Fréttablaðið - 09.02.2022, Blaðsíða 36
Stórmyndirnar losna loksins
úr viðjum heimsfaraldurs
Þótt heimsfaraldrinum virðist aldrei ætla að ljúka er bandaríski
kvikmyndabransinn loksins að hrista af sér mesta doðann og
skriða áhugaverðra mynda og stórmynda sem beðið hefur verið
með eftirvæntingu skellur á kvikmyndahúsum á næstunni.
Hér eru nokkrar sem eru líklegar til þess að toppa á næstu
mánuðum og leiða áhorfendur inn í hressilegt bíósumar.
odduraevar@frettabladid.is
The Fantastic Beasts: The Secrets of Dumbledore Apríl
Eddie Redmayne mætir aftur í kvikmyndahús í
þriðja skiptið sem dýrasérfræðingurinn Newt
Scamander í þessari framhaldsseríu Harry Potter-
myndanna sem á sér stað áratugum á undan
sögunni um galdrastrákinn. Jude Law leikur Albus
Dumbledore í annað sinn en Mads Mikkelsen
kemur inn á af varamannabekknum sem illmennið
Grindelwald í stað Johnny Depp sem ekki einu
sinni J.K. Rowling gat þolað lengur. Baráttan gegn
Grindelwald nær hápunkti í myndinni.
Uncharted Febrúar
Uncharted-tölvuleikirnir eru
kannski ekki þeir þekktustu
en bíómynd sem byggir á
þeim kemur í þessum mánuði
og söguþráðurinn er undan-
fari þess sem á sér stað í
leikjunum.
Tom Holland, Mark Wahl-
berg og Antonio Banderas
fara með aðalhlutverkin í
þessari Indiana Jones-legu
ævintýramynd sem ætti að
trekkja vel í bíó.
The Batman Mars
Batman mætir nú enn og
aftur til leiks þótt leikarinn
Ben Affleck sé fjarri góðu
gamni því nú er Robert
Pattinson kominn í grímu-
búning hetjunnar dáðu í enn
einni endurræsingu sögunnar
um glaumgosann og billj-
ónerinn Bruce Wayne sem
tekur skæða skúrka föstum
tökum þegar skyggja tekur.
Leðurblökumaðurinn
stendur nú, aftur, andspænis
Gátumanninum, The Riddler,
sem Paul Dano blæs lífi í. Fleiri
góðkunningjar láta einnig að
sér kveða, eins og til dæmis
Mörgæsin sem Colin Farrell
leikur. Þessi mynd er eiginlega
endurræsingin sem enginn
bað um en gæti engu að síður
verið það sem við öll þörfn-
umst án þess að vita af því.
The Northman Apríl
Hálfíslenska víkingamyndin
The Northman, eftir handriti
Sjóns, kemur í kvikmynda-
hús 1. apríl. Alveg satt! Um er
að ræða epíska stórmynd í
leikstjórn Roberts Eggert sem
þekktur er fyrir myndir eins
og The Witch og The Light–
house. Myndin fjallar um
víkingaprins sem er tilbúinn
að ganga ansi langt til þess
að hefna fyrir morðið á föður
sínum. Björk Guðmunds-
dóttir fer með hlutverk í
myndinni auk þeirra Ingvars
E. Sigurðssonar og Hafþórs
Júlíusar Björnssonar.
Doctor Strange in the Multiverse of Madness Maí
Marvel fylgir þéttu fjölheimaævintýri Köngulóarmannsins eftir með
ævintýrum ofurhetjunnar og galdrakarlsins Dr. Strange sem kemst
heldur betur í hann krappan í sturluðum og marglaga Marvel-heimi
sem kenndur er við Multiverse of Madness, eins og þessi önnur
mynd um kappann.
Benedict Cumberbatch mætir enn á ný í hlutverki ofurhetjunnar
en að þessu sinni húkkar Elizabeth Olsen, sem Wanda Maximoff, sér
far og er honum til halds og trausts. Sögusagnirnar um myndina, sem
sjálfur Sam Raimi leikstýrir, eru jafnótrúlegar og þær eru margar en
sagan segir að nokkrar vægast sagt óvæntar ofurhetjur muni skjóta
upp kollinum.
Lightyear Júní
Uppruni Bósa Ljósárs úr Toy Story er umfjöllunarefni myndarinnar
Lightyear. Tölvuteiknuð myndin úr smiðju Pixar mun gerast úti í
geimi og líklega mun Bósi berjast við sinn forna óvin Zurg. Chris
Evans fer með hlutverk Bósa í stað Tims Allen sem hefur talað fyrir
geimkappann allar götur síðan fyrsta Toy Story-myndin sló í gegn
1995. Enda ku hann vera yfirlýstur Trumpisti sem óhjákvæmilega
gengisfellir hann nokkuð og slær á eftirspurnina eftir kröftum hans
í Hollywood.
Top Gun: Maverick Maí
Tom Cruise endurtekur rullu
orrustuflugmannsins Pete
„Maverick“ Mitchell sléttum
35 árum eftir að hafa blásið
lífi í sömu persónu í upp-
runalegu myndinni frá 1986.
Geri aðrir betur. Okkar maður
hefur forðast stöðuhækkanir
innan flughersins öll þessi ár
og er enn að fljúga orrustu-
þotum. Ótrúlegar aðstæður
koma upp sem kalla á að Pete
finni gamla neistann sem
kippir honum í gír og sýnir
allt sem í honum býr með til-
heyrandi háloftaflugtöktum.
Jurassic World: Dominon Júní
Chris Pratt og Bryce Dallas-Howard mæta á skjáinn í þriðju mynd-
inni í Jurassic World-þríleiknum í júní. Myndirnar eru, eins og nafnið
gefur til kynna, framhald af Jurassic Park-myndunum. Í þetta
skiptið hafa risaeðlurnar hins vegar aldrei leikið jafn lausum hala
og gengið annan eins berserksgang í mannheimum enda búnar að
dreifa sér út um allan heim.
24 Lífið 9. febrúar 2022 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 9. febrúar 2022 MIÐVIKUDAGUR