Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.06.2017, Page 17

Bjarmi - 01.06.2017, Page 17
SkilH með merkingum kirkjunnar í Kobe. í nánu samstarfi við lútherskar kirkjur og þeirra unglingastarf á Taiwan og í Hong Kong. Fjölmiðladeildin sér einkum um framleiðslu útvarpsdagskrár: Ljós fyrir hjartað. Hún er send út á þremur stöðum snemma dags og aftur endurtekin á laugardögum. Útvarp er vinsælt í Japan og gegnir lykilhlutverki í að miðla upplýsingum frá yfirvöldum og á neyðartímum s.s. eftir jarðskjálfta eða með flóðbylgjuviðvörunum. Traust á útvarpsfréttum virðist mikið. Þetta er eina lútherska kirkjan, af þeim fjórum sem eru í landinu, sem rekur útvarpsstarf. Starfið hófst upphaflega árið 1956 með stuðningi frá Ameríku og var breytt 1968. Boðið er upp á bréfanámskeið og nú er unnt að hlusta aftur á fræðsluna í síma eða á netinu þegar hverjum og einum hentar. 150 manns fylgja námskeiðinu daglega. Innan kirkjunnar er nú rætt um að ná víðar til fólks með hjálp annarra fjölmiðla sömuleiðis. Biblíuskólinn er rekinn með það markmið að læra um Biblíuna og styrkjast í trúnni. Skólinn var stofnaður 1950. Á undanförnu starfsári voru afar fáir nemendur en allt útlit er fyrir að fjölgi á næsta ári. Ein stofnunin er Hiruzen biblíubúðirnar. Þar hófst starfið sem landbúnaðarskóli en með minnkandi þörf og fækkun bænda var honum árið 1990 breytt í n.k. heilsársbúðir með gistiaðstöðu, fundarsölum, kapellu og fleiru. Þar eru í boði námskeið, ráðstefnur og sumarbúðir fyrir fjölskyldur. Markmiðið að boða fagnaðarerindið þeim sem þangað koma og dvelja. Á sumrin eru biblíuvikur með útivist og biblíufræðslu fyrir fjölskyldur, unglinga og ýmsa hópa. Margir hafa orðið fyrir varanlegum áhrifum af dvöl sinni í Hiruzen. Guðfræðiskólinn var stofnaður árið 1957. Þar eru nemendur tiltölulega fáir og í skoðun að hefja samstarf eða sameinast öðrum skóla eða skólum. Nemendur geta lokið viðurkenndu BA prófi frá skólanum en fara í framhaldsnám annað. Kirkjan metur þessar stofnanir mikils, þær eru hluti af kjarnastarfsemi kirkjunnar og varðveita og miðla áfram arfinum frá kristniboðunum, með áherslu á lifandi trú og vakningu, náðargjafir eru virkar og leikmenn með ábyrgð. FRAMTÍÐIN Starfið í kirkjunni og kristniboðarnir standa frammi fyrir ýmsum áskorunum. Starfsáætlunin leggur áherslu á aukinn þátt kærleiksþjónustu og barna- og unglingastarf. Markmiðið er einnig að auka sjálfstæði kirkjunnar og fjárhagslega sjálfbærni. Rætt er um að slá saman fræðslustofnunum og fjölmiðlastarfinu í Kobe. Við blasir að efla þarf barna- og unglingastarfið eigi kirkjan að lifa áfram og eflast er fram í sækir. Japanska þjóðin þarf á fyrirbæn að halda. Biðjum um að fagnaðarerindið verði skilið og meðtekið, að fólk hungri og þyrsti eftir lifandi brauði og lifandi vatni og að fólk eignist lifandi trú á frelsara okkar og Drottin, Jesú Krist. bjarmi | júní 2017 | 17

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.