Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.06.2017, Page 42

Bjarmi - 01.06.2017, Page 42
FRÁFALL Á hinn bóginn, ef fráfallið kemur yfir þau sem eru trúuð er ein ástæðan sú að margir reyna linnulaust að skilgreina Guð fræðilega, einhvers staðar ofar öllu, aðrir hafa gert úr honum kaldranalegan guð; sumir hafa gert Guð að múmíu á safni á meðan aðrir sjá hann sem prentað og líflaust orð sem þeir lesa eftir að hafa snúið Heilagri ritningu í sagnfræðirit. Á sama tíma hafa þeir gleymt að Guð og Orð hans eru lifandi og kröftug7 og starfa án afláts.8 „Þetta Orð sem er lifandi, hvernig dettur mönnum í hug að þeir geti jarðað Orð Mitt? TRÚIN hefur verið afbökuð þannig að hún líti út eins og ískyggileg örkumla skepna, þannig láta menn hana líta út, allt það sem er guðlegt og lifandi í dag hefur verið afbakað á þennan hátt til að láta þig flýja það, óttast það; hvers vegna viltu að Guð þinn sé þögull og dauður? Ég er lifandi og lifandi mun Ég starfa.“ 4.5.88 Frá því að við vorum sköpuð hefur Guð allsherjar sýnt okkur Óendanlega Ást sína og miskunn. En maðurinn hefur aldrei látið af að búa til heim án Guðs, hunsa Guð. Heimurinn er blindaður af framförum tækni og vísinda og varð sjálfum sér nógur, tók sér sæti Guðs, hunsaði hann og henti honum frá sér. Eitt sinn, í byrjun, sagði Faðirinn með hryggð: „Vandlát ert þú orðin, kynslóð.“ Siðferðisvitund og reisn mannsins er glötuð. Drottinn Jesús lítur á hjörtun með hryggð. Hvernig bregst hann við þessu? Viðbrögð hans eru að hann heldur áfram að leita að hjörtum okkar til að frelsa okkur vegna þess mikla kærleika sem hann ber til okkar. NÁND „Elskar þú Mig?“ spurði Guð mig eitt sinn. „Elskaðu Mig meira... en til þess að læra að elska Mig máttu ekki halda áfram að vera fjarri Mér, komdu nær Mér, hlauptu eins og barn til föður síns og talaðu við Mig frá hjarta þínu. “ Guð vill að við verðum náin honum en á sama tíma megum við ekki gleyma að hann er heilagur. í dag, á síðustu tímum, stígur Guð niður til að minna okkur á grundvöll okkar og hver uppruni okkar er og hverjum við tilheyrum. Guð minnir okkur á víð tilheyrum honum, konungi konunganna9, og við, við eigum uppruna okkar í konunglegri hátign10 og einn daginn, segir Guð, munum við ganga í konunglegum forgörðum himna11 með englum Hans. Þess vegna kallar Guð okkur til að minna okkur á hverjum við tilheyrum og býður okkur öllum inn í ríki sitt. ÞRENNINGIN „Gerðu heiminum kunnugt um Okkur og minntu þau á að Orð Guðs er lifandi og virkt; boðaðu Upprisinn Krist, sem er æðstur á alla vegu og yfir öiiu, og að Hann mun koma á ykkar dögum til að minna ykkur á Vonina og Fyrirheitið; boðaðu upprisinn Krist sem er nálægur á öllum tímum og er meðal ykkar en líka innra með ykkur; upprisinn Krist, sem er ríkur af náð og verður meira en veidissprotar og hásæti, og að í Guðdómi Hans er að finna vald sem er einstakt að hreinleika og óflekkað, almáttugt og kærleiksríkt gagnvart manninum; leiðbeindu þeim um leyndardómana sem er að finna í Mér en hvernig Ég opinbera þá til þeirra sem eru fátæk í anda og þeirra sem nálgast Mig með hreinleika hjartans; allt sem Ég vil opinbera mun verða opinberað fyrir Minn Heilaga Anda og þá munu þau þekkja Okkur sem Þrihelgan Guð í Heilögum Anda.“ 9.9.97 BLÍÐLYNDI FÖÐURINS „Segðu þeim að Ég sé Blíðasti Faðir; segðu þeim; segðu þeim hvernig Ég legg Mig fram við að ná til þeirra, núna; Kærleikurog Trúfesti stíga niður tii að umfaðma ykkur öll, til að endurnýja ykkur, endurlífga ykkur, og lyfta ykkur upp úr sinnuieysinu sem þekur þessa jörð; segið ekki að Ég sé offjarlægur til að nálgast, ósnortinn af eymd ykkar og ómóttækilegur fyrir hrópum ykkar (...) Ég er reiðubúinn að fyrirgefa ykkur fyrir Blóðið sem Sonur Minn úthellti og fyrir Fórn Hans, ef þið leyfið Orðum Mínum að ná til hjartans; Ég sem skapaði ykkur í kærleika spyr ykkur: mun Ég heyra iðrunarhróp ykkar?..." 7.12.92 En þrátt fyrir brýnt kall miskunnar Guðs sem býður manninum að snúa aftur til sín, heldur heimurinn í sinnuleysi sínu og tómlæti áfram að ganga fram í eigin mætti og hunsa Guð. Sumir eru jafnvel hræddir við að nálgast Guð. Drottinn hrópar til allra að iðrast: „Hver sá sem hefur gert rangt, komdu! Komdu og auðmýktu þig og iðrast, svo að Augu Mín megi gleðjast yfir þér; hver sá sem ekki lifir helguðu lífi, komdu! Komdu til mín og iðrast! Ég mun gefa þér nýtt hjarta12; hver sem enn er bundinn heiminum, hrópaðu til Mín og biddu Mig um að losa hlekki þína!" 4.8.96 Samt hunsar fólk þessi hróp Drottins okkar með vantrú. Drottinn er sannarlega reiðubúinn að hjálpa okkur. En maðurinn er dýpst í sjálfum sér óhamingjusöm vera sem leitast við að fylla sjálfan sig með sífellt fleiri efnislegum hlutum en sama hve mikið hann fyllir sig með veraldlegum hlutum fyllir hann sjálfan sig tilgangsleysi, tómleika á meðan sál hans skrælnar smátt og smátt. Jesús sagði: „Þú verðurað lifa einlægu, sönnu lífi í Guði; láttu sérhverja hugsun þína snúast um himneska hluti; kenndu öðrum að hugsa um Guð, að tala um Guð og að þrá Guð, þá munu þau komast að raun um að Guð er Líf, Gleði og Himneskur Friður. “ 18.8.94 7Heb 4.12: Því að orð Guðs er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði og smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar, það dæmir hugsanir og hugrenningar hjartans. 8Jóh 5.17: En hann [Jesúsj svaraði þeim: „Faðir minn starfar til þessarar stundar og ég starfa einnig." 9Dan 2.47 og 1Tím 6.15. 101 Pét 2.9: En þið eruð „útvalin kynslóð, konunglegur prestsdómur, heilög þjóð, eignarlýður1'. Post 17.29: Fyrst við erum nú Guðs ættar... "Sálm 84.3, 96.8,100.4 tala um forgarða Drottins. ,2Esk 18.31 og 36.26 42 | bjarmi | júní 2017

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.