Fréttablaðið - 09.02.2022, Blaðsíða 30
Skúli Skúlason prófessor flytur
erindi um líffræðilega fjölbreytni
í Náttúrufræðistofu Kópavogs í
dag. Hann segir íslenska náttúru
ansi einstaka.
arnartomas@frettabladid.is
Viðburðaröðin Menning á miðviku-
dögum, sem fer fram vikulega á ýmsum
stöðum í Kópavogi, beinir nú sjónum
sínum sérstaklega að umhverfismálum
með sérstakri áherslu á líffræðilega
fjölbreytni. Til að hefja leikinn verður
hádegisfyrirlestur í Náttúrufræðistofu
Kópavogs í dag þar sem Skúli Skúlason,
prófessor við Háskólann á Hólum og
Náttúruminjasafn Íslands og fyrrver-
andi rektor á Hólum, mun flytja erindi.
„Líffræðileg fjölbreytni er í geysilegri
hættu á jörðinni,“ segir Skúli og vísar til
vinnu Sameinuðu þjóðanna á undan-
förnum árum og áætlunargerðar þeirra
tengdrar málefninu. „Ég ætla aðeins að
gera grein fyrir því hvernig loftslags-
málin, mengun og önnur röskun spila
þar inn í. Í rauninni er stóra vandamálið
viðhorf okkar gagnvart náttúrunni. Við
í vestræna heiminum eigum það til að
stilla okkur upp fyrir utan náttúruna og
gleymum því að við erum hluti af henni.“
Einstök náttúra
Í erindinu hyggst Skúli ræða hvernig líf-
fræðileg fjölbreytni er skilgreind sem
felst meðal annars í fjölda tegunda og
fjölbreytileika innan þeirra á borð við
afbrigði, stofna, einstaklinga og annað
slíkt.
„Íslensk náttúra er ansi sérstök að því
leyti að það er svo mikill fjölbreytni
innan tegunda,“ segir hann. „Ísland er
í rauninni eins og rannsóknarstofa þar
sem er hægt að skoða hvernig líffræði-
leg fjölbreytni verður til, þessi kvikleiki
náttúrunnar.“
Sem dæmi um hvaða hættur steðja að
líffræðilegri fjölbreytni mun Skúli vísa
til fræðilegs bakgrunns síns sem liggur
í ferskvatnsrannsóknum.
„Hvar sem fæti er drepið niður á
jörðinni í dag er líffræðileg fjölbreytni
í ferskvatni í hættu. Það á við um Ísland
þó svo að við teljum okkur vera í betri
stöðu en margar aðrar þjóðir,“ segir
hann. „Loftslagsáhrifin eru þar einn
stærsti þátturinn sem hefur áhrif á vist-
kerfi, en vistkerfi eru auðvitað forsenda
þess að við höfum lifibrauð á borð við
súrefni og hreint vatn. Að hrófla við líf-
fræðilegri fjölbreytni með einhverjum
hætti getur verið fyrsta skrefið í að þessi
vistkerfi hrynji.“
Áríðandi starf
Spurður um þær aðgerðir sem standi yfir
þessa dagana segir Skúli að umhverfis-
ráðuneytið stýri núna áætlunargerð um
líffræðilega fjölbreytni, sem sé þátttaka
í átaki Sameinuðu þjóðanna um að búa
til markmið um verndun líffræðilegrar
fjölbreytni á jörðinni næstu tíu árin.
„Þótt sú vinna sem hér er í gangi sé
afar áríðandi til að koma málunum í
það horf sem við kjósum, þá er þekking
okkar og stefnumótunin brotakennd,“
segir hann. „Þess vegna bindum við
sem vinnum að þessu miklar vonir við
að þetta takist.“ Hvernig sem litið sé á
málin sé ljóst að það þarf að stórauka
rannsóknir og vöktun líffræðilegrar fjöl-
breytni hérlendis.
Að lokum bendir Skúli áhugasömum á
að kynna sér samvinnuvettvanginn Bio-
dice sem beitir sér fyrir eflingu vitundar
og skilnings á líffræðilegri fjölbreytni á
Íslandi. „Þetta er verkefni sem fræði-
menn, nemendur og áhugafólk um þessi
mál á Íslandi eru að vinna að til að styðja
við bakið á stjórnvöldum, menntakerf-
inu og rannsóknarheiminum í þessum
málum.“ n
Að hrófla við líffræðilegri
fjölbreytni með einhverj-
um hætti getur verið
fyrsta skrefið í að þessi
vistkerfi hrynji.
Skúli Skúlason, pró-
fessor við Háskólann
á Hólum og Náttúru-
minjasafn Íslands
Ástkær eiginmaður minn,
faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Magnús Þór Geirsson
Fornusöndum,
lést á Landspítalanum
laugardaginn 29. janúar.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
föstudaginn 11. febrúar kl. 15.
Allir hjartanlega velkomnir.
Útförinni verður streymt á streyma.is.
Margrét Erna Þorgeirsdóttir
Tinna Ósk Magnúsdóttir Andri Már Jóhannsson
Vilborg Inga Magnúsdóttir Marteinn Gauti Kárason
Margeir Magnússon
Kolbrún Sóley Magnúsdóttir
Þorgeir Magnússon
Rebekka Sól, Margrét Þórhildur, Bjartey Vaka
Ástkær faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Jón Steindór Ásgeirsson
vélstjóri,
Ólafsvegi 5, Ólafsfirði,
lést þann 7. febrúar á Hornbrekku,
Ólafsfirði. Útför hans fer fram frá
Ólafsfjarðarkirkju þriðjudaginn 15. febrúar kl. 13.00.
Hafdís Elísabet Jónsdóttir Guðmundur Ólafsson
Gunnlaugur Kristján Jónsson Guðrún Ólafsdóttir
Guðlaug Jónsdóttir Sveinn Ingvason
Kristinn Jónsson
Sigríður Soffía Jónsdóttir Ásbjörn Már Jónsson
Katrín Jónsdóttir Vignir Siggeirsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir,
amma og langamma,
Jóhanna Andrésdóttir
Hæðargarði 33, Reykjavík,
síðast til heimilis
á Hrafnistu, Sléttuvegi,
lést á heimili sínu laugardaginn 5. febrúar.
Jarðarför verður auglýst síðar.
Einar Snorri Sigurjónsson Edda Hannesdóttir
Guðrún Birna Einarsdóttir Einar Garðarsson
Ragnar Einarsson Linda Benediktsdóttir
og barnabarnabörn.
Elsku móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Jóhanna Helgadóttir
frá Prestbakka,
Hólmasundi 18,
lést sunnudaginn 6. febrúar á Droplaugar-
stöðum. Útför verður auglýst síðar.
Árni Yngvason Sigrún Baldursdóttir
Ragnheiður Yngvadóttir
Eysteinn Þórir Yngvason
Ingibjörg Hulda Yngvadóttir Ingvar Þór Magnússon
Guðmundur Yngvason Halldóra Sólbjartsdóttir
Magnús Þórir Yngvason Helga Heiða Helgadóttir
Þórdís Hadda Yngvadóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæra
Jónína Ósk Kvaran
lést 1. febrúar.
Útför fer fram frá Digraneskirkju
miðvikudaginn 23. febrúar kl. 13.
Brynjar Kvaran Ingibjörg Fjölnisdóttir
Svavar Kvaran Hildur Halla Jónsdóttir
Axel Kvaran Sandra Baldvinsdóttir
og fjölskyldur.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Björg Aðalsteinsdóttir
Holtaseli 35, Reykjavík,
lést á Landspítala
sunnudaginn 6. febrúar.
Jarðarför auglýst síðar.
Þorgerður Einarsdóttir Guðbjartur G. Gissurarson
Viktoría E. Ragnarsdóttir Jónas V. Bjargmundsson
Sigríður Ragnarsdóttir Smári Hólm
Ágústa Ragnarsdóttir Þórður Ólafur Traustason
Guðbjörg Ó. Ragnarsdóttir Guðmundur Baldvinsson
ömmubörn og langömmubörn.
Rannsóknarstofan Ísland
Skúli segir íslenska náttúru einstaka hvað varðar fjölbreytni innan tegunda. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
1959 Togarinn Júlí ferst við Nýfundnaland og með
honum þrjátíu manna áhöfn.
1964 Bítlarnir koma í fyrsta skipti fram í The Ed Sullivan
Show.
1975 Sojús 17 snýr aftur til jarðar með tvo geimfara sem
sett höfðu met í dvöl í geimnum, 29 daga og 13
tíma.
1981 Forsætisráðherra Póllands, Józef Pińkowski, segir
af sér. Herforinginn Wojciech Jaruzelski tekur við af
honum.
1984 Bankarán er framið í útibúi Iðnaðarbankans í Breið-
holti í Reykjavík. Maður með lambhúshettu rænir
rúmlega þrjú hundruð þúsund krónum. Hann hefur
aldrei náðst.
1991 Litáar velja sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu.
1996 Frumefnið kópernikín er búið til með samruna
kjarna blýs og sinks.
2001 Bandarískur kafbátur sekkur óvart japönsku fiski-
skipi.
2005 Fjörutíu manns særast í sprengjuárás Frelsissam-
taka Baska á ráðstefnuhöll í Madríd.
Merkisatburðir
TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 9. febrúar 2022 MIÐVIKUDAGUR