Fréttablaðið - 22.02.2022, Qupperneq 19
Við vinnum ávallt
vel með viðskipta-
vinum okkar, það er eina
rétta leiðin til að finna
hvað passar hverju sinni.
Valgerður Sigrúnar-
og Vigfúsardóttir
Þegar kemur að heilsu og
vellíðan starfsfólks skiptir
góð hljóðvist mjög miklu
máli.
„Við verjum að jafnaði einum
þriðja dagsins á vinnustaðnum og
því er rétt hljóðvist þar lykilatriði
þegar kemur að heilsu og vellíðan
starfsfólks,“ segir Valgerður Sig-
rúnar- og Vigfúsardóttir, sölustjóri
húsgagna hjá A4. „Það má segja að
aðlögun sé stærsta áskorun vinnu-
staða í nútíma vinnuumhverfi.
Því getur verið mikilvægt að geta
breytt umhverfinu í takt við þau
verkefni sem verið er að vinna
að hverju sinni,“ segir Valgerður.
„Í vöruvali okkar hjá A4 eru ótal
hljóðvistarlausnir sem auðvelda
þennan leik, til dæmis færanleg
gólfskilrúm sem auðvelt er að
færa til eftir því hvar er þörf á að
skerma af. Einnig bjóðum við upp
á margar gerðir af einingum og
flekum til að festa á veggi og í loft
sem bæta hljóðgæði.“
Hún segir það fara eftir eðli
starfa eða verkefna í hvert sinn,
hversu mikið næði þarf. „Í sumum
tilfellum hentar best að hafa skil-
rúm á þremur hliðum skrifborða
því skilrúmin draga ekki eingöngu
úr hljóðmengun heldur einnig
sjóntruflun, ef svo má að orði
komast. Það að vinnufélagi gangi
hjá vinnustöð getur haft áhrif á
einbeitingu hjá sumum.“
Starfsfólk með sérþekkingu
Valgerður bendir á að starfsfólk
húsgagnadeildar A4 búi yfir sér-
þekkingu og bjóði ráðgjöf þegar
kemur að því að finna bestu
lausnir fyrir fyrirtæki af öllum
stærðum og gerðum auk heimila.
„Við vinnum ávallt vel með við-
skiptavinum okkar, það er eina
rétta leiðin til að finna hvað passar
hverju sinni. Starfsfólk okkar
mætir á svæðið og kemur með
tillögur að lausnum þar sem hljóð-
vist er vandamál. Eins sjáum við
um alla samsetningu og uppsetn-
ingu og áframhaldandi þjónustu í
kjölfarið. Eins eru margir arkitekt-
ar sem koma til okkar til að finna
lausnir þannig að það eru allir
velkomnir til okkar í A4 húsgögn,
en við erum staðsett í Skeifunni 17
og er opið hjá okkur alla virka daga
frá klukkan 9-16,“ segir Valgerður
að lokum. ■
Nánar á a4.is.
Rétt hljóðvist er lykilatriði
Valgerður
Sigrúnar- og
Vigfúsardóttir,
sölustjóri hús-
gagna hjá A4.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
Borðskilrúm
frá Abstracta
eykur öryggi
einstaklinga
þegar til dæmis
heimsfaraldrar
eins og Covid
herja á.
dB gólfskilrúmunum frá Abstracta er hægt að raða upp á
ótal vegu, til dæmis skella túss/segultöflu inn á milli.
Tveggja manna
fundarklefi á
hjólum, sem
er hljóðein-
angrandi, með
loftræstingu,
lýsingu og raf-
magnstenglum.
30% AFSLÁTTUR
af öllum skilrúmum í febrúar
WWW.A4.IS // HUSGOGN@A4.IS // SÍMI 580-0085
Opið virka daga frá 9 – 16
Tilboðið gildir einnig
af sérpöntunum.
Persónuleg þjónusta
og fjölbreytt úrval
í A4 húsgögnum,
Skeifunni 17.
kynningarblað 3ÞRIÐJUDAGUR 22. febrúar 2022 SKRIFSTOFAN