Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.06.2017, Qupperneq 44

Bjarmi - 01.06.2017, Qupperneq 44
okkar, eiginhagsmunum, og erum skuldug syndinni, þá mun Heilagur andi hörfa frá okkur. Glas fullt af stöðnuðu vatni tekur ekki við fersku vatni. Við verðum fyrst að losa okkur við fúla vatnið. Á sama hátt verðum við að tæma okkur af synd - iðrast með Guðs hjálp - til að Guð geti fyllt okkur af anda sínum. HÉR ERU ORÐ FRÁ GUÐI UM HEILAGAN ANDA: „Heilögum anda mínum má líkja við brúðguma sem birtist á ykkar tímum til að biðla til ykkar, laða ykkur til sín og ganga að eiga ykkur. Heilagur andi minn er lagður eins og dýrmætur hornsteinn í hjarta ykkar, til að vera hornsteinn trúar ykkar, vonar ykkar, kærleika ykkar og þrár ykkar til min sem er Guð ykkar. Já, Heilagur andi minn er lífgefandi uppspretta: hann er innri kraftur ríkis míns og reisir upp lærisveina viskunnar. “ 23.12.93 „Komið nær mér og ég mun blása ykkur ódauðleika í brjóst,22 endurlífga sál ykkar að hún verði snortin af dýrð minni, sækist eftir henni og andi henni að sér til þess að þið tilheyrið ekki framar sjálfum ykkur heldur Honum sem færir ykkur til einingar við einingu okkar. Segðu ekki: „Á ég, syndarinn, að þora að sækjast eftir Ijósinu sem enginn hefur aðgang að nema dýrlingarnir?" Ef þú trúir því í alvöru að þú sért syndari, eins og þú segir, og óverðug gjafa minna, mun það sem er ómögulegt verða mögulegt. Ég mun tendra í þér bál án tafar sem gagntekur þig og brennir til grunna allt sem ekki er af mér. Sfðan mun ég skipta út öllu því sem hindraði aðgengi mitt að þér fyrir Hann sem þú hélst að væri ómögulegt að nálgast. Hann mun vera Ijós augna þinna, hvati veru þinnar, hreyfiafl hjarta þíns, tjáning orða þinna, hlátur þinn og gleði, konunglegt skart sálar þinnar, vörður anda þíns; Hann mun vera bróðirþinn, systirþín og þinn trúfasti vinur. Hann mun vera veisla þín, hlaðborð þitt, falinn fjársjóður, perlan, lofsöngur þinn til lofsöngsins, amen þitt við ameninu, fyrirheitna landið og grundvöllur allra dyggða sem Hann mun greypa sitt heilaga nafn á. “ 9.1.96 STÖÐUG BÆN Þegar Guð sagði við mig að ég ætti að biðja án afláts hló ég bara og sagði: „Ég þarf nú líka að sinna fjölskyldunni, elda og fara í búðina, hvernig á ég að geta legið stanslaust á bæn?“ Þá gaf Guð mér skilning á því að stöðug bæn merkir ekki að vera á hnjánum allan sólarhringinn heldur að finna þessa þrá í hjarta sínu, þrá og löngun eftir nærveru Guðs. Við erum öll kölluð til að biðja. Heilög Guðsmóðir biður okkur um að auka bænir okkar fyrir sinnaskiptum þessa heims. Bæn sem kemur frá hjarta okkar, segir Drottinn, ber strauma trúnaðartrausts og hana heyrir Guð. Þegar við biðjum fyrirfólki sem við þekkjum ekki einu sinni jafngildir það því að þú úthellir þínu eigin blóði því að slík bæn líkist kærleika Krists sem var án nokkurra eiginhagsmuna. Þess vegna er mesta þjónusta sem þú getur veitt Guði að færa honum aftur eina sál. „Biðjið án afláts;24 Ég þekki þarfir þínar jafnvel betur en þú sjálf og jafnvel áður en þú biður Mig þekki Éa hiarta bitt: komdu fram fyrir Mig í bæn í öllum aðstæðum, biddu um að bætt verði fyrir skort á bænum á þessari jörð; láttu bænir þínar vera alvæpni25 þitt sem skvlir bér frá öllu því illa sem reikar um^ í krina um bia. afvopnaðu illa andann með ást. láttu kærleika vera voon bitt. láttu frið vera ritaðan á enni21 þitt svo að allir aeti séð bað." 5.4.89 Að biðja án afláts er að vera í fullkominni einingu við Guð, það er að lifa ævarandi í Guði og að Guð lifir ævarandi í þér. Það er þegar þú þráir Guð, þig lengir og þyrstir eftir Guði allan daginn. Það er þegar sái þín er laus undan öllu sem heimurinn hefur að bjóða og hugur þinn, hjarta þítt og sál þín leita og þrá aðeins himneskan veruleika. Bæn án afláts er þögul bæn, hún er samtal hjarta við hjarta án orða eða orðræðu, um er að ræða er íhugandi bæn og á sama tíma að lifa æðsta boðorð Guðs.28 „Svörin við vandamálum þínum er að finna í stöðugri bæn;29 láttu hana vera vopn þitt, biddu með hjarta þínu, talaðu við Guð á þennan hátt, Satan flýr í hvert sinn sem þú kallar á Guð með ást.“ 2.8.91 UPPGÖTVAÐU GUÐ í ÞÖGN Guð þarfnast þess að við séum hljóð og auðmjúk og við þörfnumst þagnar til að mæta Guðí, því við njótum nærveru Guðs í þögninni. Já, Guð kallar okkur með ákefð að finna sig að nýju í þögninni, eins og Jesús sagði við mig í byrjun: „Drekktu í þig Frið Minn og mettaðu hjarta þitt í þessari þögn, njóttu þessara náðarstunda og drekktu í þig sætleikann sem Drottinn þinn býður þér.” 2.11.97 Við verðum að læra að vera hljóð og taka okkur hvíld í Guði. í þeirri þögn munum við eiga persónulegt stefnumót við Guð og sál okkar mun njóta gleði í návist Drottins31 og við tjáum ást okkar til hans með aðdáun sem dætur óg synir. Það er því ekki í gegn um stofnanir og stjórnsýslu sem Guð opinberar okkur sjálfan sig, heldur aðeins fyrir nálgun í þögn og íhugun sem hann opinberar Óendanlega Ást sína til okkar. AÐ ÞEKKJA OG SKILJA GUÐ Guð vill að við bekkium sig og skiljum 22Sbr. IMós 2.7: ...og blés lífsanda [ nasir hans. Þannig varð maðurinn lifandi vera. Esek 37.9: Kom, andi, úr áttunum fjórum og blás á þessa vegnu menn svo að þeir lifni við. Jóh 20.22: Og er hann hafði sagt þetta andaði hann á þá og sagði: „Meðtakið heilagan anda...“ 23Sbr. Jóh 17.20-23: að þeir séu eitt, eins og við erum eitt... 241Þess 5.17. 25Ef 6.11 26Sbr. Job 1.7 og 2.2 27Sbr. 2Mós 28.36-38 28Matt 22.34-40 29Kól 4.2: Verið stöðug í bæninni, vakið og biðjið með þakkargjörð “Sálm 69.14: En ég bið til þín, Drottinn, á stund náðar þinnar... Sbr. 2Kor 6.2: hagkvæm tfð, hjálpræðisdagur 31Sálm 37.4 og Post 2.28: Návist þín fyllir mig fögnuði 44 | bjarmi | júní 2017

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.