Fréttablaðið - 09.02.2022, Blaðsíða 14
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is,
FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún
Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Áhugi
okkar
hvers á
öðru er
fagnaðar-
efni enda
nöturleg
tilhugsun
að búa í
samfélagi
sem skeytir
engu um
örlög fólks.
Þetta
snýst ekki
bara um
aðstöðu og
umgjörð
íþrótta-
fólksins
heldur líka
fólkið í
landinu.
Aðalheiður
Ámundadóttir
adalheidur
@frettabladid.is
Ég var sautján ára þegar ég varð bikarmeistari með ÍR
í handbolta í Laugardalshöllinni. Það var dásamleg
gleði og geðshræring sem braust út hjá okkur stelp-
unum fyrir hátt í fjörutíu árum síðan. Hálf þjóðin og
meira en það á minningar úr þessu merkilega húsi,
allt frá því að fylgjast með heimsmeistaraeinvígi í
skák yfir í að öskra sig hása. Við kunnum það. Áfram,
Ísland. Og upplifa allan tilfinningaskalann sem fylgir
íþróttum, sætum sigrum sem svekkjandi ósigrum.
Sem voru vissulega ekki alltaf dómurunum að kenna.
Laugardalshöllin hefur svo sannarlega þjónað tilgangi
sínum. En fallega höllin okkar er barn síns tíma. Það
þarf nýja höll. Ellegar fáum við ekki að leika landsleik-
ina okkar í handbolta og körfu hér heima.
Ég spurði því Ásmund Einar, ráðherra íþróttamála,
um stöðu nýrrar Þjóðarhallar fyrir handboltann,
körfuboltann og fleiri greinar. Ef fram heldur sem
horfir, stefnir í að við verðum eins og sveitarómagar á
nágrannalöndum okkar vegna aðstöðuleysis.
Það þýðir ekki eingöngu að vera stoltur af landslið-
unum okkar á tyllidögum heldur skiptir öllu máli að
styðja afreksfólkið okkar alla leið og tryggja viðeig-
andi umgjörð og aðstöðu. Ef við viljum á annað borð
styðja við þessar íþróttagreinar sem skipta okkur svo
miklu máli. Og sameina okkur sem þjóð.
Þetta snýst ekki bara um aðstöðu og umgjörð
íþróttafólksins heldur líka fólkið í landinu. Það verður
einnig að fá tækifæri til að fylgja landsliðum okkar á
heimavelli og hvetja áfram. Þannig fá landsliðin okkar
líka viðbótarmann á vellinum. Því við vitum hvers við
erum megnug með fulla höll.
Reykjavíkurborg er tilbúin með skipulagið og
hefur lagt fjármuni til hliðar. Svar ráðherra veitti
mér ákveðna bjartsýni um að hann muni beita sér
í þessu mikilvæga máli því við vorum sammála um
að það væri nóg komið af hópum, nefndum, ráðum
og skýrslum. Enda liggur allt fyrir. Síðustu fjögur
árin hefur verið skortur á pólitískri forystu hjá fyrr-
verandi ráðherra íþróttamála í þessu mikilvæga
máli. En nú virðist vindáttin vera að breytast. Það er
fagnaðarefni. ■
Von um forystu
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
formaður
Viðreisnar
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
Austurströnd 14 • Hringbraut 35
....................................................
Sími: 561 1433
www.bjornsbakari.is
MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU
AFMÆLISKRINGLUNNI
- fyrir 25-30 manns
PREN
TU
N
.IS
Þessa vöru þarf að sérpanta. S. 561 1433
Netfang: bjornsbakari@bjornsbakari.is
arib@frettabladid.is
Skafarinn ógurlegi
Nokkur sveitarfélög hafa tekið
upp á því að leyfa íbúum að
kjósa um nokkur atriði í nærum-
hverfi sínu árlega. Nú má taka
það á annað stig með því að vera
tilbúin með kosningu sem fer af
stað um leið og allir eru snjóaðir
inni. Má þá spyrja hvort það eigi
að skafa alla götuna eða bara
gangstéttina eða hvort einn
árrisull eigi stóran jeppa sem
sér um að gera veginn tilbúinn
fyrir hina án þess að skafarinn
loki alla inni í innkeyrslunni.
Það mega minnst 100 milljónir
úr 10 milljörðunum í Stafrænu
Reykjavík fara í þetta.
Boltinn hjá markaðnum
Hið opinbera hefur misst bolt-
ann á ýmsum sviðum síðustu
ár, skiljanlegt þegar kröfurnar
eru orðnar meiri en pening-
arnir. Þá er gott að geta treyst á
markaðinn til að grípa. Nú hefur
fjarskiptafyrirtækið Nova tekið
upp á því að greiða úr vandanum
á niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu
með góðu 2 fyrir 1 tilboði. Alkó-
hólistarnir á hrakhólum eiga líka
þess kost að fá 2 fyrir 1 á Dillon
milli klukkan 15 og 19 alla virka
daga. Þá eru viðræður hafnar
milli borgarinnar og Joe & The
Juice um að brúa bilið á milli
fæðingarorlofs og leikskóla, fá
krakkarnir sérstakt horn til að
leika sér í og fá tilboð á næringar-
ríkum samlokum í hádeginu. ■
Flest fólk sýnir samfélaginu sínu áhuga.
Því er annt um samborgara sína, bæði
þá sem það þekkir persónulega en
líka þá sem það þekkir ekki. Þetta
gildir um flest samfélög en kannski
sérstaklega þau sem eru fámenn, eins og okkar
íslenska samfélag.
Örlög samborgara okkar skipta okkur máli.
Þess vegna fylgjumst við með fréttum fjöl-
miðla og þess vegna flytja fjölmiðlar fréttir af
örlögum fólks og verja vinnudegi sínum í að
afla upplýsinga sem varpað geta sem bestu ljósi
á þau. Áhugi okkar hvers á öðru er fagnaðarefni
enda nöturleg tilhugsun að búa í samfélagi sem
skeytir engu um örlög fólks sem því tilheyrir.
Þetta megineinkenni á samfélagi manna
er eðli málsins samkvæmt ofarlega á blaði í
fréttamati fjölmiðla, hvort sem um er að ræða
umfjöllun um kynferðisbrot og glæpi, slys eða
aðrar hörmungar.
Auðvitað hefur fleira áhrif á fréttamatið.
Fjölmiðlar veita aðhald og spyrja gagnrýninna
spurninga í þágu samfélagsins. Stundum
vakna spurningar um hvort mistök hafi verið
gerð, valdi verið misbeitt eða brotið gegn
almannahag á einhvern hátt. Slíkur grunur
getur vaknað vegna ábendinga sem fjölmiðlum
berast eða vegna upplýsinga sem aflað hefur
verið með öðrum hætti. Þær þarf að sannreyna
og greina svo frá því sem út úr því kemur. Þetta
er meginstarf þeirra sem vinna við að flytja
fréttir og einnig það sem greinir fjölmiðla frá
samfélagsmiðlum og öðrum vettvangi frjálsrar
tjáningar.
Því miður eru alltaf einhverjir sem telja fjöl-
miðla fyrst og fremst keyrða áfram af annar-
legum hvötum. Þekktasta dæmið um þetta er
án efa Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkja-
forseti, sem gerði það að sérstöku markmiði
sínu að rýra traust til fjölmiðla af því fjallað var
um hann með gagnrýnum hætti. Margir fylgja
þó fordæmi hans.
Á tímum upplýsingaóreiðu og ítrekaðra
viðvarana um falsfréttir er ábyrgðarhluti að
rægja fjölmiðla sem starfa eftir viðurkenndum
aðferðum og gefa almenningi ranglega til
kynna að þeir séu á villigötum í fréttaflutningi.
Það er of algengt hér á landi að fólk, sem starfs
síns vegna getur átt von á símtali frá blaða-
manni, líti á hann sem óvin sinn, svari honum
seint eða illa, sýni honum fyrirlitningu í til-
svörum eða geri hann jafnvel sjálfan að helsta
sökudólgi þess máls sem til umfjöllunar er.
Verst er þó ef borgarar í landinu stökkva á
slíka vagna, því það er í þeirra þágu sem fjöl-
miðlarnir starfa. ■
Samlíðan
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 9. febrúar 2022 MIÐVIKUDAGUR