Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2017, Blaðsíða 46

Bjarmi - 01.06.2017, Blaðsíða 46
Endurútgáfa á bák Rolands Bain+on: Martemn Lúiher í tilefni af fimm alda afmæli siðbótarinnar var lagt til við Salt ehf að endurútgefa bókina Marteinn Lúther (á ensku Here I Stand) eftir Roland Bainton í þýðingu sr. Guðmundar Óla Ólafssonar. Bókin kom út árið 1984 og hefur verið uppseld um nokkurt skeið. Til að draga úr áhættu hefur verið ákveðið að láta endurprentun ráðast af því hvort tekst að selja að minnsta kosti 50 eintök fyrirfram fyrir 15. ágúst. Takist það verða prentuð 250-300 eintök og bókin gefin út sem kilja. Bókin er 362 blaðsíður með 86 tréristum. Bókina má panta með tölvupósti á ragnar@sik.is. Gefa þarf upp nafn, heimilisfang og kennitölu og að erindið sé að panta bókina. Verð er 4.500 krónur með sendingarkostnaði til þeirra sem panta fyrirfram. HÉÐAN OG ÞAÐAN NÝTT ALFA-EFNI Alfa-námskeið hafa nú verið haldin í næstum 22 ár á (slandi og trúlega hafa um fimm þúsund manns setið námskeiðið, en þátttaka var eflaust mest kringum og eftir aldamótin. í tengslum við námskeiðin voru gefin út námshefti, bæklingurinn Hver er Jesús?, námsbókin Spurningar lífsins og efni til notkunar í eftirfylgd, Líf á nýjum nótum (Filippíbréfið) og Lífið er áskorun (Fjallræðan) en höfundur þessara rita er Nicky Gumbel, sóknarprestur Holy Trinity Brompton í Lundúnum. Alpha í fyrra var ákveðið að uppfæra námskeiðið með útgáfu á nýju efni sem þá byggir á því gamla, en með styttri, hnitmiðaðri og fjölbreyttri framsetningu. Kallast það Alfa Film Series (AFS) sem má kalla Alfa-þáttaröðina. Þátttakendur horfa saman á um hálftíma þátt þar sem bæði Nicky Gumbel og ýmsir aðrir koma fram með sitt sjónarhorn og vitnisburð. Þættirnir hafa fengið afar góða dóma og hafa verið þýddir og textaðir á íslensku af Kristjáni Þór Sverrissyni. Aldrei hefur verið auðveldara og skemmtilegra að halda Alfa-námskeið. Hafið gjarnan samband við skrifstofu Salts ehf og Kristniboðssambandsins um frekari upplýsingar. Einn þessara þátta með íslenskum texta er aðgengilegur á Youtube-síðu Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. Einnig er verið að kanna með þýðingu og textun á Unglinga-Alfa sem sumir prestar þjóðkirkjunnar hafa áhuga á að nýta sér við fermingarundirbúning. Efnið er aðgengilegt og mjög vel unnið. ALÞJÓÐLEGI ÚTBREIÐSLUDAGURINN Kristilega útvarpsstöðin Lindin hafði forgöngu um að vekja athygli á og hvetja fólk til að nýta sér svokallaðan alþjóðlegan útbreiðslu- eða trúboðsdag sem minnst var víða um heim laugardaginn 27. maí síðastliðinn. Hugmyndin var að hvetja fólk til að tala og vitna um trú sína og boða fagnaðarerindið. Fjölmargar kirkjur og kirkjuleg samtök í samtals 193 löndum heims sameinuðust í að vekja athygli á þeim tækifærum sem okkur bjóðast til að bera vitni og ræða um trú okkar - og að láta þau ekki okkur úr greipum ganga. Lindin lét einnig þýða og gefa út bæklinginn Þrjú skref til að hjálpa fólki og hvetja það í þessu efni. Hugsjónin er að allir nái til einhvers og þannig náum við sameiginlega 46 | bjarmi | júní 2017

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.