Bjarmi - 01.06.2017, Síða 20
Marteiim og
Katarína Lnther
SIGURJÓN ÁRNI EYJÓLFSSON
í siðbótarstarfi sínu stóð Lúther ekki einn,
heldur naut hann stuðnings fjölmargra. Þar
bar óneitanlega hæst stuðning eiginkonu
hans, nunnunar Katarínu frá Bóra.
Lútherska kirkjan minntist 500 ára afmælis
hennar 1999, en hún var fædd 29. janúar
1499 í Lippendorf. Hlutverki Katarínu frá
Bóra í siðbótinni hefur verið lítill gaumur
gefinn og á það ekki síst við um þá öld
sem nú er nýliðin. í þessari grein verður
fjallað um hjónaband þeirra Marteins og
Katarínu og hvernig þau börðust saman
fyrir framgangi siðbótarinnar.1
MUNKUR VERÐUR EIGINMAÐUR
Hversu afdráttarlaust líf Lúthers breyttist
á fáeinum árum getum við vart gert
okkur í hugarlund. Hann yfirgaf öryggi
munklífsins, steig inn í hringiðu þjóðmála
og varð að vissu leyti með áherslu sinni á
réttlætinguna af trú að miðpunkti sem allt
snerist um. Lúther tókst nefnilega það sem
keisarar og umbótasinnar fyrri alda gátu
aðeins látið sig dreyma um. Hann umbylti
miðaldasamfélaginu frá grunni, ekki með
stöðugri gagnrýni, heldurtókst honum með
kenningum sínum að leggja nýjan grundvöll
fyrir þjóðfélagið í heild og líf einstaklingsins.
Því má með nokkrum sanni segja að hann
sé upphafsmaður þess tímabils er kallast
nútími. Að einn maður í krafti kenninga
sinna geti áorkað svo miklu er erfitt að
skilja. En það er eins og samtíðarmenn
hans hafi gert sér fulla grein fyrir þessu því
þeir reyndu að safna saman öllu sem hann
skrifaði og sagði. Það gerðu þeir svo þeír
sjálfir og komandi kynslóðir gætu gert sér
sem skýrasta mynd af atburðum og áttað
sig á þeim nýja grundvelli sem þeir byggðu
líf sitt og þjóðfélag á.2
Það er því mjög spennandi að vita
hvernig Lúther sjálfur mat líf sitt og hvað
hann taldi mikilsverðast við þau umskipti
sem áttu sér stað. í einni borðræðu sinni
frá júní 1532 sker hann úr um þetta þegar
hann segir:
Guð veit að ég ætlaði ekki að setja svo
mikið af stað, eins og orðið hefur. Ég vildi
'Greinin birtist fyrst í Orðinu, Riti Félags guðfræðinema, 36. árg. 2001, bls. 51-63. Hér hefur efni verið bætt við í nokkrum neðanmálsgreinum.
2Fyrsta útgáfan af verkum Lúthers var gefin út í Wittenberg 1539. f tilefni af 400 ára afmæli Lúthers var árið 1883 byrjað að vinna að Weimar-útgáfunni (Weimarer Ausgabe,
skammstafað WA) og var þeirri vinnu lokið 2009. í Weimar-útgáfunni eru alls 127 bindi og um 80.000 blaðsíður. WA var upphaflega verkefni sem leitt var af nefnd á vegum
prússneska menntamálaráðuneytisins, en sfðan af Heidelberger Akademie der Wissenschaften. Útgáfan skiptist í eftirfarandi fjögur ritsöfn: 1. Borðræður Lúthers, 6 bindi
(skammstafað WATR); 2. Þýska Biblían, 15 bindi (skammstafað WA DB); 3. Bréf Lúthers, 18 bindi (skammstafað WA BR). 4. Rit Lúthers, 80 bindi (skammstafað WA). Öllum
ritsöfnunum fylgir ítarleg hugtaka- og nafnaskrá. Aðgengilegt yfirlit yfir verkið má m.a. finna á Wikipedia: https://de.wikipedia.org/wikiAA/eimarer_Ausgabe_(Luther). Bernhard
Lohse, Martin Luther - Eine Einfuhrung in sein Leben und Werk 3. útgáfa Munchen 1997, 221-226.
20 | bjarmi | júní 2017