Fréttablaðið - 22.02.2022, Page 2

Fréttablaðið - 22.02.2022, Page 2
Í borgarstjórnarkosning- unum árið 2018 vakti fjöldi smáframboða, sem keyrðu á einu eða fáum málum, athygli. Púðrið virðist úr flestum þeirra og ný ekki í sjónmáli. Enn er þó einn og hálfur mánuður til stefnu. kristinnhaukur@frettabladid.is KOSNINGAR Ekkert hefur heyrst af nýjum framboðum til borgar- stjórnar. Flest þau sem ekki náðu inn manni árið 2018 munu ekki bjóða fram í vor. Framboðsfrestur rennur út 8. apríl næstkomandi. Sextán framboð buðu fram til borgarstjórnar árið 2018 og sjö þeirra náðu ekki einu prósenti atkvæða. Þetta voru Karlalistinn, Kvennahreyfingin, Íslenska þjóð- fylkingin, Frelsisflokkurinn, Borgin okkar Reykjavík, Höfuðborgarlist- inn og Alþýðufylkingin. Samanlagt fengu þessir listar 1.740 atkvæði eða 3 prósent. Það er minna en Framsóknarflokkurinn fékk, það er 1.870 atkvæði og 3,2 prósent sem var langt frá því að duga til að ná inn manni. Íslenska þjóðfylkingin, annar tveggja flokka sem byggðu á andstöðu við útlend- inga, fékk aðeins 125 atkvæði og 0,2 prósent sem er Íslandsmet. Samkvæmt Gunnlaugi Ingvars- syni, formanni Frelsisf lokksins, mun f lokkurinn ekki bjóða fram í vor. Hann sé þó ekki hættur. Það sama segir Þorvaldur Þorvaldsson, títt nefndur Albaníu-Valdi, for- maður Alþýðufylkingarinnar. „Við verðum ekki með framboð í vor,“ segir hann. „Það voru reglulegir fundir þangað til faraldurinn byrj- aði. Síðan hefur það verið stopult.“ Sveinbjörg Birna Sveinbjörns- dóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarf lokksins, sem leiddi framboð Borgarinnar okkar árið 2018, segist hafa hætt öllum afskipt- um af stjórnmálum. Ekki náðist í talsmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar, sem stofnuð var árið 2016 og rann saman við Hægri græna. Lítil virkni hefur verið á sam- félagsmiðlum flokksins undanfarið. Heimasíður Karlalistans, Kvenna- hreyfingarinnar og Höfuðborgar- listans hafa verið teknar niður. Guðmundur Frank lín Jóns- son, fyrrverandi formaður Hægri grænna, leiddi Frjálslynda lýðræðis- flokkinn í alþingiskosningunum í haust. Hann segir engar ákvarðanir hafa verið teknar varðandi framboð í vor. Reyndar hafi heldur ekki verið rætt neitt um það. Annað hljóð er í Glúmi Baldvins- syni, sem einnig bauð fram fyrir f lokkinn. „Nýtt framboð kemur ekki til greina nema myndist sér- stök stemning um það,“ segir Glúm- ur. Hins vegar séu þreifingar í gangi með framboð fyrir stjórnmálaflokk. Einn af þeim flokkum sem gjarn- an hafa boðið fram á undanförnum árum en aldrei haft erindi sem erfiði er Dögun en flokknum var formlega slitið í nóvember síðastliðnum. Ábyrg framtíð, sem barist hefur gegn bólusetningum og sótt- varnaaðgerðum, mun líklega ekki bjóða fram. Flokkurinn bauð fram í Reykjavíkurkjördæmi norður í haust og hlaut 144 atkvæði. Sam- kvæmt svörum frá samtökunum Frelsi og ábyrgð, sem hafa sams konar málstað, er heldur ekki stefnt á framboð í vor. n Nýtt framboð kemur ekki til greina nema myndist sérstök stemn- ing um það. Glúmur Bald- vinsson, fyrr- verandi oddviti hjá Frjálslynda lýðræðis- flokknum Lestrarhestar verðlaunaðir Ljóðskáld, lestrarhestar og upplesarar fengu Íslenskuverðlaun unga fólksins í gær. Alls fengu 67 nemendur í 34 grunnskólum verðlaun en afhending verðlaunanna er venjulega á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, en fór að þessu sinni fram á alþjóðadegi móðurmálsins þar sem fresta þurfti henni vegna heimsfaraldurs. Vigdís Finnbogadóttir, verndari verðlaunanna, ávarpaði börnin í gegnum fjarfundarbúnað. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM með og án rafmagns lyftibúnaði Komið og skoðið úrvalið Útlit fyrir mikla fækkun smáframboða í borginni Enginn oddvita í síðari leiðtogaþætti RÚV árið 2018 náði kjöri. MYND/SKJÁSKOT gar@frettabladid.is SAMFÉLAG „Þetta voru dapurleg mis- tök af hálfu Jóns Atla sem háskóla- ráði ber að leiðrétta,“ segir Kári Stefánsson um þá ákvörðun rektors Háskóla Íslands að úrskurða mál um meintan ritstuld Ásgeirs Jóns- sonar seðlabankastjóra utan við lögsögu siðanefndar skólans. Kári bendir á að Ásgeir sé hand- hafi stöðu við HÍ þótt hann sé í launalausu leyfi. „Ef úrskurður rekt- ors fær að standa býður hann upp á þann möguleika að fræðimenn háskólans geti skipulagt vinnu sína þannig að þeir taki sér launalaust leyfi þegar þeir ætla sér að stunda einhver n f ræðilegan ósóma,“ skrifar Kári í Fréttablaðinu í dag. Sjá síðu 13. n Háskólaráð leiðrétti mistök rektorsins Kári Steáns- son, forstjóri Íslenskrar erfða- greiningar mhj@frettabladid.is SNJÓFLÓÐ Lögreglan á Vestfjörðum ákvað í gærkvöldi að rýma hús á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu. Átta íbúðarhús voru rýmd í gær. Þrjú við Hóla og fimm við Mýrar en minniháttar snjóf lóð féll aðfara- nótt sunnudags ofan við þennan rýmingarreit. Alls er um 28 íbúa að ræða sem þurftu að yfirgefa heimili sín tímabundið. Veðrið á Patreksfirði versnaði mikið í gærkvöldi og var vindur kominn í rúmlega 20 m/s á Brellum um áttaleytið. Spáin í gærkvöldi gerði ráð fyrir allt að 28 m/s í nótt. Ofanflóðaeftirlit Veðurstofu Íslands fylgist með aðstæðum fyrir vestan og veitir lögreglunni og öðrum við- bragðsaðilum ráðgjöf. n Hátt í þrjátíu þurftu að yfirgefa heimili sín Veðrið á Patreksfirði versnaði hratt í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/JULIE GASIGLIA Áhöld eru um hvaða réttaráhrif launalaust leyfi hefur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 2 Fréttir 22. febrúar 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.