Fréttablaðið - 09.02.2022, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.02.2022, Blaðsíða 10
magdalena@frettabladid.is Bolli Héðinsson, formaður Samtaka sparifjáreigenda, segir að samtökin kalli eftir eftir því að bankarnir geri verðmöt sín á fyrirtækjum opinber þar sem lög heimila það. „Það væri hið besta mál ef bank- arnir myndu ákveða að gefa út verð- möt en auðvitað verða bankarnir sjálfir að svara fyrir það af hverju þeir hafa ekki gert það hingað til,“ segir Bolli. Hann bætir við að það væri æski- legra ef almenningur hefði greiðara aðgengi að upplýsingum um skráð fyrirtæki hér á landi. „Allir sem vilja taka þátt á hluta- bréfamarkaði verða að hafa eitthvað til að byggja á. Auðvitað eru sumir betur í stakk búnir til að greina fyrirtækin heldur en aðrir. Það væri heilbrigðara fyrir markaðinn í heild ef fleiri væru að opinbera niðurstöð- ur sínar og færa rök fyrir skoðunum sínum.“ Bolli segir jafnframt að það geti falið í sér tækifæri fyrir bankana að veita aðgang að verðmötum. „Bankarnir eru að reyna að höfða til ákveðins hóps af viðskiptavinum sem er hópur sem þeir mættu sinna betur. Þetta er að sjálfsögðu þeirra ákvörðun en þetta gæti verið ákveð- ið tækifæri fyrir þá að hafa þessar upplýsingar opinberar.“ ■ Kalla eftir því að bankarnir geri verðmöt opinber Bolli Héðinsson, formaður Samtaka spari- fjáreigenda Sveitarfélög brugðust seint við að opna leik- og grunnskóla á mánu- dag. Enn og aftur sýndi kerfið hve svifaseint það er. Athygli vakti að opinberir starfsmenn sögðu við fjölmiðil að það væri til að tryggja fyrirsjáanleika. Það er jú betra að vita af skólum kyrfilega lokuðum en að það komi einhverjum á óvart að þeir hafi verið opnaðir. Á sunnudag var ljóst að storm- ur væri í aðsigi. Rauð viðvörun var gefin út frá klukkan fjögur um nótt til hálf níu að morgni. Óttast var að það yrði tímafrekt að ryðja götur og því voru landsmenn beðnir um að halda sig heima. Af þeim sökum var skólahald fellt niður með tilheyrandi raski fyrir fjölskyldur og atvinnulíf. Um morguninn var ljóst að færð á vegum var ágæt. Þó var ekki brugðist strax við. Grunnskólar, til dæmis í Reykjavík, voru ekki opnaðir en yngstu nemendurnir fengu að mæta í frístund sem var opnuð tæplega tvö. Leikskólar- börn gátu mætt frá klukkan eitt. Þolinmæði fólks gagnvart til- efnislausum lokunum, eins og á mánudag, er á þrotum eftir að hafa orðið að vera mikið heima við í Covid-19 heimsfaraldrinum. Á mánudagsmorgun hefði fjöldi stjórnmálaskörunga þurft að bretta upp ermar og berjast fyrir því að koma starfsemi aftur í gang sem allra fyrst. En ekki leggja hönd á plóg við að tryggja fyrirsjáanleika um skólalokan- ir. Stjórnmálamenn þurfa að sýna landsmönnum að þeir vilji fremur að samfélagið blómstri en að það sé í híði. ■ Rólegheit á skrifstofunni Helgi Vífill Júlíusson ■ Skoðun GÍRAR - FÆRIBÖND - RAFMÓTORAR - LEGUR 588 80 40 www.scanver.is RAFMÓTORAR magdalena@frettabladid.is Sprotafyrirtækið TVÍK bar sigur úr býtum í Gullegginu en fyrirtækið þróar spjallmenni sem leiðir fólk í gegnum samtöl á íslensku og hjálpar fólki að læra tungumálið. „Það var fyrst og fremst ótrúlega gaman að taka þátt í Gullegginu og þessi milljón sem við fengum í verð- launafé mun hjálpa okkur að stíga fyrstu skrefin í fyrirtækjarekstr- inum,“ segir Gamithra Marga, einn stofnenda TVÍK. „TVÍK er spjallmenni sem leiðir fólk í gegnum samtöl og hjálpar því að læra íslensku. Við höfum í gegnum tíðina séð mörg öpp og námskeið leggja áherslu á að leggja hluti á minnið en sem eru ekki með það að leiðarljósi að hjálpa fólki að eiga sín fyrstu samtöl og hjálpa því að þora að tala. Það þarf að leggja mikla áherslu á það hjá fólki sem er að læra ný tungumál.“ Gamithra bætir við að spjall- mennið aðstoði fólk við svör í gegn- um hljóð og texta og hjálpi einnig til við framburð. „Við erum ekki komin með tæknina enn þá. En okkar markmið er að selja þessa lausn til fyrirtækja og lokamarkmið okkar er að allir erlendir nemendur í grunnskólum landsins geti nálgast lausnina sér að kostnaðarlausu.“ ■ Sprotafyrirtækið TVÍK vann Gulleggið í ár Gamithra Marga, Safa Jemal og Atli Jasonarson unnu Gulleggið í ár. Virðist vera sem íbúða- málin séu aðeins áherslumál í kringum kosningar en ekki í millitíðinni. Sigurður Hannesson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins. Of lítið framboð þrátt fyrir aðgerðir Katrín Jakobs- dóttir, forsætis- ráðherra Katrín segir að búið sé að innleiða meirihlutann af þeim tillögum að um- bótum í húsnæðismálum sem komu fram árið 2019. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Forsætisráðherra segir að sjaldan hafi verið byggt jafn- mikið og á undanförnum tveimur árum en þó þurfi að leggjast í vinnu til að bæta stöðuna á húsnæðismarkaði. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að svo virðist sem íbúðamálin séu einungis áherslumál í aðdraganda kosninga. magdalena@frettabladid.is Átakshópur sem skipaður var árið 2019 til að bregðast við vanda á húsnæðismarkaði lagði til 40 aðgerðir til að stemma stigu við vandanum. Búið er að innleiða meirihlutann af þeim tillögum en af þessum 40 aðgerðum eru um 15 enn í vinnslu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra segir að búið sé að innleiða meirihlutann af þessum tillögum þó svo að vinnunni sé hvergi nærri hætt. „Þessi hópur sem ég skipaði á sínum tíma og var með breiðri aðkomu ýmissa aðila, meðal annars sveitarfélaga, verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda fyrir utan ríkið, kom með 40 tillögur að aðgerðum og af þessum 40 aðgerðum eru 15 enn í vinnslu. Við tókum stöðuna á þessu um daginn á vegum Þjóð- hagsráðs,“ segir Katrín og bætir við að á döfinni sé að setja á fót nýjan hóp sem verður falið að innleiða þær tillögur sem eftir eru og koma með nýjar. „Það segir sína sögu að það hafi sjaldan verið byggt jafnmikið og á undanförnum tveimur árum. En á móti kemur að eftirspurnin hefur aukist verulega og það er búið að endurmeta byggingarþörfina sem segir okkur að byggja þurfi 3.500 íbúðir en ekki 3.000 íbúðir eins og áður var talið. Það er uppsöfnuð þörf á íbúðamarkaði sem á rætur sínar að rekja til áranna eftir efna- hagshrunið 2008.“ Sig urður Hannesson, f ram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að miklu hafi verið áorkað í þessum efnum síðan skýrslan kom út en betur megi ef duga skal. „Ef maður er sanngjarn þá var mörgum af þessum aðgerðum fylgt eftir en það er tvennt sem er ábótavant,“ segir Sigurður og bætir við að það séu skipulagsmálin og uppbygg- ing á vegum sveitarfélaga. „Hluti af þessum 40 aðgerðum sem kynntar voru var að gera umbætur í skipu- lagsmálum. Umhverfisráðuneytið tók þær tillögur til sín til frekari úrvinnslu og til að gera langa sögu stutta þá skiluðu þau auðu. Það var mjög slæmt fyrir málaflokkinn.“ Katrín bætir við að íbúðum hafi fjölgað mikið á undanförnum miss- erum. „Við höfum verið að skoða þetta og á síðustu þremur árum hefur íbúðum fjölgað um 10.000 þó það sé að hægja á því núna. Þó er þörfin mikil og þetta er eitthvað sem við erum stöðugt að skoða.“ Sigurður segir að ekki megi gleyma þætti sveitarfélaganna. „Sveitarfélögin hafa mikið um það að segja hvar er byggt og hversu mikið. Þau samþykkja skipulag á sínu svæði og þó að mikil uppbygg- ing hafi átt sér stað þá er það stað- reynd að íbúðum í byggingu hefur fækkað samfellt frá árinu 2019. Við teljum íbúðir í byggingu tvisvar á ári og fjöldi þeirra náði hámarkið haustið 2019 en síðan þá hefur þeim fækkað talningu frá talningu. Þó einhver umsvif hafi verið hjá sveit- arfélögum þá er það bara ekki nóg.“ Katrín bendir einnig á að hátt í þriðjungur af þessum nýju íbúð- um sé tilkominn vegna aðgerða stjórnvalda. „Við höfum stuðlað að aukinni uppbyggingu annars vegar í gegnum aukin framlög í almenna íbúðakerfið og hins vegar með nýjum hlutdeildarlánum sem fæðast eftir þessa stefnumótun. Við höfum markvisst verið að vinna í því að bæta íbúðamarkaðinn. Lang- tímamarkmiðið hlýtur að vera að stuðla að stöðugleika. Þannig að við séum ekki að sjá miklar sveiflur í framboði og verði.“ Katrín segir jafnframt að aðgerð- um sem snúa að skipulagsmálum sé ekki lokið. „Með nýju ráðuneyti færðust málefni sveitarfélaga, skipulagsmál og samgöngumál undir sama hatt og við náum að samþætta betur. Það þarf ýmislegt til þess að við getum uppfyllt þessa framboðsþörf og skipulagsmálin eru hluti af því.“ Sigurður segir einnig að margt gott hafi áunnist í málaflokki hús- næðismála. „Það er til dæmis búið að einfalda regluverk að sumu leyti. Áður fyrr var það þannig að í eftir- liti var ekki gerður greinarmunur á því hvort verið væri að byggja ein- býlishús eða hátæknisjúkrahús. Nú er búið að breyta því. Einnig hefur byggingarreglugerðin verið endur- skoðuð og stafræn stjórnsýsla hefur verið bætt. Þó svo að við eigum langt í land þá er yfirsýnin engu að síður orðin meiri.“ Hann segir líka að þó svo að stigin hafi verið skref í rétta átt þá sé boltinn hjá sveitarfélögunum. „Við vorum í svipaðri umræðu fyrir fjórum árum síðan í kringum sveit- arstjórnarkosningarnar. Síðan 2018 hefur dregið úr fjölda íbúða í bygg- ingu. Virðist vera sem íbúðamálin séu aðeins áherslumál í kringum kosningar en ekki í millitíðinni.“ ■ 10 Fréttir 9. febrúar 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN 9. febrúar 2022 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.