Fréttablaðið - 09.02.2022, Blaðsíða 23
Þannig fær hótelið
rafrænan hótel-
stjóra til liðs við sig og
framkallar með því
aukið svigrúm til að
sinna gestunum betur og
leggja meiri áherslu á að
auka sölu, sem skiptir jú
mestu máli í rekstri
hótela.
Katrín Magnúsdóttir
Hugbúnaðarfyrirtækið Godo
er í fararbroddi þegar kemur
að tækniþróun íslenskrar
ferðaþjónustu og sífellt bæt-
ast við ómissandi lausnir.
„Bókuð gistinótt er hryggjarstykki
allrar þróunar Godo,“ segir Katrín
Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri
Godo sem stofnað var árið 2013 og
hefur undanfarinn áratug verið
leiðandi fyrirtæki í tækniþróun
íslenskrar ferðaþjónustu.
Á undanförnum árum hefur
krafan um sjálfvirknivæðingu
orðið sífellt háværari og snýst í
grunninn um meðferð bókana hjá
gististöðum.
„Hótelbókunarkerfi nútímans
þurfa að búa yfir ýmsum teng
ingum þannig að handavinna við
bókanir, verðstýringu og annað sé
í algjöru lágmarki. Godo Prop
ertyhótelkerfið okkar er þannig
beintengt við öll helstu bókhalds
kerfin, alla greiðsluhirða sem
starfa á Íslandi, ásamt tengingu við
Hagstofu Íslands, og margt fleira
sem gerir kerfið að heildstæðri
lausn sem snertir alla fleti í rekstri
hótela,“ greinir Katrín frá.
Horft inn í framtíðina
Flest hótel og ferðaskrifstofur á
Íslandi nýta sér hugbúnaðarlausnir
sem Godo þróar og þjónustar, enda
snerta lausnirnar flesta þætti í
rekstri ferðaþjónustunnar.
„Undanfarin ár hefur átt sér
stað gríðarleg framþróun í tækni
tengdri ferðaþjónustu og höfum
við hjá Godo alltaf lagt kapp á að
þróa okkar tækni og horfa um leið
inn í framtíðina. Þannig höfum við
þróað, ýmist sjálf eða í samstarfi við
önnur tæknifyrirtæki, hugbúnað
arlausnir sem leysa af hólmi marga
verkferla sem snúa að hótelrekstri.
Þar má nefna þrifaappið Pronto,
sem leysir af velli þrifalista hótela,
verðstýringaralgrím sem hjálpar
hótelum að hámarka veltu, og svo
auðvitað markaðstorgið Travia sem
hefur gjörbylt bókunarkerfi ferða
skrifstofa við að bóka gistinætur á
hótelum,“ upplýsir Katrín.
Stafrænir hótelstjórar létta störf framtíðarinnar
Katrín
Magnúsdóttir,
framkvæmda-
stjóri Godo,
segir fyrirtækið
alltaf horfa til
framtíðar til að
undirbúa það
sem kemur
næst.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Hjá Godo
starfar fjöldi
hugbúnaðar-
verkfræðinga og
forritara saman
að því að gera
ferðaþjónustu
framtíðarinn-
ar sjálfvirka og
skilvirka.
Ofangreind kerfi teljast til
kjarnakerfa Godo og saman
mynda þau heildstæða lausn sem
stór hluti gististaða og ferðaskrif
stofa á Íslandi nota í sínum daglega
rekstri.
„Hjá Godo erum við alltaf að
horfa til framtíðar og hugsa: Hvað
kemur næst? Hvernig getum við
þróað okkar kerfi þannig að þau
þjóni samstarfsaðilum okkar sem
allra best?“ segir Katrín.
Stór bylting fram undan
Þróun tekur mikið pláss í rekstri
Godo og þar er margt skemmtilegt
á döfinni sem kemur til með að líta
dagsins ljós á komandi misserum.
„Hjá Godo starfar fjöldi hugbún
aðarverkfræðinga og forritara sem
saman vinna að því að gera ferða
þjónustu framtíðarinnar sjálfvirka
og skilvirka. Þar er unnið alla daga
að mjög spennandi verkefnum
sem byggja á vélanámi og gervi
greind. Eitt slíkt verkefni í þróun
hjá okkur núna reiknar til dæmis
út líkur á afbókunum og bókunar
hegðun væntanlegs ferðamanns.
Það verður algjör bylting fyrir
rekstraraðila hótela og gististaða.
Með því geta þeir horft í hverja
bókun og séð hversu líklegt er að
hún haldist staðfest eða afbókist,“
segir Katrín og heldur áfram:
„Þetta eru gríðarlega verðmætar
upplýsingar og gera rekstraraðilum
kleift að bregðast við til að auka
líkur á að gesturinn standi við
bókunina, eða réttar sagt, afbóki
ekki, eða bregðist við á annan hátt
til að koma í veg fyrir að herbergið
standi tómt á háannatíma.“
Stafrænir hótelstjórar
Á bak við góðan hugbúnað býr gott
starfsfólk, og það á svo sannarlega
við hjá Godo.
„Við hjá Godo erum svo heppin
að hjá okkur starfar hópur af
flottum einstaklingum sem
myndar sterka heild á sviði
hugbúnaðarþróunar í bland við
hótelstjórnendur, verkefnastjórn
endur, verkfræðinga og viðskipta
fræðinga,“ segir Katrín.
„Okkur þykir líka undurvænt
um viðskiptavini okkar sem
við köllum í daglegu tali sam
starfsaðila okkar. Við höfum enda
þróað okkar hugbúnaðarlausnir
í miklu samstarfi við þá og þróað
þjónustuleiðir með þeirra þarfir í
fyrirrúmi,“ bætir Katrín við.
Ein tegund slíkrar þjónusta frá
Godo kallast Suite.
„Suite hefur hjálpað fjölda
hótela að hagræða í rekstri sínum á
undanförnum árum og finnum við
vaxandi áhuga fyrir þjónustunni
hjá rekstraraðilum víðs vegar um
landið. Í grunninn byggir þjón
ustan á úthýsingu ákveðinna verk
þátta hótela sem snúa að bókunum
og allri umsýslu þeirra, ásamt
samskiptum við gesti. Þannig fær
hótelið stafrænan hótelstjóra til
liðs við sig og framkallar með því
aukið svigrúm í rekstrinum til að
sinna gestum betur og leggja meiri
áherslu á að auka sölu, sem skiptir
jú mestu máli í rekstri hótela,“
segir Katrín.
Traust og gott orðspor
Með þróaðri tækni og vel skipu
lögðum verkferlum í þjónustu
leiðum sínum fjarstýrir Godo
fjölda hótela, bæði hérlendis og
erlendis.
„Við höfum frá fyrsta degi sett
okkur markmið um að vera leið
andi fyrirtæki í þróun tæknilausna
fyrir ferðaþjónustuna og bjóða
upp á bestu þjónustuna fyrir við
skiptavini okkar. Um leið höfum
við skapað okkur gott orðspor sem
fyrirtæki sem hægt er að treysta á,“
segir Katrín.
Það hafi sýnt sig að Godo getur
haft mjög mikil og jákvæð áhrif á
rekstrarkostnað viðskiptavina.
„Með tilkomu Suite slær Godo
tvær flugur í einu höggi, þar sem
við fullnýtum eigin hugbúnað í
þágu viðskiptavina og sem gefur
okkur betri innsýn í þeirra þarfir,
sem við svo greinum fyrir frekari
þróun á okkar kjarnakerfum,“
segir Katrín.
Hún er sæl í sínu starfi.
„Þetta er í raun það skemmti
legasta við starf mitt sem fram
kvæmdastjóri Godo. Ég fæ að vera
í nánu sambandi vð samstarfsaðila
okkar, sem eru hótelin og ferða
skrifstofurnar í landinu, og um leið
fæ ég að fylgja eftir þróun í einu
skemmtilegasta vinnuumhverfi
sem hægt er að hugsa sér.“ n
Godo er í Höfðabakka 9. Sími 555
4636. Sjá nánar á godo.is
kynningarblað 7MIÐVIKUDAGUR 9. febrúar 2022 UPPLÝSINGATÆKNI