Fréttablaðið - 09.02.2022, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 09.02.2022, Blaðsíða 21
Taktikal sérhæfir sig í traust- þjónustum fyrir netvið- skipti með rafrænum undir- skriftum, auðkenningum, innsiglunum og sjálfvirkri skjalagerð. Hugbúnaðarfyr- irtækið kynnir nú nýja lausn í alþjóðlegum rafrænum undirritunum. „Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt fyrirtæki býður upp á rafrænar undirskriftir fyrir erlenda aðila. Með þessu erum við að svara sárri þörf íslenskra fyrirtækja sem eru í viðskiptum við erlenda aðila eða starfa á alþjóðavettvangi,“ segir Björt Baldvinsdóttir sem er fram- kvæmdastjóri árangursdrifinna viðskiptatengsla hjá Taktikal. „Vinnuumhverfið hefur breyst ört á síðustu árum og mörg fyrir- tæki eru að vinna með samninga víða um heim. Einnig kemur starfsfólk tímabundið frá öðrum löndum til að vinna hér. Þá er nauðsynlegt að bjóða upp á lausn þar sem rafræn skilríki eru ekki eini kosturinn. Í staðinn byggir standard undirritun á tveggja þátta auðkenningu með notkun bæði símanúmers og netfangs. Þessi leið tryggir að einungis sá sem fær beiðnina senda í tölvupósti getur undirritað, vegna þess að hann fær einnig öryggisnúmer sent í SMS. Það hefur líka komið á daginn að þessi lausn sem við erum nú að setja fram hefur þjónað óvæntum hópi. Þetta leysir vandamál fyrir- tækja sem ráða til sín ungt starfs- fólk í verslunar- og þjónustustörf af ýmsu tagi. En ungt fólk undir og um tvítugsaldurinn er ekkert endi- lega komið með rafræn skilríki.“ Örugg lausn fyrir allar undirritanir Hingað til hafa fyrirtæki þurft að nýta sér erlendar lausnir til að bjóða erlendum aðilum að skrifa undir rafrænt og innlendar lausnir þegar kemur að innlendum við- skiptum. „Nú er ekki lengur þörf fyrir að fyrirtæki noti tvær mis- munandi lausnir fyrir undirskriftir innlendra og erlendra aðila, heldur býður Taktikal upp á heildarlausn. Erlendir aðilar og innlendir geta enn fremur skrifað undir sama skjalið án vandkvæða. Þessi lausn er nú orðin aðgengileg fyrir alla viðskiptavini okkar án aukagjalds og fyrirhafnarlaust. Þó nokkrir af okkar viðskiptavinum hafa verið í lokaprófanahóp og notað lausnina síðan í haust. Það hefur gengið ótrúlega vel og við hlökkum til þess að kynna þessa nýjung fyrir núverandi viðskiptavinum okkar og nýjum. Okkar lausn tryggir enn fremur meira öryggi en margar sambæri- legar erlendar lausnir sem reiða sig eingöngu á netfang. Hverju skjali fylgir vottaður tímastimpill sem er staðfestur af þriðja aðila. Með því tryggjum við einnig langtíma- varðveislu skjalsins. Að auki er skjalið innsiglað sem þýðir að við tryggjum að ekki sé hægt að eiga við skjalið eða breyta því eftir á, án þess að það sjáist. Þessi atriði, auk tveggja þátta auðkenningarinnar, eru í raun næsta fullvissustig á eftir því að vera með rafræn skilríki.“ Pláss á markaðnum Margir eru enn fastir í þeim hugs- unarhætti að skrifa undir pappíra með penna og að það sé eina leiðin til að tryggja að undirskrift sé ekta. „Það hefur sýnt sig og sannað að rafrænar undirskriftir geta leyst prentaða pappíra af hólmi á einfaldan og öruggan hátt. Hverju skjali fylgja nauðsynleg lýsigögn, til dæmis um hver undirritaði hvað og hvenær, hvenær skjalið var búið til, hvenær það var inn- siglað og f leira. Í raun fylgja mun meiri upplýsingar rafrænu skjali heldur en prentuðu skjali. Í þessu tilfelli er rafræna eintakið frum- ritið. Á meðan skjal er í undir- ritunarferli er það hýst í ISO 27001-vottuðu umhverfi. Taktikal er þjónustuaðili og vinnsluaðili og við vinnum með mikið af mjög viðkvæmum gögnum. Við pössum því upp á persónuvernd og varð- veitum engin skjöl hjá okkur til lengri tíma, heldur eru þau alfarið hjá viðskiptavinum. Við hvetjum fólk alltaf til þess að vera með sín skjalavistunarmál í skýinu þar sem þau tapast ekki og eru ávallt aðgengileg.“ Markhópur Taktikal eru fyrir- tæki, stofnanir og sveitarfélög af öllum stærðargráðum. „Við byrj- uðum fyrst að þróa lausnir fyrir rafrænar undirskriftir innlendra aðila fyrir skjöl af ýmsum gerðum. Þetta eru ráðningarsamningar, almennir viðskiptasamningar, trúnaðarlýsingar, tryggingaskjöl og f leira. Í kjölfarið fundum við að það er sannarlega pláss fyrir þessa lausn á íslenskum markaði, og enn fremur vöntun á lausnum er varða innlendar og erlendar undir- skriftir. Stjórnendur fyrirtækja og f leiri aðilar í viðskiptalífinu hafa bókstaflega verið að bíða eftir þessari lausn.“ Viðskiptavinir Taktikal velja sér áskriftarleið sem hentar þeirra þörfum. „Hver áskriftar- leið er svo mjög sveigjanleg. Allar okkar undirritunarlausnir eru einnig hannaðar þannig að þær má tengja við kerfi hvers við- skiptavinar þannig að skjölin vistist sjálfkrafa á réttum stað. Við höfum tekið þetta skrefinu lengra með mörgum stærri viðskipta- vinum og sjálfvirknivætt alla ferla og skjalagerð.“ Covid var skellurinn sem setti stafræna vegferð í fimmta gír Fyrsta lausn Taktikal fór í loftið fyrir rúmum tveimur árum eftir strangt vöruþróunarferli. „Það má segja að við höfum komið á markaðinn á réttum tímapunkti. Fyrir faraldurinn var markaður- inn aðeins byrjaður að spyrja eftir rafrænum lausnum, meðal annars í formi rafrænna undirritana, en eftir Covid-19 eru fyrirtæki og viðskiptavinir bókstaflega byrjuð að kalla eftir rafrænum lausnum af öllu tagi. Það er þessi starf- ræna vegferð sem fólki verður svo tíðrætt um og faraldurinn var skellurinn sem ýtti við fyrir- tækjum að setja allt í rafræna ferla. Þróunin hefur því verið ákaflega hröð á þessu sviði allar götur síðan. Fyrirtæki eru að átta sig á þörfinni og við höfum vart undan við að taka við nýjum viðskipta- vinum. Rafrænar undirskriftir eru ekki það sem koma skal, heldur eru þær orðnar að veruleika og verða það í framhaldinu. Almenn- ingur gerir nú þá kröfu að geta gengið frá sínum málum rafrænt hjá ýmsum þjónustuaðilum og hinu opinbera.“ n Þessi lausn er nú orðin aðgengileg fyrir alla viðskiptavini okkar án aukagjalds og fyrirhafnarlaust. Björt Baldvinsdóttir Björt er framkvæmdastjóri árangursdrifinna viðskiptatengsla hjá Taktikal. Taktikal er fyrst á Íslandi til að bjóða upp á rafrænar undirskriftir fyrir alla erlenda aðila. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Alþjóðlegar rafrænar undirskriftir í fyrsta sinn á Íslandi Fjórum sinnum til tunglsins og til baka „Okkar markmið er að veita bestu þjónustu sem völ er á, á þessu sviði, sem hefur skilað sér í ánægðum viðskiptavinum. Frá því við hófum störf höfum við áætlað og reiknað út fjölda bílferða, kílómetra og kolefnisútblástur sem hafa sparast með notkun lausna Taktikal hjá viðskiptavinum okkar og birtum þessa jákvæðu umhverfistölfræði sem borða neðst á síðunni okkar. Samkvæmt þessum tölum höfum við sparað kílómetrafjölda sem nemur fjórum ferðum til tunglsins og til baka. Viðskiptavinum okkar stendur til boða að nýta sér þetta og birta rauntímaupplýsingar á eigin heimasíðum um sína eigin jákvæðu umhverfistölfræði.“ Umsögn viðskiptavinar „Festi og rekstrarfélög tóku nýverið upp rafrænar undir- skriftir fyrir ráðningarsamn- inga hjá Taktikal og hefur ferlið haft í för með sér mikla hagræðingu. Þegar farið var af stað við að finna samstarfs- aðila þá skipti það miklu máli að hægt væri að skrifa undir án rafrænna skilríkja. Auk þess að forráðamenn gætu skrifað undir þar sem fjöldi starfsmanna, þá aðallega hjá Krónunni, er undir 18 ára. Þar sem kerfið býður bæði upp á rafræn skilríki, tveggja þátta auðkenningu og hefur þann möguleika að forráða- menn geti skrifað undir, þá var valið frekar einfalt fyrir okkur. Þjónustan hjá Taktikal hefur verið til fyrirmyndar en kerfið er mjög notendavænt og þægilegt í notkun.“ Valgerður María Friðriksdóttir, mannauðsstjóri Festar kynningarblað 5MIÐVIKUDAGUR 9. febrúar 2022 UPPLÝSINGATÆKNI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.