
koma í einfaldleik, auðmýkt og ást og hann
mun kenna þeim og upplýsa hjörtu þeirra
og gefa þeim von. Hér eru orð hans:
„Nei, Ég mun ekki vanrækja neinn; Ég
mun sitja með þeim sem finna til undan
byrði sinni [þau vansælu, fyriríitleguj og
þau munu ekki vera hrædd við Mig; Ég
mun verða vinur þeirra, berfættur, og
segja þeim að allt frá upphafi hafi þau
ekki verið föðurlaus og ef þau hafi aldrei
skilið lögmál himnanna sé það vegna þess
að enginn var til staðar til að segja þeim
frá; enginn sagði þeim heldur að þau séu
niðjar hins Almáttuga; þá mun Ég safna
þeim í kring um Mig eins og lömbum, þétt
við Hjarta Mitt og Ég mun næra þau frá
Vörum Mínum, líkt og ég væri að hvísla
leyndarmáli: FAÐIR VOR; þá mun Ég segja
þeim að KÆRLEIKUR er fyriraugum þeirra;
Brauðið Lifandi er einmitt Sá sem situr
meðal þeirra, Sá sem lifði og dó fyrir þau
er að tala við þau núna; Sá sem upplýsti
Himnana með Anda sínum og allir hlutir
urðu til fyrir Hann14 er einmitt þarna beint
fyrir framan þau; Ég mun rétta út hönd
mína til allra sem ganga framhjá: „Hver er
fyrirlitinn og lítilsvirtur af samfélagi ykkar?
Komi hann hingað þessa leið;“ Ég mun
ekki láta neina hungraða, neina fátæka
fram hjá mér fara, því að Blessanir Mínar
eru auðugarí5 og Ást Mín fullnægjandi;
Mínir vegir eru yndislegir vegir og allar
götur Mínar leiða til eilífs Lífs. 16“ 11.10.93
AÐ ELSKA
Drottinn segir að á dómsdegi munum við
öll verða dæmd eftir mæli kærleikans sem
við höfðum hér á jörðu. Að elska er að gera
vilja Guðs.
„Segðu þeim og komdu þeim í skilning
um að kærleikur er vegurinn til himins;
kærleikur sigrar hjörtu og stækkar Ríki Mitt;
kærleikur er lykillinn að því að binda endi
á þetta fráfall; kærleikur er gefinn ykkur
fúslega; biðjið um gjöf kærleikans og Ég
mun gefa ykkur hann; Kærleiksstef Mitt gef
Ég öllum þjóðum og þeim sem vilja heyra
munu heyra;
Jesús sagði: „Komið aftur til Mín af öllu
hjarta og látið bænir ykkar ná Mér17 því að
það er ekki sá sem segir við Mig: Drottinn,
Drottinn! sem mun ganga inn í himnaríki
heldur sá einn er gerir vilja Föður Míns sem
er á Himnum.18 Talið því með Kærleika og
Ég mun heyra! Gefið með kærleika og Ég
mun þekkja ykkur; biðjið með kærleika og
dyr ríkis míns munu Ijúkast upp fyrir ykkur
til að taka á móti ykkur!19 starfið í kærleika20
svo að Ég geti sagt við ykkur dag einn: „Þið
eruð Mín21, þið eruð niðjar Mínir, komið til
Föður ykkar!" 12.5.90
HEILAGUR ANDI
Það er fyrir Heilagan anda sem við getum
tekið við gjöf Kærleikans og þekkt vilja
Guðs. Drottinn segir að við verðum að
deyja sjálfum okkur, deyja vilja okkar og
iðrast og síðan getum við gefið Heilögum
anda rúm í sálu okkar til að leggja okkur
undir sig og gagntaka okkur og við verðum
gagntekin af Heilögum anda og Heilagur
andi mun fylla okkur gjöf kærleikans. En
ef við iðrumst ekki, deyjum sjálfhverfu lífi
13Ef 3.17 og Kól 2.7.
14Róm 11.36: Frá honum, fyrir hann og tíl hans eru allir hlutir.
15Sbr. Orðskv 10.22: Blessun Drottins auðgar...
150rðskv3.17: Vegir hennar [spekinnar] eru yndislegir vegir og allar götur hennar liggja til velfarnaðar.
17Sbr. 2Kron 30:27: Að lokum risu Levítaprestarnir á fætur og blessuðu fólkið. Guð heyrði hróp þeirra og bæn þeirra komst til hans heilaga bústaðar, allt til himins.
1sMatt 7.21
19Sbr. Matt 7.7-8
20Míka 6.8 og 1 Jóh 3.8
21Jes 43.1
bjarmi | júní 2017 | 43