Bjarmi - 01.06.2017, Side 48
í UMSJÁ MAGNÚSAR VIÐARS SKÚLASONAR
Jón nágranni kyssir alltaf
konufia sína á hverjum degi áður
en hann fer til vinnu, af hverju
gerir þú það aldrei?
Elskan mín, af hverju
ætti ég að gera það?
Ég þekki hana ekki neittl
TILBOÐ SEM ER HÆGT AÐ HAFNA
Eitt sinn var nokkuð sérvitur milljónamæringur
sem hafði það að áhugamáli að safna
krókódílum. Hann safnaði þeim í áranna rás í
tjörn sem hann var með á búgarðinum sínum
og hugsaði hann vel um skepnurnar enda
var hann mjög hrifinn af þeim.
Eitt árið ákvað hinn sérvitri milljóna-
mæringur að halda stóra og mikla veislu að
sumri til. Bauð hann öllum úr nærsveitum,
vinum, ættingjum og kunningjum þannig
að úr varð ein stærsta og fjölmennasta
veisla í manna minnum.
Mannfjöldinn hafði safnast saman á
jörðinni hjá manninum en allir pössuðu sig
þó að fara ekki of nálægt tjörninni þar sem
krókódílarnir voru til sýnis.
Þegar allir gestirnir voru komnir þá
stóð milljónamæringurinn upp á svið sem
þarna var og þakkaði öllum fyrir komuna.
Hann bar siðan upp tillögu að áhugaverðu
veðmáli ef einhver í hópnum hefði áhuga
á því: „Eins og þið sjáið og vitið þá hef ég
mikið dálæti á krókódílum og því legg ég
það til að ef einhver hér í hópnum hefur
nægilegan kjark til þess að synda yfir
tjörnina endilanga og komast á bakkann
hinum megin þá skulda ég viðkomandi
eina milljón króna.“
Um leið og maðurinn hafði sleppt
orðinu þá heyrðist busiugangur og einhver
var kominn í tjörnina. Það sást greinilega
að þetta var ungur maður þrátt fyrir þá
miklu skræki sem komu frá honum þegar
hann þreytti sundið af lífs og sálarkröftum.
Tjörnin var nokkuð stór og það tók því
unga manninn nokkrar mínútur að synda
yfir en það tókst á endanum og komst
hann upp á tjarnarbakkann, rennvotur,
nokkuð lemstraður en heill á húfi með alla
útlimi heila.
Milljónamæringurinn starði á hann og
gapti en sagði síðan: „Ja hérna, þetta tókst
þér og með þvílíkum tilþrifum. Ég þarf nú
víst að standa við veðmálið og greiða þér
upphæðina."
Ungi maðurinn sagði þá móður og
másandi: „Mér er alveg sama um upp-
hæðina, ég vil bara finna þann sem hrinti
mér út í tjörnina!"
Á FERÐ UM ÓKUNN LÖND
Maður nokkur var staddur í viðskiptaferð
í Síle. Ferðin hafði tekið langan tíma og
hafði hann dvalið þar í landi í nokkra
daga í viðskiptaerindum. Hann kunni ekki
spænsku og hafði því þurft að reiða sig á
aðstoð túlks nokkurs sem þar var á vegum
fyrirtækisins sem hann var að semja við.
Mikið hafði gengið á þennan daginn og því
ákvað maðurinn að hann þyrfti á andlegri
næringu að halda og hélt því af stað út af
hótelinu í leit að kirkju.
Þegar maðurinn hafði gengið dágóðan
spöl þá kom hann að stórri kirkju og
greinilegt var að þar var að hefjast messa
miðað við þann fjölda sem streymdi að
kirkjunni. Hann ákvað að láta slag standa
og gekk rakleiðis inn í kirkjuna. Þegar
hann kom þar inn þá var þétt setið á öllum
bekkjum en eins og oft vill verða þá voru
laus sæti á fremsta bekk. Maðurinn settist
þar við hliðina á einum miðaldra manni sem
þar sat. Þar sem hann kunni varla stakt
orð í spænsku þá ákvað hann að fylgja
sessunauti sínum í aðgerðum svo að hann
liti þó allavega út fyrir að vera í takt við það
sem væri í gangi í messunni.
Messan hófst og þegar miðaldra
maðurinn fór að klappa þá klappaði
ferðalangurinn okkar einnig. Þegar hann stóð
upp þá stóð okkar maður upp líka og þannig
gekk þetta alla messuna. Maðurinn fann
hvernig nærvera Drottins var sterk þarna í
messunni og hvernig streitan rann hreinlega
úr honum við að taka þátt I messunni.
Þegar presturinn hafði lokið við
prédikunina þá var eins og hann væri
að lesa einhverjar tilkynningar og hvað
væri á dagskrá hjá söfnuðinum í vikunni.
Svo gerðist það við eina tilkynninguna að
miðaldra maðurinn stóð upp. Okkar maður
beið ekki boðanna og stóð einnig upp þar
sem hann hélt að messan væri að klárast.
Það mátti heyra saumnál detta í kirkjunni
og andköf nærstaddra voru nokkuð Ijós.
Ailir horfðu á manninn og hann horfði í
kringum sig og leit til prestsins. Presturinn
gapti og fór manninn að gruna að hann
hefði eitthvað hlaupið á sig þarna þannig
að hann settist niður.
Að messu lokinni gekk maðurinn út á
eftir öðrum messugestum og tók (höndina
á prestinum á leiðinni út. Presturinn spurði
hann þá á ensku hvort hann skildi nokkuð
stakt orð í spænsku. Maðurinn svaraði
hálf skömmustulega neitandi og hvort það
hefði verið svona áberandi í messunni.
Presturinn svaraði: „Já, það var
nokkuð augljóst enda var ég að tilkynna
söfnuðinum að Acosta-fjölskyldunni hefði
fæðst lítið barn og ég bað föðurinn um að
rísa úr sæti svo söfnuðurinn gæti heiðrað
hann.“