Bjarmi - 01.06.2017, Side 47
til alls heimsins. Um er að ræða árlegan
viðburð síðasta laugardag maímánaðar.
Nánar má fræðast um hvað þetta snýst á
GlobalOutreachDay.com og lindin.is.
AGAPE TIL ÍSLANDS
Agape International, eða Campus
Crucade for Christ vinnur þessa mánuðina
að því að festa rætur á íslandi. Eins og
seinna nafnið bendir til er einkum um að
ræða kristilegt starf meðal stúdenta sem
unnið er á samkirkjulegum grunni. Fulltrúar
samtakanna frá Lettlandi og Frakklandi
hafa dvalið nokkrar vikur á landinu á liðnu
ári og reyna að fylgja tengslum sínum eftir
í samráði við kirkjur og kristilega starfsemi
á íslandi.
í tengslum við bæði Hátíð vonar árið
2013 og Kristsdaginn 2014 voru heilmikil
tengsl við CCFC í Sviss sem meðal annars
lögðu sitt fram til að gera þessa atburði
mögulega en umsjón þeirra var ( höndum
svokallaðs Friðrikskapelluhóps.
HILLSON LONDON MEÐ
TÓNLEIKA
í haust er von á tónlistar- eða lofgjörðarteymi
Hillson kirkjunnar í London og er ætlunin
að halda tónleika með þeim í Háskólabíói
13. október. Miðasala á midi.is fór vel af
stað í byrjun júní og langt komið með að
selja þá 900 miða sem í boði eru.
BREYTINGAR í KÓPAVOGI
Ýmsar breytingar hafa orðið á landslagi
frjálsu safnaðanna á liðnum árum.
Trúfélagið Krossinn heitir í dag Smárakirkja.
Fasteign Smárakirkju og áfangaheimilisins
við Hlíðasmára í Kópavogi var seld á liðnu
ári og er nú óðum verið að breyta því í hótel.
Smárakirkja fékk aðstöðu í Hjallakirkju fyrir
samkomur í vetur en frá apríl á þessu ári
hafa þau verið með sínar samkomur að
Víkurhvarfi 1.
Ýmsar breytingar hafa orðið á trúfélaginu
Veginum við Smiðjuveg í Kópavogi á liðnum
tveim árum. Vegna fjárhagsstöðu kirkjunnar
var ekki stætt á að hafa Högna Valsson
lengur á launaskrá. Kristilegu samtökin
United Reykjavík fengu inni í húsnæði
Vegarins og fjölgaði fólki úr þeim hópi innan
raða safnaðarins og áhrif þess um leið. Nú
hefur orðið þónokkur breyting á samsetningu
forystunnar. Sum úr hópi trúfastra „Vegara“
í áraraðir kusu að yfirgefa kirkjuna og mörg
þeirra eru komin yfir í Fíladelfíu. Aðrir sem
verið hafa virkir í langan tíma sitja enn áfram
og gegna forystu innan safnaðarins. Hálfdán
Gunnarsson prentsmiður er forstöðumaður
Vegarins í ólaunuðu starfi.
VAXANDI OFSÓKNIR í INDLANDI
Árásum á kristið fólk í næstfjölmennasta
landi veraldar, Indlandi, virðist fara fjölgandi.
Skráð tilfelli um ofsóknir fyrstu fjóra mánuði
ársins voru 316 samkvæmt upplýsingum
kristniboðssamtakanna Opnar dyr. Að baki
standa yfirleitt harðlínuhindúar sem hafa
ráðist gegn fullorðnu fólki jafnt sem börnum
á götum úti, með hnefum og sverðum
og lagt eld að byggingum. Oft er lítið um
viðbrögð af hálfu lögreglu og fáir kæra sig
um örlög þeirra lægst settu í landinu. (Tro
og mission nr. 10, 2017)
ÞRENGT AÐ KRISTNU FÓLKI í
RÚSSLANDI
Við fall járntjaldsins svokallaða árið 1991
batnaði trúfrelsi til muna í Rússlandi og
hefur það verið virt að miklu leyti. f fyrra voru
hins vegar sett ný lög sem þrengja að starfi
trúarhópaog minni trúfélaga. Þáeru hömlur
settar á umsvif kristniboða og prédikara
sem koma utan frá. f stuttu máli má segja
að ný lög komi niður á öllum trúfélögum
nema rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni.
Markmiðið er sagt vera að koma í veg
fyrir starf harðlínumúslíma og öfgahópa
en lögin koma niður á mörgum öðrum í
leiðinni m.a. evangelísku fólki í landinu.
Áherslan á rétttrúnaðarkirkjuna og vaxandi
vinsældir hennar á liðnum árum er í takt
við vaxandi þjóðernishyggju sem svo aftur
bitnar beint og óbeint á mótmælendum
sem eru taldir vera um 1% þjóðarinnar.
(Utsyn nr. 7, 2017)
DEKKRA ÚTLIT í TYRKLANDI OG
INDÓNESÍU
Tyrkir samþykktu í apríl þónokkrar
breytingar á stjórnarskrá landsins. Sumir
óttast að ríkið sé að færast í vaxandi mæli í
átt frá lýðræði, sem geti með tímanum lent
á trúarlegum minnihlutahópum, eins og
kristnu fólki.
Eins eru breytingar fyrirsjáanlegar í
Indónesíu sem hefur haft umburðarlyndi
gagnvart öðrum trúarbrögðum en íslam á
stefnuskránni. Fólk sem tilheyrir trúarlegum
minnihlutahópum eða litlum þjóðarbrotum
getur ekki lengur gegnt mikilvægum
embættum ( stjórn landsins. Sérfræðingar
á sviði ofsókna á hendur kristnu fólki fylgist
vel með framvindu mála í þessum tveimur
löndum. (Ápne Dorer 6/2017)
bjarmi | júní 2017 | 47