Bjarmi - 01.06.2017, Page 13
FARÍSEAR VORU LEIKMANNAHREYFING EN MARGIR ÞEIRRA
SINNTU RANNSÓKNUM Á HINUM HELGU RITUM OG KENNSLU OG
RÁÐGJÖF Á ÞEIM GRUNNI.
FARÍSEARNIR FJÖLMENNASTIR
En snúum okkur þá að hreyfingu farísea
sem var allfjölmenn og útbreidd á
dögum Jesú. Orðið farísear merkir „hinir
aðgreindu“eða „fráteknu". Það má segja
að þeir hafi farið bil beggja hvað varðaði
afstöðuna til Rómverja. Þeir töldu að
Guð hefði leyft hernámið vegna synda
þjóðarinnar og að það væri ekki mannaverk
að hrinda af sér oki þess. Þeir fyrirlitu
Rómverja vissulega sem heiðna kúgara en
á dögum Jesú töldu þeir það verk Guðs að
hnekkja veldi þeirra. Guð mundi frelsa lýð
sinn þegar lögmálinu væri hlýtt.
Farísear voru leikmannahreyfing en
margir þeirra sinntu rannsóknum á hinum
helgu ritum og kennslu og ráðgjöf á þeim
grunni. Farísear skiptust upp í fleiri „skóla“
sem gjarnan voru kenndir við þekkta
kennimenn (t.d. Shammai og Hillel sem
var frjálslyndari). „Skólarnir“ eða stefnurnar
höfðu svolítið mismunandi árherslur
við útleggingu (túlkunarhefð, halukah)
lögmálsins. Með lögmáiinu eðaTórah, eins
og það heitir á hebresku, er fyrst og fremst
átt við Mósebækurnar 5.
Lögmálið er í augum gyðinga ekki
aðeins lög og reglur í afmarkaðri merkingu
þessara orða heldur heilög kenning,
opinberun á vilja Guðs. Fræðimenn, og
þá fyrst og fremst úr hópi farísea, höfðu
myndað sterkar hefðir um túlkun ákvæða
lögmálsins og ritað margt þar um.
Allt var undir því komið að lögmálinu
væri hlýtt. Margir gerðu sér þó grein fyrir
að ekki væri hægt að búast við því að öll
þjóðin gengi til fullrar hlýðni við hin mörgu
og flóknu ákvæði lögmálsins. Til þess þurfti
bæði þekkingu og aðstæður sem alþýða
fólks naut sjaldan. Fjárhirðar á flakki um
hagann gátu t.d. ómögulega fylgt alls kyns
'Um nýrri rannsóknir á faríseum og fræðimönnum í N.t.,
í Quench not the Spirit, The Columba Press, 2005.
flóknum hreinsunarsiðum. Því mótuðust
þær væntingar að þó að aðeins einhver
hópur fólks uppfyllti lögmálið algerlega
þá mætti vænta þess að Guð gripi inn í
og bjargaði þjóðínni undan erlendri áþján.
Til þessa hlutverks töldu farísearnir sig
kallaða og þá jafnframt að hvetja almennt
til aukinnar hlýðni við boð Guðs.
En til að geta hlýtt lögum Guðs þá var
það í augum farísea frumatriði að vita hver
þessi boð og bönn væru og hvernig þau
skyldu túlkuð í margvíslegum aðstæðum
lífsins (Sjá 5. Mós 17.8-12). Þeir voru því
uppteknir við að skoða og skilgreina gömul
fyrirmæli og móta reglur um hvernig bæri
að heimfæra þessi ákvæði. Þessi laga-
eða reglutúlkun varð sífellt smásmugulegri
t.d. um það hvað gera skyldi ef reglur
stönguðust á í margbreytilegum aðstæð-
um daglegs lífs. Farísearnir voru mjög
uppteknir við reglur um mataræði
en þó alveg sérstaklega hvað snerti
hvíldardaginn sem var og er meðal gyðinga
laugardagurinn þ.e. frá sólsetri á föstudegi
til sólseturs á laugardegi. Þess má geta
að við eyðingu musterisins í Jerúsalem og
herleiðingu leiðandi hluta þjóðarinnar þá
óx áhersla á helgi hvíldardagsins. Áherslan
á heilagan stað færðist að nokkru yfir á
heilagan tíma.
EKKI SLÆMT FÓLK
Algengur misskilningur er að farísear
hafi verið slæmt fólk og Jesús þess vegna
lent i útistöðum við þá. Þvert á móti munu
farísear almennt hafa verið heiðarlegir og
vandaðir. Þeir voru trúaða fólkið í landinu
í augum flestra. En Jesús ásakar þá fyrir
að reyna að vinna sér inn hylli Guðs með
góðum verkum - treysta í raun á eigin
dyggðir fremur en náð Guðs. Hann áskar
sjá „Scribalism in the church", e. Wilfrid J. Harrington OP,
þá jafnframt fyrir að týna eiginlegum
tilgangi upphaflegu fyrirmælanna.
Einhverjir farísear gengu tíl liðs við
Jesú og nær einhliða neikvæð mynd af
þeím (einkum Matteus - Jóhannes ritar
um gyðinga í líkri merkingu) endurspeglar
að einhverju leyti síðari tíma átök á milli
gyðingkristnu safnaðanna og farísea um
túlkunarréttin yfir trúarlegu arfleifðinni.
Faríseana í Nýja testamentinu er eðlilegt
að skilja sem táknmynd hinna guðræknu
eða vissrar hættu á vegferð trúaðs manns.
Viðvörun til okkar gegn því að treysta í
reynd eigin gæsku, góðum verkum og
trúarlegu atferli.
í styrjöldum gegn Rómverjum, fyrst og
fremst á árunum 66-70 e.Kr., hurfu aðrar
gyðinglegar trúarhreyfingar af sjónarsviðinu
í Palestínu og styrjöldin 132-135 leíddi til
þess að gyðingar hverfa sem þjóð á þessu
landssvæði. Farísear taka höndum saman
um að bjarga arfleifðinni og þeir ganga t.d.
frá helgiritasafninu sem við köllum Gamla
testamentið (fundurinn í Jamnía árið 90)
í því formi sem við þekkjum í íslenskum
Biblíum á 19. og 20. öld. Stefna farísea lifir
áfram og um árið 200 e.Kr. má segja að
gyðingdómur og hreyfing farísea hafi verið
orðið eitt og hið sama.
Svipuð stefna er enn á okkar dögum
kjarninn í gyðingdómi (strangtrúaðra) og
enn glíma viðlíka fræðimenn við að túlka
gamlar reglur t.d. um hvað sé vinna og
þá hvað megi aðhafast á hvíldardegi. Það
hefur m.a. verið úrskurðað að það sé vinna
að stjórna vélum og því mega strangtrúaðir
gyðingar ekki styðja á lyftuhnapp á
hvíldardegi. Þetta hefur einhvers staðar
verið leyst með því að láta lyfturnar ganga
sjálfvirkt á hvíldardeginum og nema staðar
og opna fyrir fólki á öllum hæðum.
bjarmi | júní 2017 | 13