Fréttablaðið - 09.02.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.02.2022, Blaðsíða 8
Átökin í austurhluta Úkraínu eru á suðupunkti. Leiðtogi úkraínskra aðskilnaðarsinna segir stríð geta brotist út á hverri stundu en um 100.000 rússneskir hermenn dvelja nú við úkraínsku landamærin. Bandaríkjaforseti hótar hertum aðgerðum ráðist Rússar inn í Úkraínu. ninarichter@frettabladid.is ÚKRAÍNA Í október 2021 hófu Rússar að f lytja hermenn og herbúnað nærri landamærunum að Úkraínu og endurvekja áhyggjur alþjóða- samfélagsins af hugsanlegri innrás. Gervihnattamyndir og færslur á samfélagsmiðlum frá nóvember og desember 2021 sýndu flutning her- klæða, eldflauga og annarra þunga- vopna á leið frá Rússlandi til Úkra- ínu án nokkurra opinberra skýringa rússneskra stjórnvalda. Í desember voru fleiri en hundrað þúsund rússneskir hermenn sendir að landamærunum og bandarískir leyniþjónustumenn vöruðu við því að Rússar gætu verið að skipuleggja innrás í Úkraínu í byrjun árs 2022. Um miðjan desember 2021 gaf rússneska utanríkisráðuneytið út kröfur sem fólu í sér bann við inn- göngu Úkraínu í Atlantshafsbanda- lagið og krafðist þess að herlið bandalagsins drægi sig til baka frá svæðinu. Bandaríkin og önnur aðildarríki NATO höfnuðu þessum kröfum og vöruðu Rússa við hefndum ef ráðist yrði inn í Úkraínu, meðal annars í formi efnahagsþvingana. Síðasta útspil í þeim efnum var hótun Joes Biden Bandaríkjaforseta, í opinberri heimsókn nýs kanslara Þýskalands til Washington í gær. Þar sagði Biden við fjölmiðla að ekkert yrði af gasleiðslu milli Þýska- lands og Rússlands, ef Rússar afréðu að ráðast inn í Úkraínu. Aðildarríki NATO hafa að auki sent heraðstoð til Úkraínu, þar á meðal handvopn og önnur varnarvopn. Formaður Donetsk-aðskilnaðar- hreyfingarinnar, Denis Pushilin, sem nýtur stuðnings Rússa, sagði á mánudag að stríð gæti brotist úr á hverri stundu og herlið hans gæti þurft að leita til Moskvu eftir stuðningi. Hann sagði mjög miklar líkur á mannskæðu stríði, en sagði við sama tækifæri hreina „bilun“ að óska eftir slíkri framvindu. „Við treystum á okkar eigin herafla, án þess að útiloka mögu- leikann á því að þurfa að sækja stuðning til Rússa ef Úkraínumenn, með stuðningi Vesturlanda, fara yfir ákveðin mörk,“ segir hann í samtali við fréttaveitu Reuters. Opinber gögn frá stjórnvöldum í Kænugarði segja fimmtán þúsund manns, óbreytta borgara og her- menn, hafa látist í átökunum frá árinu 2014. Pushilin sagði við sama tækifæri að aðskilnaðarsinnar væru ekki jafn vel búnir hergögnum og sér í lagi þegar kæmi að búnaði til loftárása, þar sem Úkraínumenn byggju yfir tyrkneskum drónabúnaði. Rússnesk yfirvöld hafa skilgreint stríðið í Úkraínu sem innanríkismál og hafa lýst ástandinu sem borgara- stríði sem Rússar eigi enga aðild að. Talsmaður utanríkisráðuneytis Á barmi þess að stríð brjótist út Formaður Do- netsk-aðskiln- aðarhreyfingar- innar, Denis Pushilin, sem nýtur stuðnings Rússa, sagði á mánudag að stríð gæti brotist út á hverri stundu og herlið hans gæti þurft að leita til Moskvu eftir stuðningi. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Samgöngur úr skorðum vegna veðurofsa Það er á fleiri stöðum en á Íslandi sem samgöngur hafa farið úr skorðum vegna veðurs. Það átti svo sannarlega við á Filzi-stræti í Mílanó á Ítalíu í gær þar sem borgarstarfsmenn unnu hörðum höndum að því að fjarlægja stórt tré sem kom í veg fyrir að ein af léttlestum borgarinnar kæmist leiðar sinnar. Samkvæmt veðurstofu Ítalíu fór vindurinn upp í 20 metra á sekúndu í hviðum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Úkraínu er á öndverðum meiði og segir að það séu fyrst og fremst Rússar sem hafi átt í stríði í austur- hluta landsins síðustu átta ár. Heimildarmenn Reuters hafa eftir úkraínskum stjórnvöldum að Rússland hafi lagt til tvö þúsund manna heraf la til viðbótar við þrjátíu og fimm þúsund manna her aðskilnaðarsinna í austurhlutanum. Aðgerðir Rússa hafa vak ið áhyggjur af frekari fyrirætlunum þeirra annars staðar í Austur-Evr- ópu. Innrás Rússa í NATO-ríki mun umsvifalaust kalla á hörð viðbrögð frá Bandaríkjunum. Átökin í Úkraínu hafa þannig aukið gríðarlega á spennu í sam- skiptum Bandaríkjanna og Rúss- lands og munu stigmagnast ef Rússar gera innrás í Úkraínu eða önnur NATO-ríki. Sérfræðingar segja átökin einn- ig sverta horfur á samstarfi annars staðar, þar á meðal varðandi hryðju- verk, vopnaeftirlit og pólitíska lausn í Sýrlandi. n Við treystum á okkar eigin herafla án þess að útiloka möguleikann á því að sækja stuðning til Rússa. Denis Pushilin, formaður Donetsk-aðskilnaðarhreyfingar- innar Benedikt XVI., fyrrverandi páfi. hjorvaro@frettabladid.is VATÍKANIÐ Benedikt XVI., fyrrver- andi páfi kaþólsku kirkjunnar, sem sinnti því embætti frá 2005 til 2013, vísar þeim ásökunum til föðurhús- anna að hann hafi haft vitneskju um að prestur sem starfaði undir hans stjórn árið 1980 hafi beitt sóknarbörn kynferðislegu ofbeldi. Tíð Benedikts, sem er 94 ára gam- all, í páfaembætti, var lituð af fjölda ásakana í garð presta kaþólsku kirkjunnar um kynferðisof beldi gegn sóknarbörnum. Nú beinast sjónir að embættistíð hans sem erkibiskups í München og Freising frá 1977 til ársins 1982. Í síð- asta mánuði kom út skýrsla nefndar á vegum kaþólsku kirkjunnar. Þar komu fram ásakanir um fjögur kynferðisbrot gegn börnum og tvö þeirra voru í tíð Benedikts í embætti. Benedikt hefur áður staðfest að hann hafi setið fund þar sem mál- efni prests voru til umræðu en þar hafi brot hans hins vegar ekki verið rædd. Fundarefnið hafi verið að ræða um leyfi prestsins frá störfum til þess að gangast undir einhvers konar meðferð við vandamálum sínum. „Ég biðst afsökunar á þeim mis- vísandi upplýsingum sem hafa komið fram um fundinn og þá vitneskju sem ég fór með út af fundinum. Þá vil ég nota tækifærið og biðja öll fórnarlömb kynferðis- brota þjóna kirkjunnar innilegrar afsökunar,“ segir Benedikt. n Fyrrverandi páfi biðst afsökunar benediktboas@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Aðgengi að lyfinu Naloxon í nefúðaformi hefur verið aukið og verður nú til reiðu í sjúkra- f lutningsbílum og hjá Frú Ragn- heiði. Lyfið er notað þegar þörf er á tafarlausri neyðarmeðferð vegna ofneyslu ópíóíða sem valdið getur öndunarstoppi og dauða. Á fyrstu sex mánuðum síðasta árs voru 24 lyfjatengd andlát skráð og hafa þau aldrei verið fleiri. Kompás greindi frá og hafði upplýsingar um að 21 þúsund Íslendingar væru langtíma notendur ávanabind- andi lyfja og eru lyfjatengd andlát algengust hér á Norðurlöndunum. Víða erlendis hafa stjórnvöld brugðist við faraldri ópíóíðaneyslu með því að auka aðgengi að lyfinu og er með þessum aðgerðum verið að fylgja því fordæmi. n Naloxon verður nú í sjúkrabílum Neyðarlyfið Naloxen verður nú til taks í Frú Ragnheiði.. 8 Fréttir 9. febrúar 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.