Fréttablaðið - 09.02.2022, Blaðsíða 15
KYNN INGARBLAÐ
ALLT
MIÐVIKUDAGUR 9. febrúar 2022
Hagkaup,
Íslandsapótek,
Lyfjaver,
taramar.is.
T A R A M A R
KYNGIMAGNAÐAR HÚÐVÖRUR
ÚR NÁTTÚRU ÍSLANDS
Frítt Serum
með hverju
Dagkremi
Ásta Kristjánsdóttir hefur þjáðst af liðagigt frá því hún var tvítug, en með inntöku á kollageninu frá Feel Iceland hefur stirðleiki í liðum hennar minnkað til
muna og hún hefur líka fundið fyrir jákvæðum breytingum á meltingu, hári og nöglum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Kollagenið er og verður hluti
af minni morgunrútínu
Ásta Kristjánsdóttir hefur þjáðst af slæmri liðagigt frá því hún var tvítug en hefur alltaf
hreyft sig eins og hún getur. Eftir að hún byrjaði að nota kollagenið frá Feel Iceland minnk-
aði stirðleikinn í liðum hennar til muna svo nú getur hún hreyft sig meira en áður. 2
sandragudrun@frettabladid.is
Að borða súkkulaði er oft tengt
við gleðistundir og veisluhöld.
Bresk rannsókn á súkkulaði hefur
leitt í ljós að súkkulaðineysla gæti
hjálpað til við að bæta andlega
líðan, það getur gert fólk afslapp-
aðra og ánægðara. Dökkt súkku-
laði örvar framleiðslu endorfíns,
efna í heilanum sem skapa ánægju-
tilfinningu. Dökkt súkkulaði
inniheldur einnig serótónín, efni
í heilanum sem getur bætt skapið.
Talið er að flavanól gegni hlutverki
í skapbætandi áhrifum súkkulaðis
en þó ber að gæta þess að falla ekki
í þá gryfju að leita sér að huggun
í mat eða leita til matar á erfiðum
stundum í lífinu.
Ástarlyf
Dökkt súkkulaði er talin vera sú
tegund súkkulaðis sem hefur bestu
áhrifin á skapið. Sérstaklega 85%
súkkulaði. Áhrifin byrja við fyrsta
bita þegar serótónín- og dópamín-
framleiðslan eykst og vellíðunar-
hormónin streyma út í blóðrásina.
Sumir hafa gengið svo langt að
kalla súkkulaði ástarlyf því neysla
þess getur skapað fiðring í líkam-
anum sem líkist þeirri tilfinningu
sem við finnum þegar við erum
ástfangin.
Læknar hafa einnig sagt að með
því að borða súkkulaði í hófi sé
hægt að draga úr líkum á bólgum,
þunglyndi og fleiri kvillum og þar
sem dökkt súkkulaði inniheldur
minni sykur en annað sælgæti þá
sakar ekki að fá sér það einstöku
sinnum. ■
Súkkulaði getur
bætt skapið
Dökkt súkkulaði getur verið hollt í
hófi samkvæmt rannsóknum.