Fréttablaðið - 09.02.2022, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 09.02.2022, Blaðsíða 38
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Ég neita mér ekkert um bækur vegna þess að þær séu eftir miðaldra hvítan karlmann frá Bretlandi. odduraevar@frettabladid.is Tuttugu listamenn, erlendir sem innlendir, munu taka þátt á lista- hátíðinni List í ljósi sem fram fer á Seyðisfirði um helgina. Þetta er í sjöunda sinn sem hátíðin er haldin og er tilgangurinn líkt og áður að fagna endurkomu sólarinnar í fjörðinn eftir langan og dimman vetur. Seyðfirðingar munu slökkva ljós- in og munu ljóslistaverk um allan bæ þá fá sitt pláss í myrkrinu í umsjá hátíðarstjóranna Sesselju Jónasar- dóttur og Celiu Harrison. „Árið 2022 fögnum við List í ljósi í sjöunda sinn og erum afskap- lega stolt af og glöð að taka á móti 27 verkum frá bæði innlendum og erlendum listamönnum,“ segir Sesselja. „Við komum sterk til baka eftir erfitt ár, bæði vegna Covid-19 og aurskriða sem féllu á bæinn okkar í desember 2020. Í ár höfum við skapað eitthvað alveg einstakt sem vert er að hlakka til.“ Aðgangur er ókeypis á viðburði hátíðarinnar en þar aka stjórnend- ur Flat Earth Film Festival til dæmis um á smárútu og bjóða gestum og gangandi upp á það sem þeir kalla einstaka upplifun. Þá gefst gestum og bæjarbúum tækifæri á að sjá gagnvirk listaverk lifna við og hvetja hátíðarhaldarar fólk til að taka klink með sér, þann- ig að af nógu er að taka. Ágóðinn rennur í Votlendissjóð og hefur verkið sem um ræðir komið víða við á hátíðum um allan heim en verður nú til sýnis í fyrsta skipti á Íslandi. n Seyðfirðingar kveðja myrkrið Ljósinu verður varpað á listina í myrkrinu á Seyðisfirði um helgina. MYND/AÐSEND Steinunn Rögnvaldsdóttir er sannkallaður bókaormur. Hún lagðist í bókaátak fyrir um áratug, hlustar ekki á hljóð- bækur, hefur haldið utan um lesturinn í Excel- skjali og hvetur fólk til þess að leggja frá sér leiðinlegar bækur frekar en að pína sig í gegnum þær. ninarichter@frettabladid.is „Fólk er alltaf að setja myndir af áhugamálum sínum á samfélags- miðla og ég ákvað að gera þetta líka. Lestur er mitt áhugamál. Ég vildi segja meira frá því sem ég var að lesa,“ segir Steinunn Rögnvalds- dóttir sem hefur í nokkur ár haldið fylgjendum sínum á samfélagsmiðl- um upplýstum um bókalestur sinn. Steinunn les tvær til þrjár bækur á mánuði og segist bæði hafa viljað umræðu um lesturinn og gefa öðrum hugmyndir. Dæsir yfir allt internetið „Þetta heldur manni svona við efnið, þannig að þetta er alltaf hluti af ein- hverju átaki. Þegar mánaðamótin fara að nálgast þá fer ég að hugsa að ég þurfi að klára þessa blessuðu bók og þá hugsa ég: Ekkert Netflix næstu kvöld, og það heldur mér við efnið.“ Hún hikar þó ekki við að leggja frá sér leiðinlegar bækur. „Ég dömpa leiðinlegum bókum og þá er engin mynd þann mánuðinn. Ég segi jafn- vel aðeins frá því.“ Hún skrifar þá gjarnan að lestrarmánuðurinn hafi verið erfiður. „Svo dæsi ég yfir allt internetið,“ segir hún og hlær. „Ég hef leyft mér það, svona í seinni tíð, að hætta að lesa bækur ef þær eru ekki að halda mér, jafnvel þó að ég sé hálfnuð með þær.“ Fjölbreyttari raddir í lestrinum Steinunn segist hafa haldið lestrar- bókhald í Excel-skjali í meira en áratug, en síðustu ár hafi skráningin færst meira yfir á smáforritið Good- reads. „Mig langaði að gera smá greiningu á sjálfri mér. Ég las meira þá, áður en ég eignaðist bæði börnin, þá hafði ég meiri tíma. Þá fór ég að skoða: Er ég að lesa svona mikið af bókum eftir karla? Ég hélt að ég væri að lesa meira eftir konur.“ Steinunn segist einnig hafa reynt að auka fjölbreytnina og passa að lesturinn eftir erlenda höfunda einskorðaðist ekki við höfunda frá Bretlandi og Bandaríkjunum. „Þetta gerði mig meðvitaða um að kannski vildi ég hafa fjölbreyttari raddir í mínu lestrarprógrammi. En ég neita mér ekkert um bækur vegna þess að þær séu eftir miðaldra hvítan karl- mann frá Bretlandi. En smekkurinn minn hefur þróast þannig að í dag eru svona sjötíu pró- sent af því sem ég les eftir konur,“ segir hún. Treysti á bækur í faraldrinum Steinunn segir aðspurð að gallinn við lestrarátakið sé að hún leyfi sér síður að lesa gamlar bækur. „En ég er alltaf að kaupa bækur, sem eru síðan ólesnar og horfa á mig ásökunaraug- um úr hillunni. Ég held að margir kannist við þetta.“ Það er því upplagt að spyrja jafn duglegan lesanda nýrra bóka hvort ákveðnar tískubylgjur hafi myndast í heimsfaraldri. „Það er allt í boði. En bækur eru það sem hélt alltaf áfram að koma á meðan leikhús lokuðu og kvikmyndum var frestað. Þetta lyfti bókunum svolítið upp. Það hefur óvenju lítið verið talað um dauða bókarinnar síðasta árið. Bækur hafa verið það menningarefni sem við getum treyst á,“ segir Steinunn og bætir við að hljóðbókin sé þó áber- andi „trend“ þessi misserin. „Fólk les meira með því að hlusta.“ Kýs milliliðalausa túlkun En hefur hljóðbókatískan áhrif á hvernig bækur eru skrifaðar? „Það hlýtur að vera. Þetta á bara eftir að stækka. Svo eru furðufuglar eins og ég sem hlusta ekkert á hljóð- bækur.“ Steinunn segir ástæðuna vera túlkun. „Þegar það er lesari þá kemur svona túlkun á sögunni. Ég vil hafa milliliðalausa túlkun á sögunni sem ég er að lesa. Undantekningin er þegar höfundar lesa sjálfir, þá er það skiljanlegt að þeirra túlkun skili sér algjörlega beint til manns.“ n Dauði bókarinnar fjarlægur Að sögn Stein- unnar lita hljóð- bækur upplifun hlustandans af sögunni og því kýs hún að lesa bækurnar sjálf. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Fermingar Afmæli Veislur www.betristofan.com Upplýsingar veislur@betristofan.com betristofan_2dalkar_frettabladid.indd 1 25/01/2022 16:35:54 26 Lífið 9. febrúar 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.