Bjarmi - 01.06.2017, Page 9
TILVÍSUN í GT?
í II.Kron. 2:16-17 er talað um 153600
aðkomumenn í ísrael sem Salómon lét taka
þátt í byggingu musterisins. Það virðist þó
langsótt að talan 153 vísi til þeirra en þá
væri tengingin sú að í báðum tilvikum er
um að ræða heiðingja (=ekki gyðinga) sem
skípta um trú og taka þátt í verki Guðs,
byggja upp ríki hans.
FISKIFRÆÐI FORNALDAR?
Einhverjar heimildir segja að í fornöld
hafi verið talað um 153 tegundir fiska í
heiminum. Sá fjöldi veiddra fiska í Jóh. 21
gefur til kynna að veiðst hafi einn af hverri
tegund. Það táknar að fagnaðarerindið
verði boðað öllum þjóðum sem fyrirfinnast
á jörðinni. Eins má þó túlka það þannig að
gleðiboðskapurinn nái til alls mannkyns,
óháð uppruna, stöðu, efnahag, þjóðerni
og kynferði.
Allar framangreindar tilgátur eiga það
sameiginlegt að túlka þessa veiðisögu sem
fyrirheit um útbreiðslu kristinnar trúar og
vöxt kirkjunnar um allan heim. Það fyrirheit
hefur sannarlega ræst og er enn að rætast.
OFURNÁKVÆMNI
GUÐSPJALLAMANNSINS?
Þrátt fyrir þessar bollaleggingar má ekki
horfa framhjá einföldustu skýringunni:
Hugsanlega voru fiskarnir í raun og veru
153 og guðspjallamaðurinn tilgreindi
fjölda þeirra af vísindalegri nákvæmni
— eða vegna talnaáráttu. Hægt er að
sjá sögumanninn fyrir sér á gamals aldri
lygna aftur augum og rifja upp einstæðan
atburð sem hann mundi í smáatriðum. Eftir
aflalausa nótt var stórmerkilegt að fá allan
þennan fjölda í netin i einu kasti og það eftir
dögun.
Sagan í Jóh. 21 kallast á við svipaða
frásögn Lúkasar (Lúk. 5:1 -11) af mokveiði
snemma á starfstíma Jesú, þegar
lærisveinarnir voru rétt að kynnast honum.
Þar rifnuðu netin utan af aflanum, hér
er tekið fram að þau gerðu það ekki. í
millitíðinni gerðist það sem skiptir öllu
máli: Kristur er upprisinn! Þess vegna er
kirkju hans ekkert að vanbúnaði að hefja
mannaveiðar, sbr. samlíkingu Jesú sjálfs í
Lúk. 5:1 Ob og Mark. 1:17.
Sem kristið fólk erum við öll kölluð
til að vera slíkir mannaveiðarar. Okkur
er ætluð hlutdeild í því kraftaverki að
boða fagnaðarerindið til ystu endimarka
jarðarinnar, ná öllum 153 fiskunum í netið!
bjarmi | júní 2017 | 9