Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2017, Síða 19

Bjarmi - 01.06.2017, Síða 19
afhjúpa - þegar það fær rangt sæti í lífi okkar. Ýmislegt gott getur auðveldlega orðið æðsta markmið lífsins. Ef það gerist mun það auðveldlega eyðileggja; ef ég næ aldrei markmiði mínu verð ég í rauninni aldrei ánægður eða sáttur. Það vita allir, sem hafa til dæmis starfsframa sem lífsmarkmið og hefur tekist að ná því. Og ef ég næ ekki markmiði mínu mun það sem ég leita aldrei bjarga mér. Þess vegna eru hjáguðir hinna kristnu og ómeðvitaðir guðir guðleysingjanna í raun og veru hinir sömu. Við löðumst að því sama og reynum sömu vonbrigði og svik. Hvað svo sem ég vonast eða sækist eftir þá mun það aldrei svala dýpsta þorsta lífsins. Aðeins Guð getur slökkt hann. Og þá skiijum við betur þriðju staðhæfinguna. Þess vegna gengur það upp að „lögmálið getur orðið að fagnaðarerindi." Boðorðið sem Guð gefur, „þú skalt ekki hafa aðra guði en mig,‘‘ er krafa sem getur orðið að gjöf, samkvæmt Lúther. Þegar ég leita hjáguðanna og verð fyrir vonbrigðum - því þeir lofa miklu en standa við lítið - og átta mig á því að til er Guð sem leitar mín, elskar mig, kemur nærri mér í Jesú Kristi, sem hefur greitt fyrir öll mín mistök og heimskulegu lífsmarkmið - þá er það lausn og sannarlega fagnaðarerindi að ég skuli ekki þurfa á öðrum guðum að halda við hlið hins eina sanna Guðs. Að vera minntur á hinn eina sanna Guð er fagnaðarerindi sem hinn kristni og guðleysinginn þurfa báðir á að halda. Með Guð sem hinn eina Guð í lífi mínu mun allt það góða sem Guð gefur og lætur mig þrá, fá sinn rétta sess. Starfsframi minn verður bara starfsframi, en hvorki sjálfsmynd mín eða líf. Eignir mínar verða bara eigur, en ekki markmið lífsins og tilgangur. Ég átta mig á því að ég get bæðí lifað með og án hins góða sem ég leita eftir, þegar ég á æðstu gæði lífsins: Samfélag við Guð í Jesú Kristi. Það gefur frelsi. Þýtt úr sænska blaðinu Budbáraren nr. 4 , 2017 og birt með góðfúslegu leyfi útgefanda, EFS. Þýðing: RG. Þýðing: Þorgils Hlynur Þorbergsson

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.