Fréttablaðið - 09.02.2022, Blaðsíða 12
Edda Sif Pind Aradóttir er fram-
kvæmdastjóri Carbfix en starfsemi
Carbfix felur í sér frekari þróun og
uppbyggingu kolefnisförgunar.
Edda Sif segir að loftslagsaðgerðir
séu hennar vinna, ástríða og áhuga-
mál.
Hver eru þín helstu áhugamál?
Loftslagsaðgerðir og þá sérstak-
lega grænar tæknilausnir eru allt í
senn, vinna, ástríða og áhugamál. Ég
nýt þess líka að eiga skemmtilegar
samverustundir með fjölskyldu og
vinum og dunda mér við framandi
eldamennsku í eldhúsinu. Útivist
og hreyfing veita mér mikla og góða
orku og lágmarka streitu og ég reyni
að skíða sem mest á veturna og hjóla
á sumrin þótt það gangi stundum
misvel.
Hver hafa verið mest krefjandi
verkefnin á undanförnum miss-
erum?
Starfsemi Carbfix felur í sér frek-
ari þróun og uppbyggingu kolefnis-
förgunar. Koldíoxíðið er fangað úr
útblæstri eða beint úr andrúmslofti,
leyst í vatni og dælt djúpt niður í
berglög þar sem það steinrennur á
innan við tveimur árum og verður
hluti af berggrunninum. Aðferðin
hefur verið sannreynd sem hag-
kvæm og umhverfisvæn leið til að
binda koldíoxíð varanlega og koma
þannig í veg fyrir áhrif þess á lofts-
lagið.
Fjöldi áskorana fylgir uppbygg-
ingu og mótun nýrrar starfsemi
eins og okkar og snúa þær bæði að
áframhaldandi tækni- og viðskipta-
þróun en einnig fjölda ytri þátta.
Meðal annars er regluverk ólíkra
markaðssvæða ekki nægjanlega
mikið í takt við þá öru uppbyggingu
loftslagsaðgerða sem þörf er á auk
þess sem styðja þarf betur við þá
aðila sem ganga fram fyrir skjöldu
og taka þátt í frumkvöðlaloftslags-
verkefnum.
Hver eru helstu verkefnin fram
undan?
Það þarf að byggja upp innviði til
föngunar og förgunar koldíoxíðs á
stórum skala til að loftslagsmark-
mið heimsins náist. Carbfix tekur
virkan þátt í vegferðinni með því að
byggja upp ný loftslagsvæn verkefni
og innviði þeim tengda innanlands
sem utan samhliða því að halda
áfram frekari þróun Carbfix-tækn-
innar. Áhersla næstu missera er að
sýna fram á fýsileika og hagkvæmni
þess að nota Carbfix-tæknina innan
fjölbreyttari geira og við fjölbreytt-
ari aðstæður en hingað til, þar með
talið innan stóriðju og með því að
nota sjó til niðurdælingar.
Starfsemi félagsins leggur grunn-
inn að nýrri atvinnugrein sem bygg-
ir á íslensku hugviti og getur orðið
að mikilvægri útflutningsgrein.
Hvernig er morgunrútínan þín?
Vakna, koma krökkunum á fætur
og á sinn stað á réttum tíma. Svo
góður kaffibolli, annaðhvort heima
eða í vinnunni eftir því hversu mik-
ill tími gefst.
Hvaða bók hefur haft mest áhrif
á þig?
Bækur og skýrslur um lofts-
lagsmál hafa haft mest áhrif á mig
og af þeim er bók Andra Snæs Um
tímann og vatnið klárlega í mestu
uppáhaldi. Efst á leslistanum er svo
nýútgefin bók sem heitir Race for
Tomorrow.
Hver er uppáhaldsborgin þín?
Á erfitt með að gera upp á milli
Kaupmannahafnar og San Fran-
cisco. Hef búið í báðum borgunum
og finnst ég alltaf vera smá að koma
heim þegar ég ferðast til þeirra. n
Loftslagsaðgerðir eru bæði vinna og áhugamál
Nám: BS í efnaverkfræði, MS
í efnafræði og PhD í forða- og
efnafræði.
Störf: Framkvæmdastýra Carb-
fix frá 2019. Veitti rannsókna-
og nýsköpunarsviði Orkuveitu
Reykjavíkur forstöðu fram að
því.
Fjölskylduhagir: Gift Erlendi
Davíðssyni hagfræðingi og
saman eigum við þrjú börn.
n Svipmynd
Edda Sif Pind Aradóttir
Ekki er fyrir að fara
sérstöku ákvæði í
íslenskri skattalöggjöf
um hvernig skuli
skattleggja verðmæta-
sköpun þeirra sem
stunda viðskipti með
rafmyntir.
Það þarf að byggja upp
innviði til föngunar og
förgunar koldíoxíðs á
stórum skala til að
loftslagsmarkmið
heimsins náist.
Uppáhaldsborgir Eddu Sifjar eru Kaupmannahöfn og San Francisco en hún bjó þar á sínum tíma. FRÉTTABLADID/SIGTRYGGUR
Rafmyntir eða sýndarfé (e. crypto-
currency) á borð við bitcoin hafa á
síðustu árum verið í stöðugri sókn
sem fjárfestingarmöguleiki fyrir
hinn almenna fjárfesti. Verðmæti
rafmyntarinnar bitcoin hefur marg-
faldast á síðustu fimm árum þó að
markaðsvirði hennar eigi það til að
vera á talsverðri hreyfingu. Verð-
mæti og skattar eru hugtök sem
eru sjaldnast aðskilin. Ekki er fyrir
að fara sérstöku ákvæði í íslenskri
skattalöggjöf um hvernig skuli
skattleggja verðmætasköpun þeirra
sem stunda viðskipti með raf-
myntir. Sama má segja um starfsemi
þeirra sem „grafa“ eftir rafmyntum
með stafrænum hætti en um er að
ræða ört stækkandi starfsemi sem
að miklu leyti fer fram hérlendis í
gagnaverum sem nýta græna orku
til starfseminnar. Rafmyntir virðast
komnar til að vera og því brýn þörf
fyrir umtalsverðri endurskoðun á
íslenskri skattalöggjöf vegna þeirrar
verðmætasköpunar sem byggir á
viðskiptum tengdum rafmyntum.
Ellegar kann skattlagning að vera
byggð á óljósri afstöðu skattyfir-
valda vegna skorts á skýrum rétt-
arheimildum. Vart þarf að minna
á skilyrði 77. gr. Stjórnarskrár lýð-
veldisins Íslands í þessu sambandi.
Í grófum dráttum eru rafmyntir
stafrænar eignir sem verða m.a.
til með tölvum og hugbúnaði sem
gegna því hlutverki að framkvæma
rafrænar, milliliðalausar og dulkóð-
aðar færslur á verðmætum. Bitcoin
og margar aðrar rafmyntir verða
til með svokölluðum „greftri“ sem
felur í sér að notandi tölvu- og hug-
búnaðar heldur uppi svokallaðri
bálkakeðju-tækni (e. blockchain)
með því leysa f lókna útreikninga
í þeim tilgangi að framkvæma
færslur af framangreindum toga.
Endurgjald til viðkomandi getur
t.d. verið rafmynt á borð við bitcoin.
Einnig geta rafmyntir orðið til með
ferli sem kallast því enska nafni
„tokenization“ þar sem eignasafn
sem samanstendur af mismunandi
efnislegum og óefnislegum eignum
er komið yfir á stafrænt form.
Rafmynt mætti nýta með tvenn-
um hætti. Annars vegar geta aðilar
notað rafmynt sem gjaldeyri til að
greiða fyrir vörur eða þjónustu.
Hins vegar getur viðkomandi farið
með rafmynt sem nokkurs konar
verðbréf þar sem verðmæti raf-
myntar í viðskiptum getur tekið
mið af gengi gagnvart hefðbundn-
um gjaldeyri á borð við íslensku
krónuna.
Nýverið birtist úrskurður á vef-
síðu yfirskattanefndar nr. 215/2021
sem að ákveðnu leyti gefur vís-
bendingu um hvernig skattyfirvöld
hérlendis munu skattleggja við-
skipti einstaklinga með rafmyntir
samkvæmt lögum um tekjuskatt
nr. 90/2003. Úrskurðurinn rataði
nýverið í fjölmiðla þar sem umfjöll-
un var gerð um þau verðmæti sem
höfðu skapast hjá aðila sem stund-
aði viðskipti með bitcoin árin 2016
og 2017, eftir að hafa „grafið“ eftir
rafmyntinni árin 2009 og 2010 í
tómstundaskyni, að eigin sögn. Í
úrskurðinum leiðir yfirskattanefnd
að því líkur að athöfnin við að grafa
eftir rafmyntinni bitcoin, teljist
almennt gerð í þeim efnahagslega
tilgangi að skila hagnaði. Var því
ekki fallist á þá afstöðu aðilans um
að hann hefði verið að grafa eftir
rafmyntinni í tómstundaskyni.
Í skattalegum skilningi eru þrjú
skilyrði sem hafa almennt úrslita-
áhrif á það hvort starfsemi sé stund-
uð í atvinnuskyni eða tómstunda-
skyni. Í fyrsta lagi þarf að horfa til
umfangs starfsemi, þ.e. varanleika
hennar í tíma og þeirra fjárhæða
sem um er að tefla. Í öðru lagi þarf að
horfa til efnahagslegs tilgangs starf-
seminnar, þ.e. hvort starfsemi fari
fram í þeim tilgangi að skila hagnaði
eða ekki. Í þriðja lagi er horft á eðli
starfseminnar, þ.e. er starfsemin
samsvarandi starfsemi sem almennt
er stunduð í atvinnuskyni. Það við-
mið lýtur að samkeppni.
Hafa ber í huga að skattaleg með-
ferð tekjuöflunar í tómstundaskyni
er önnur en í atvinnuskyni. Verða
henni gerð nánari skil í seinni hluta
umfjöllunar um skattlagningu á raf-
myntir og rafmyntagröft sem birt
verður í Markaðnum innan tíðar. n
Skattlagning á viðskipti með
rafmyntir og rafmyntagröft
magdalena@frettabladid.is
Snorri Jakobsson, greinandi hjá Jak-
obsson Capital, segir að markaður-
inn hafi verið nokkuð flatur undan-
farin misseri.
„Það átti sér stað lækkun á mörk-
uðum í janúar og voru það Marel og
Arion sem vógu þar þyngst,“ segir
Snorri og bætir við að það hafi verið
viðbúið að sveif lur á mörkuðum
myndu aukast.
„Það eru komnir f leiri almennir
fjárfestar inn á markaðinn. Einu
sinni voru lífeyrissjóðir langstærstu
aðilarnir á markaði og þeir eru lang-
tímafjárfestar sem fjárfesta nokkuð
reglulega svo eðlilega var ekki mikið
um sveif lur. Nú þegar f leiri ein-
staklingar eru þátttakendur er við-
búið að verð sveiflist eftir fréttum
og öðru slíku.“
Snorri segir jafnframt að það sé
eðlilegt að það séu meiri sveiflur á
mörkuðum hér á landi heldur en
gengur og gerist erlendis. „Það er
eðlilegt að það séu ýktari sveiflur á
íslenska markaðnum því sveiflurnar
í hagkerfinu sjálfu eru ýktari en víða
erlendis.“
Aðspurður um horfur á mörkuð-
um á þessu ári segir Snorri að búast
megi við áframhaldandi sveiflum
og hóflegu hækkunum.
„Það má búast við meiri sveiflum
á þessu ári. Ef horft er á heildar-
vísitöluna hefur hún ekki verið að
lækka heldur úrvalsvísitalan. Það
eru um 20 félög á markaðnum og
ef stóru félögin lækka þá lækkar
öll vísitalan. Það átti sér stað í fyrra
gríðarleg hækkun á hlutabréfa-
mörkuðum í fyrra og ég er nokkuð
bjartsýnn á að markaðurinn muni
halda áfram að hækka en þó ekki
jafnmikið og í fyrra. Það væri ein-
faldlega ekki æskilegt.“ n
Býst við meiri sveiflum
Snorri
Jakobsson,
greinandi hjá
Jakobsson
Capital
Kristinn
Jónasson,
lögmaður hjá
KPMG Law
Greinandi segir eðlilegt að meiri sveiflur séu hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
12 Fréttir 9. febrúar 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 9. febrúar 2022 MIÐVIKUDAGUR