Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2017, Síða 12

Bjarmi - 01.06.2017, Síða 12
Ilverjjir vorn iirísvar VIGFÚS INGVAR INGVARSSON Á jarðvistardögum Jesú Krists, á fyrstu öld okkar tímatals, voru ýmsar trúarhreyfingar innan gyðingdómsins í Palestínu sem þá var rómverskt skattland. Það heyrði að hluta til undir rómverskan landsstjóra en hluti landsins var undir leppstjórn Heródesar og ættmenna hans. í Gamla testamentinu er talað um þjóðina sem ísraelsmenn, sem raunar var lengst af skipt í tvö ríki: Konungsríkin ísrae! og Júda. Eftir að Kýrus Persakonungur leyfði hinum herleiddu íbúum (Jerúsalem féll um árið 586 f.Kr.) að snúa aftur (um 538 f.Kr.) og þeir tóku að endurreisa byggðir sínar, trú og menningu, er venjan að tala um þetta fólk sem gyðinga. ÝMSAR TRÚARLEGAR HREYFINGAR Meðal gyðinga þróuðust nokkrar trúar- hreyfingar með mismunandi áherslur hvað snerti trú og stjórnmál sem gjarnan blönduðust saman. Ein þeirra var svokallaðir saddúkear sem voru frekar tengdir yfirstéttinni og leiðandi mönnum (prestum) í musterinu. Þeir þóttu nokkuð hneigjast til þess sem á síðari tímum gæti kallast skynsemishyggja í trúmálum en sagt er að þeir hafi hvorki trúað á möguleika upprisu né engla. Þeir munu einnig hafa lagt áherslu á að halda góðum friði við rómversku hernámsyfirvöldin. Þá er t.d. vitað um hreyfingu sem kallaðist Essenar. Þeir voru mjög róttækir í skoðunum og tóku m.a. eindregna afstöðu gegn helgihaldinu í musterinu í Jerúsalem og trúarleiðtogunum þar. Essenar voru eins konar heimsflótta- og klaustrahreyfing sem sagði skilið við hið hefðbundna þjóðfélag en rústir af því, sem talið hefur verið miðstöð slíks hóps, eru þekktar norðvestur af Dauðahafinu. Handrit sem fundust á þessum slóðum, í hellum um miðja síðustu öld, eru talin vera úr bókasafni Essena. Alltaf voru að verða til trúarleg rit sem mörg hver voru útlegging á eldri og víðurkenndari ritum og mismunandi var hvaða trúarrit hreyfingarnar viður- kenndu. Ein hreyfingin var kölluð selótar eða hinir vandlætingarsömu. Þeir voru róttækir hernámsandstæðingar og hvöttu til vopnaðrar andstöðu gegn Rómverjum. Einn af postulum Jesú, Símon vandlætari, var bendlaður við þessa hreyfingu og e.t.v Barrabas en þessir menn voru stundum kallaðir ræningjar. f samstofna guðspjöllunum (Matteusar, Markúsar og Lúkasar) er alloft minnst á „fræðimenn" eða hina „skriftlærðu" samkvæmt eldri og líklega nákvæmari þýðingu. Þetta mun ekki hafa verið trúar- hreyfing eða skýrt afmarkaður hópur fólks en oft einhvers konar ritarar, aðstoðarmenn valdamanna ítrúarlegum og lögfræðilegum efnum en að gyðinglegri hefð fléttuðust þessar greinar saman.1 12 | bjarmi | júní 2017

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.