Fréttablaðið - 22.02.2022, Qupperneq 28
Til sölu Tilkynningar
Tilkynningar
8 SMÁAUGLÝSINGAR 22. febrúar 2022 ÞRIÐJUDAGUR
Samþykkt var í bæjarstjórn Hafnarfjarðar
þann 26. janúar og 9. febrúar að auglýsa
eftirfarandi skipulagsmál:
Breyting á aðalskipulagi
Hafnarfjarðar 2013-2025
Breytingin nær til 3ha svæðis af heildarsvæði
Selhrauns suður. Breytingin nær til lóðanna
Norðurhella 13-19 og Suðurhella 12-14.
Landnotkun lóðanna breytist úr AT2 í ÍB14.
Athafnasvæði AT2 minnkar út 30ha í 27ha.
Breyting á deiliskipulagi Selhraun
suður, vegna Norðurhellu 13-19 og
Suðurhellu 12-20
Breytingin felst í að á Norðurhellu 13-19 er
heimilað að vera með 67 íbúðir í þegar
byggðum húsum. Á lóðunum er gert ráð fyrir
leiksvæðum, sorp- og hjólageymslum. Við
Suðurhellu 12-20 er gert ráð fyrir 132 íbúðum
í fimm nýjum fjölbýlishúsum, 4-6 hæða. Á
lóðunum er gert ráð fyrir leiksvæðum, sorp-
og hjólageymslum. Bílageymslur eru undir
húsum við Suðurhellu 14-18.
Tillögurnar verða til sýnis á umhverfis-
og skipulagssviði að Norðurhellu 2 og í
þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar Strandgötu
6, frá 22.02.22.
Einnig er hægt er að skoða skipulagstillögurnar
á hfj.is/skipulag
Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta
er gefinn kostur á að gera athugasemdir við
breytingarnar og skal þeim skilað
eigi síðar en 05.04.2022 á netfangið
skipulag@hafnarfjordur.is eða skriflega í
þjónustuver:
Auglýsing um skipulag
Hafnarfjarðarbær
hafnarfjordur.is
Hafnarfjarðarbær
bt. umhverfis- og skipulagssvið
Strandgötu 6
220 Hafnarfjörður
Umhverfismat framkvæmda
Matsáætlun í kynningu
Niðurdæling CO2 á Hellisheiði
Carbfix hefur lagt fram matsáætlun til Skipulagsstofnunar vegna
umhverfismats niðurdælingar á CO2 á Hellisheiði.
Kynning á matsáætlun: Matsáætlunin er aðgengileg á vef
Skipulagsstofnunar www.skipulag.is. Framkvæmdaraðili mun kynna
framkvæmdina á opnum streymisfundi 10. mars nk. kl. 20:00. Vefslóð á
streymisfundinn má finna á vef Skipulagsstofnunar.
Umsagnarfrestur: Allir geta kynnt sér matsáætlunina og veitt
umsögn.Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 22. mars
til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða með tölvupósti
á skipulag@skipulag.is.
Tillaga að breytingu á Aðalskipu-
lagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020
vegna vegar um Dynjandisheiði.
Aðalskipulagsbreytingin er unnin skv. 1. mgr. 36. gr. skipu-
lagslaga nr. 123/2010. Vegagerðin áformar að endurbyggja
veg nr. 60 yfir Dynjandisheiði og veg nr. 63 Bíldudalsveg
með það að markmiði að þeir nýtist sem heilsársvegir.
Vegagerðin hefur unnið matsskýrslu vegna verkefnisins
í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum og Skipu-
lagsstofnun gaf álit sitt um umhverfismatið í júlí 2020.
Markmiðið með aðalskipulagsbreytingunni er að gera
heilsárssamgöngur mögulegar um Vestfjarðaveg, milli
sunnan- og norðanverðra Vestfjarða. Dýrafjarðargöng
voru tekin í notkun í október 2020 en þau munu ekki nýtast
að fullu fyrr en heilsárvegur hefur verið gerður yfir Dyn-
jandisheiði.
Aðalskipulagsbreytingin heimilar tvær útfærslur á veglínu,
leiðir D og F í umhverfismati Vegagerðarinnar, þar sem
ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvor línan verður fyrir
valinu við endurgerð vegarins. Breytingin heimilar einnig
sex ný efnistökusvæði á skipulagssvæðinu.
Tillagan er aðgengileg á bæjarskrifstofum og á síðu
Ísafjarðarbæjar: www.isafjordur.is
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skipulags-
fulltrúa í síðasta lagi 4. apríl 2022 að Hafnarstræti 1,
400 Ísafirði eða á skipulags@isafjordur.is .
Virðingarfyllst,
f.h. skipulagsfulltrúa
Helga Þuríður Magnúsdóttir
-verkefnastjóri á umhverfis- og eignasviði
Auglýsing um deiliskipulagstillögu
í Ísafjarðarbæ, Breiðadalsvirkjun II
í Önundarfirði
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti 3. júní 2021 að
auglýsa tillögu að deiliskipulagi smávirkjunar neðan
Breiðadalsvirkjunar í Breiðadal skv. 41. gr. skipulagslaga
123/2010.
Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir svæði undir smá-
virkjun neðan Breiðadalsvirkjunar í landi Veðrarár II,
Breiðadal, Önundarfirði. Áform eru að nýta það vatn sem
fellur frá stöðvarhúsi núverandi virkjunar ásamt vatni úr
Breiðardalsá og þverlæk sem heitir Þverá. Með þessu
móti er verið að nýta betur þá aðstöðu sem áður hefur ver-
ið sett upp og styrkja enn betur raforkuöryggi á svæðinu.
Um er að ræða allt að 200kW smávirkjun án uppistöðulóns.
Tillagan er aðgengileg á bæjarskrifstofum og á síðu
Ísafjarðarbæjar: www.isafjordur.is
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skipulags-
fulltrúa í síðasta lagi 4. apríl 2022 að Hafnarstræti 1,
400 Ísafirði eða á skipulags@isafjordur.is .
Virðingarfyllst,
f.h. skipulagsfulltrúa
Helga Þuríður Magnúsdóttir
-verkefnastjóri á umhverfis- og eignasviði
←
←
←Nýr 2022 Ford Transit 350 Trend
Verð:
5.300.000,- án vsk.
Double Cab 7 manna
með 3,2 m. palli.
Þessir bílar eru ófánlegir
í dag en við eigum þennan
til afhendingar strax !
Er verið að leita að þér?
Viðskiptavinir Ráðum fela ráðgjöfum okkar oft að finna starfsmenn án þess að auglýsa stöðuna.
Skráðu þig í gagnagrunninn okkar til að tryggja að við finnum þig þegar rétta starfið býðst.
Markaðurinn
Miðvikudaga kl. 19.00
Vikulegur þáttur um íslenskt viðskiptalíf í
umsjón blaðamanna Markaðarins þar sem
farið er yfir helstu fréttir ásamt öðru því sem
hæst ber hjá í efnahagslífinu hverju sinni.