Fréttablaðið - 09.02.2022, Blaðsíða 11
olafur@frettabladid.is
Oaktree Capital Management
virðist ætla að koma í veg fyrir
endurreisn kínverska fasteignaris-
ans Evergrande, sem kominn er í
greiðsluþrot.
Oaktree, sem er móðurfélag Oakt-
ree Acquisition Corp II sem sam-
einaðist Alvotech til skráningar á
Nasdaq skömmu fyrir áramót, leysti
nýlega til sín tvær eignir Evergrande
í Hong Kong og Sjanghæ vegna van-
skila á eins milljarðs Bandaríkjadala
láni.
Oaktree Capital Management er
einn elsti og reyndasti rekstrarað-
ili vogunarsjóða sem sérhæfa sig
í skuldum illa staddra fyrirtækja.
Slíkir sjóðir eru gjarnan nefndir
hrægammasjóðir (e. vulture funds).
Oftast kaupa slíkir sjóðir skuldir
fallinna eða illa staddra fyrirtækja
en Oaktree var hins vegar lán-
veitandi Evergrande gegn veði í til-
teknum eignum.
Þrátt fyrir að fjárfestingatæki-
færum slíkra hrægammasjóða hafi
fækkað mjög á Vesturlöndum veigra
þeir sér flestir við að fjárfesta í Kína
vegna óvissu um lagalega stöðu
erlendra fjárfesta. Oaktree hefur
verið einn örfárra sjóða sem slíkt
gera. Í Financial Times kom nýlega
fram að á meðan erlendir kröfuhaf-
ar Evergrande standi flestir frammi
fyrir því að tapa nær öllum sínum
kröfum, sem nema um 20 millj-
örðum Bandaríkjadala, fái Oaktree
ekki aðeins sínar kröfur greiddar að
fullu heldur hagnist líklega um 200
milljónir dala.
Einn viðmælandi FT sem þekkir
vel til sagði: „Þeir eru ekki venjulegir
lánveitendur. Þessir menn sérhæfa
sig í að veita lán til þeirra sem geta
ekki borgað í þeirri vissu að þeir
muni leysa til sín veðin. Þetta fór
nákvæmlega eins og þeir bjuggust
við.“
Howard Marks, stofnandi og
annar stjórnarformanna Oaktree,
segist hins vegar sannfærður um
að kínversk stjórnvöld muni virða
réttindi kröfuhafa. Ekkert bendir
til annars en að hann hafi rétt fyrir
sér og þykir það benda til að kín-
versk stjórnvöld hafi gefið grænt
ljós áður en Oaktree leysti eign-
irnar til sín. ■
Oaktree eini kröfuhafinn sem hagnast á falli Evergrande
Oaktree Capital Management er með veð í Inter Milan
Lánin til Evergrande eru ekki einu lánveitingar Oaktree til kínverskra
fyrirtækja í vanda. Í fyrra lánaði Oaktree móðurfélagi Suning smá-
sölufyrirtækisins, sem á ítalska knattspyrnustórveldið Inter Milan,
275 milljónir Bandaríkjadala en krórónaveirufaraldurinn hefur
valdið Suning alvarlegum lausafjárvanda.
Skilmálar lánsins eru mjög strangir og fela meðal annars í sér að
nái Inter Milan ekki inn í Meistaradeild Evrópu getur Oaktree gjald-
fellt lánið og leyst knattspyrnufélagið til sín. Inter hefur verið rekið
með miklu tapi undanfarin ár en situr samt á toppi ítölsku deildar-
innar um þessar mundir, sem gefur öruggt sæti í Meistaradeildinni.
Howard Marks,
stjórnarfor-
maður Oaktree
Capital Manage-
ment, er einn
örfárra vogunar-
sjóðsstjóra sem
hætta sér út í
fjárfestingar í
illa stöddum
kínverskum
fyrirtækjum.
FRÉTTABLAÐIÐ/
GETTY
Innviðaráðherra segir að
sveitarfélögin hafi sjálfstæða
tekjustofna og séu mun sjálf-
stæðari um margt en sveitar-
félög á hinum Norðurlönd-
unum.
helgivifill@frettabladid.is
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
segir að sveitarfélögin fái „alls ekki“
nóg fé frá ríkinu til að standa undir
verkefnum sem þeim hafi verið
falin. „Í sumum tilvikum eru skyld-
ur sveitarfélaga auknar í lögum án
þess að hirt sé um að kostnaðar-
meta það eða bæta sveitarfélögum
kostnaðinn. Í öðrum tilvikum fyll-
ist ríkið metnaði í málaf lokkum
sem flytjast frá ríki til sveitarfélaga.
Þá er oft bæði lögum og reglugerð-
um breytt án þess að láta fjármuni
fylgja,“ segir hann.
Dagur segir að það vanti til
dæmis marga milljarða til að mála-
flokkur fatlaðs fólks teljist fullfjár-
magnaður, meðal annars vegna
lagabreytinga 2018, sjö árum eftir
að málaf lokkurinn f luttist frá
ríkinu. „Í öðrum tilvikum, líkt og
málaflokki barna í miklum vanda,
hefur ríkið lagt niður öll sín úrræði
fyrir þessi börn og ýtt því verkefni
þannig, án fjármagns eða sam-
komulags, yfir á sveitarfélögin.
Þetta er sérstaklega skammar-
legt dæmi því þetta eru börn með
flóknar geðraskanir og fyrir liggur
að kostnaður sveitarfélaga um land
allt vegna þessa er um einn og hálf-
ur milljarður árlega,“ segir hann.
Sigurður Ingi Jóhannsson inn-
viðaráðherra segir að sveitarfélög-
in hafi sjálfstæða tekjustofna og
séu mun sjálfstæðari um margt en
sveitarfélög á hinum Norðurlönd-
unum. Sveitarfélögin hafi skipu-
lagsvald og á grunni sjálfstæðra
tekjustofna standi þau straum
af rekstri til dæmis leikskóla, frí-
stunda, íþrótta og menningar.
Í Danmörku geri ríkið á hverju
ári samning við sveitarfélög um
hvaða tekjur þau þurfi til að standa
straum af þjónustu sinni.
Hann bendir á að sveitarfélögin
hafi tekið yfir rekstur grunnskóla
árið 1996. Það sé ekki hægt að koma
26 árum síðar og segja að það hafi
verið vitlaust gefið. Við yfirfærsluna
hafi verið metið hvað hún kosti.
„Þetta er ekki sami skóli og fyrir
tæpum þremur áratugum,“ viður-
kennir Sigurður Ingi og nefnir að
kröfur til skóla hafi aukist og kostn-
aður vaxið. „Tekjur sveitarfélaga
hafa að sama skapi vaxið samhliða
hagvexti,“ bendir hann á.
Að mati Sigurðar Inga gangi ekki
upp að sveitarfélögin komi reglu-
lega aftur að samningaborðinu
eftir til dæmis tíu til 20 ár og biðji
um aukna fjármuni. „Það verður að
vera jafnvægi í þessu,“ segir hann og
nefnir að fyrirkomulagið geti ekki
verið með þeim hætti að ríkið komi
sveitarfélögum reglulega til bjargar.
Sigurður Ingi segir að tvennt sé í
stöðunni: Annað hvort séu sveitar-
félög með sjálfstæða tekjustofna og
með samning um yfirfærslu verk-
efna eða ríkið geri þjónustusamn-
inga við sveitarfélög og þau séu ekki
með sjálfstæða tekjustofna.
Dagur segir að það eigi að vera
klárt að allar nýjar skuldbindingar
sveitarfélaga sem samþykktar séu
í lögum eða reglugerðum skuli
kostnaðarmetnar og f jármagn
fylgi. „Þetta er lykilprinsipp,“ segir
hann. Hægt sé tryggja nauðsynlegar
tekjur í gegnum núverandi eða sér-
staka tekjustofna, með beinum
samningum eða þjónustusamn-
ingum.
„Vandinn felst í því að ríkið beitir
oft lagasetningar- og reglugerðar-
valdi sem leiðir af sér skyldur og
væntingar um þjónustu eða verk-
efni sem sveitarfélög hafa ekki
tekjur til að sinna. Sveitarfélögin
klemmast þannig á milli ákvæða
laga og reglugerða sem segja fyrir
um þjónustu við íbúa eða atvinnu-
líf og síðan þessara íbúa eða fyrir-
tækja sem vilja sækja rétt sinn eða
þjónustu sem sveitarfélögum eru
hins vegar ekki tryggðar tekjur til
að sinna,“ segir Dagur. ■
Sveitarfélög fái ekki nóg fé frá ríkinu
Fjármálaráðherra segir að sveitarfélög verði að viðhafa ábyrga fjármálastjórn
en stöðugildum sveitarfélaga hafi fjölgað umtalsvert. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Dagur B
Eggertsson,
borgarstjóri
Sigurður Ingi
Jóhannsson,
innviðaráðherra
Tekjustofn sveitarfélaga hefur vaxið hraðar en
landsframleiðsla
„Þegar sveitarfélög hafa tekið við nýjum verkefnum, eins og til
dæmis grunnskólunum 1996 og málefnum fatlaðra 2011, þá hafa
farið fram sérstakar kostnaðarúttektir og útsvarsprósentur verið
hækkaðar til samræmis í samkomulagi milli aðila. Í einhverjum
tilfellum hefur verið farið í endurmat eftir á og útsvarið þá jafnvel
hækkað enn frekar, eins og á til dæmis við um þjónustu við fatlaða,“
segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Að hans sögn hefur hlutur sveitarfélaga af tekjuskatti einstakl-
inga aukist talsvert og verið í kringum 56 prósent undanfarin ár.
Framlög ríkisins í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga hafi sömu-
leiðis aukist mikið.
„Tekjustofn sveitarfélaga hefur vaxið hraðar en landsframleiðsla
og sveitarfélögin búa sömuleiðis að því að vera ekki eins útsett fyrir
hagsveiflum og ríkissjóður. Það má heldur ekki gleyma að samhliða
hækkun íbúðaverðs síðustu misseri hafa fasteignaskattar vaxið
hratt að raungildi. Með þessu er ekki gert lítið úr því að afkoma
sveitarfélaganna getur sveiflast milli ára á sama tíma og þau halda
úti mikilvægri þjónustu. Við þurfum að vera vakandi fyrir því sem
betur má fara og eiga áfram gott samtal þar um,“ segir Bjarni.
Hann segir að hins vegar þurfi sveitarfélög, rétt eins og ríkið, að
viðhafa ábyrga fjármálastjórn og forgangsraða eftir því sem við á.
Stöðugildum hjá sumum stóru sveitarfélaganna hafi fjölgað um-
talsvert á allra síðustu árum, en það hafi til dæmis verið áberandi
hjá Reykjavíkurborg. „Það hlýtur að vera umhugsunarefni í þessu
samhengi,“ segir Bjarni.
Ríkið geti ekki sett fram kröfur án þess að fjármagn fylgi
Ásdís Kristjánsdóttir, fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins og nú í framboði til að leiða Sjálfstæðis-
flokkinn í Kópavogi, segir mikilvægt að það eigi sér stað heiðarlegt
samtal milli ríkis og sveitarfélaga um hvernig að ákveðnum málum
sé staðið. Ríkið geti ekki sett fram kröfur um að sveitarfélögin taki
að sér ýmiss konar þjónustu án þess að nægjanlegt fjármagn fylgi
með. Þegar glími sveitarfélögin við margs konar áskoranir eins og
hátt launahlutfall sem vegi að meðaltali um 60 prósent af tekjum
sveitarfélaga.
„Kröfur um aukna þjónustu sem sumar eru raunar lögfestar á
þingi leggja stöðugt þyngri fjárhagslegar byrðar á sveitarfélögin.
Velta má fyrir sér hvort skynsamlegra sé að ríkið fjármagni þjón-
ustuna en geri þjónustusamning við sveitarfélögin um að veita
þjónustuna,“ segir hún.
Að hennar mati megi einnig endurhugsa aðra þjónustu og hjá
hverjum sú þjónusta liggi. Nú sé heimahjúkrun rekin af ríkinu en
heimaþjónusta af sveitarfélögunum. „Ég tel æskilegt að bæði
heimahjúkrun og heimaþjónusta séu á einum og sama stað og
nærtækast væri að horfa til sveitarfélaganna í þessum efnum enda
sveitarfélögin nær fólkinu og heimilum þess. Til að svo sé raunhæft
þarf þó nægt fjármagn að fylgja með frá ríkinu,“ segir hún.
Að hennar mati væri óráð að auka álögur og gjöld á heimili og
fyrirtæki enn frekar til að mæta væntum útgjöldum, ekki síst í ljósi
hárrar verðbólgu og hækkandi vaxta. Þá séu flest sveitarfélög nú
þegar með útsvar og fasteignaskatta nálægt hámarki.
MARKAÐURINNFRÉTTABLAÐIÐMIÐVIKUDAGUR 9. febrúar 2022