Bjarmi - 01.06.2017, Page 33
Máttnr
fagnaðarermdiisiii§
breytir lifi íólk§ og
samfélagiim öllu
VIÐTAL VIÐ SÉRA NICHOLAS LOYARA FRÁ PÓKOT í KENÍU
RAGNAR GUNNARSSON
Nicholas Loyara frá Pókothéraði í Keníu
hefur tengst fslendingum og íslandi frá
því á unga aldri en hann fór sína fyrstu
ferð til fslands, og reyndar út fyrir Austur-
Afríku, í lok febrúar þar sem honum var
boðið að taka þátt í árlegri kristniboðsviku
Kristniboðssambandsins. Hann tók þátt í
fjölmörgum samverum, samkomum og
guðsþjónustum þá 10 daga sem hann
dvaldi hér.
Bjarmadrengi fýsti að vita meira,
meðal annars hvernig hann komst
til trúar.
íslenskir kristniboðar komu til Propoi í
Chepareria árið 1978. Stuttu eftir það
kynntist amma mín starfinu þar og komst til
trúar á Jesú Krist. Það olli straumhvörfum í
lífi hennar. Hún var með í kirkjustarfinu af lífi
og sál. Hún ræddi það þá við kristniboðann,
Skúla Svavarsson, hvort ekki mætti stofna
kirkju líka í Tolkoghin, efst á fjallsbrúninni
fyrir ofan Cheparería. Hann féllst á það. Afi
og amma gáfu jarðarskika undir kirkjulóð
og amma sparaði sér klukkutíma göngu
niður og aftur upp fjallið hvern sunnudag
og oftar ef meira var um að vera í kirkjunni.
Ég ólst upp hjá ömmu minni þar sem
mamma var dáin. Fyrir ömmu var.mjög
mikilvægt að hún hafði fengið að kynnast
og eignast trú á Jesú og það breytti lífi
hennar á margan hátt. Hún var ekki í vafa
um að við þyrftum líka að fá að kynnast
Jesú og fylgja honum. Til að þetta allt yrði
auðveldara lagði hún til við kristniboðana
að hafið yrði starf heima. Skúli heimsótti
Tolkoghin reglulega og síðan þeir Kjartan
og Ragnar. Stundum voru konur þeirra
með ef komið var yfir daginn og var þá
ekið hring upp á fjallið. Þegar ég var ungur
strákur man ég eftir Ragnari sem varð svo
sveittur á fjallgöngunni að hann fór úr að
ofan.
Ég var ásamt vinum mínum virkur í
barna-og unglingastarfi kirkjunnar og var
skírður í desember árið 1984. Það var
gaman að sjá myndir hér á íslandi hjá
Ragnari frá þeim tíma þegar hann skírði
mig og fleiri ÍTolkoghin.
Og síðan hefur ábyrgð þín vaxið
innan kirkjunnar?
Já, smám saman hefur ábyrgðin vaxið
og verkefnunum fjölgað. Ég var ekki
gamall þegar ég var valinn „öldungur" þó
svo ég væri varla fullorðinn. Þá var ég
sendur á aðalfund kirkjunnar sem fulltrúi
heimakirkjunnar minnar. Nokkrum árum
síðar var ég kallaður til að fara á námskeið
fyrir prédikara. Við sóttum námskeiðið
fimm vikur [ senn, tvisvar á ári, í fjögur
ár. Samtals var það eins og ársnám á
biblíuskóla. Við lærðum um Biblíuna, stök
rit hennar, trúfræði, siðfræði, kirkjusögu
og ýmsar hagnýtar greinar fyrir okkur sem
prédikara. Við þetta efldist ég og styrktist
bjarmi | júní 2017 | 33