Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.06.2017, Side 38

Bjarmi - 01.06.2017, Side 38
Xý bók 11111 safnaðar* uppb^ggingn HJÁLPAREFNI FYRIR NÁTTÚRULEGA Christian A. Schwarz safnaðaruppbyggingu Þrír litir þjónustunnar Ab uppgötva og nýta nábargjafir Alþjóblega metsölubókin um nábargjafir: 460.000 eintök seld Þrílita nábargjafakönnunin: Hvernig uppgötva má og nýta þaö sem Cuö hefur gefiö þér Þrenningaráttavitinn: Hvemig tengja má saman skuldbindingu, mátt og visku Uppfærb og endurskobub útgáfa Frí aögangsmerki, fyrir rafrœnu könnunina, fylgja Bókin Þrír litir þjónustunnar er komin út í samvinnu Samtaka náttúrulegrar safnaðar- uppbyggingar á íslandi og Skálholts- útgáfunnar. Hún er í flokki rita um svokallaða náttúrulega safnaðaruppbyggingu og er prentuð samtímis á fjölda tungumála. Þetta er ný útgáfa af eldri bók sem hefur verið aukin og endurbætt. Náttúruleg safnaðaruppbygging (NSU) er að slíta barnsskónum hériendis. Síðustu árin hafa söfnuðir átt þess kost að taka þátt í slíku verkefni. Efni á íslensku hefur þó verið takmarkað. Árið 2011 kom út bæklingurinn: Grunnatriði náttúrulegrar safnaðaruppbyggingar. Áður, eða árið 2002, kom út bókin Náttúruleg safnaðaruppbygging - Átta grunnþættir kröftugrar kirkju sem er almenn grunnbók um þetta verkefni eða verklag. Þessi nýja bók fjallar einmitt um einn þessara grunnþátta - eða gæðamarka - sem ákvarða heilbrigði safnaða, þjónustu sem tekur mið af náðargjöfum. Þetta er ein af átta bókum sem Þjóðverjinn Christian A. Schwarz hefur verið að skrifa um þessi gæðamörk. Þýðandi er Vigfús Ingvar Ingvarsson. Náttúruleg safnaðaruppbygging vinnur að heilbrigði safnaða með könnunum á stöðu þessara átta gæðamarka og ráðgjöf og aðstoð við að fjarlægja hindranir fyrir þeirri grósku sem Guð vill gefa. Söfnuður er hópur af fólki og varla er uppbyggingar að vænta í söfnuði nema fólk byggist upp og þjóni hvert öðru og þurfandi heimi af meiri mætti, trúmennsku og visku og samskipti verði kærleiksríkari. Þess vegna beinir bókin athyglinni að uppbyggingu einstaklinga en þó alltaf með félagslegt samhengi í huga. Náttúruleg safnaðaruppbygging bygg- ir á rannsóknum á þúsundum safnaða víða um heim, af ýmsum kirkjudeildum og í margvíslegu menningarlegu samhengi. Hún leggur áherslu á heilbrigði safnaða fremur en tölulegan vöxt. Hún tekur mið af líkingum Jesú um vöxt í ríki náttúrunnar sem læra megi af. Bóndinn sáir og vökvar en hann reynir ekki að knýja fram vöxt með því að toga í kornöxin. Ekki er almennt vænst aukins vinnuframlags leiðtoga safnaða en að kröftum sé í meira mæli beint að þeim verkefnum sem mestum ávexti skila. Nýja bókin leggur áherslu á að fólk í safnaðarþjónustu (og helst störfum almennt) „sé á sinni réttu hillu“ þ.e. starfi þar og á þann hátt sem náðargjafir (hæfileikar og áhugi) nýtast best. Þegar fólk nýtur sín í starfi verður árangurinn meiri. Bókin leggur lið við að uppgötva náðargjafir sínar og hjálpa öðrum til þess sama. Schwarz leggur áherslu á það sem kalla mætti þrenningarlega nálgun þ.e. að taka markvisst mið af þríeinum Guði - föður, syni og heilögum anda. í þessu samhengi notar hann oft liti: grænt sem vísar til þess sem tengist sköpuninni (og m.a. visku í bókinni), rautt vísar til Krists (krossins og skuldbindingar) og blátt vísar til heilags anda (og m.a. máttar). Eining guðdómsins er ekki sniðgengin þó að margvísleg þrískipting sé oft notuð til hagræðis.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.