Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.02.2022, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 26.02.2022, Qupperneq 18
n Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun En vand- inn er ekki bara veruleika- skjálfti Vestur- landa, heldur heima- tilbúinn vandi. Að stórum hluta er Úkraína samfléttuð Rússlandi sem þjóð- land … Sigurður Ingi Jóhanns- son gæti krukkað í vísitölu neyslu- verðs uns mælingin sýndi full- frískan efnahag. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Árið 2017 rakst Suzanne O’Sullivan, írskur taugalæknir, á frétt á heimasíðu BBC undir fyrirsögninni „Dularfullur sjúkdómur í Svíþjóð“. Í fréttinni sagði frá hinni níu ára Sophie, sem ári fyrr hafði fallið í dá. Hún gat ekki tjáð sig, borðað eða opnað augun. Hún virtist með öllu meðvitundarlaus. En þrátt fyrir umfangsmiklar læknisrann­ sóknir fannst ekkert að Sophie. Samkvæmt mælingum var hún fullkomlega heilbrigð og heilastarfsemin eðlileg. Þar sem læknar höfðu engan sjúkdóm til að meðhöndla var Sophie send heim af spítalanum. Þar lá hún öllum stundum hreyfingarlaus í rúmi sínu með bleiu og nærðist í gegnum slöngu í nefi. Eftir lestur fréttarinnar klóraði O’Sullivan sér í höfðinu. Þarna var vissulega ráðgáta á ferð. Ráðgátan var þó önnur en fyrirsögnin gaf til kynna. Uppspretta verðbólgunnar Hinn jafnlyndi innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, veitti útvarpsstöðinni Bylgjunni tilfinningaþrungið viðtal í vikunni. Málefnið sem vakti blóðhita með ráðherra var vísitala neysluverðs. Sigurður Ingi virtist telja uppsprettu verðbólgunnar hér á landi vera Hagstofu Íslands. Til að hemja hana skoraði hann á stofnunina að taka hinn svo kallaða húsnæðislið úr vísitölu neysluverðs. Tillagan kom flatt upp á Hagstofustjóra sem sagði vísitölu neysluverðs ekki vera annað en mælikvarða sem notaður væri til að „reikna út kaupmátt launa og hvernig kjörin eru að breytast“ en húsnæðiskostn­ aður er einn stærsti kostnaðarliður flestra heimila. Seðlabankastjóri tók í sama streng. Aðspurður hvort slíkt uppátæki gæti kallast efnahagsaðgerð sagðist hann „ekki myndu segja það“. Stuttu áður en hin níu ára Sophie féll í dá hafði hún flúið heimaland sitt, Rússland, vegna ofsókna í garð fjölskyldu hennar af hálfu mafíunnar. Eftir að Sophie varð vitni að hrottalegri líkamsárás gegn foreldrum sínum lögðu þau á flótta til Svíþjóðar. Sophie var ekki fyrsta barnið sem þjáðist af óútskýrðu meðvitundarleysi í Svíþjóð. Frá því um síðustu aldamót hafa hundruð barna þar í landi fallið í dá án læknisfræðilegrar skýringar. Þau eiga eitt sameiginlegt. Öll eru þau hælisleitendur. O’Sullivan ferðaðist til Svíþjóðar og hefur nú skrifað bók um börnin meðvitundar­ lausu sem hún kallar Þyrnirósirnar. O’Sull­ ivan segir helstu ráðgátuna við málið vera þá að það hafi þótt ráðgáta. Hún segir dá barnanna vera líkamleg einkenni sem eigi sér sálræna skýringu. Þau hafi f lúið erfiðar aðstæður, mætt full vonar til Svíþjóðar en eftir langt og erfitt umsóknarferli, þar sem þau urðu oft að túlka fyrir foreldra sína og setja sig inn í málefni sem börnum er ekki ætlað að skilja, hafi þeim verið neitað um hæli. Samkvæmt mælingum eru Þyrnirósirnar í Svíþjóð fullfrískar. Raunveruleikinn er þó annar. Sigurður Ingi Jóhannsson gæti krukkað í vísitölu neysluverðs uns mælingin sýndi fullfrískan efnahag. Það væri þó jafnáhrifaríkt og að stytta leiðina til Selfoss með því að lengja kílómetrann. Það er til lækning við því sem Svíar hafa tekið að kalla „uppgjafarheilkenni“. Hún er þó ekki í formi lyfjagjafar eða skurðað­ gerðar. Hún er ekki einu sinni á valdi lækna. Hún er pólitísk. Það eina sem læknar „upp­ gjafarheilkenni“ er hæli í Svíþjóð. Hagstofan mælir breytingar á útgjöldum heimila með vísitölu neysluverðs. Niður­ staðan er gefin út bæði með og án húsnæðis­ liðarins. Hvernig brugðist er við niðurstöð­ um mælinganna, hvort þær liggi til dæmis til grundvallar lánakjörum á formi verðtrygg­ ingar, er hins vegar pólitísk ákvörðun. Það er ekki Hagstofan sem sveiflar efna­ hagslífinu, ekki frekar en veðurfræðingar stýra veðrinu. Efnahagsbatinn er í verka­ hring Sigurðar Inga sjálfs. n Lenging kílómetrans NÚ AÐEINS Í APPI OG Á DOMINOS.IS ALLAR PIZZUR AF MATSEÐLI, EF ÞÚ SÆKIR Ástæða þess að Vladímír Pútín getur leyft sér að ráðast inn í Úkraínu er að hann kemst upp með það. Hann veit að samstaða vesturvelda er ekki meiri en svo að þau munu hika á meðan hernaðurinn fer fram á úkraínsku landi. Og hann veit einnig sem er að refsiaðgerðir ríkjanna í vestri bíta ekki meira en svo að vinurinn í austri mun alltaf bakka gerska heimsveldið upp, ef í harðbakkann slær, en það eru einmitt hagsmunir kínverskra stjórnvalda til langs tíma að klappa Rússum réttsælis, en þau munu fyrr en seinna þurfa á víðfeðmum löndum þeirra að halda þegar að mun þrengja heima fyrir. Pútín er búinn að reikna þetta allt saman út – og það eina sem gæti virkilega ógnað efnahag hans er að Vesturlöndin hendi hans líkum út úr greiðslukerfi vestrænna viðskipta. En það verður ekki gert. Til þess eru kapítalískir hags­ munir Vestur­Evrópuþjóðanna of miklir. Og því verða þau að beita vægari refsiaðgerðum, ráðstöfunum sem bíta ekki fast, af því að Rússar eru – í krafti eigin auðlinda – svo til sjálfbjarga, en eiga þess utan heimsveldið Kína upp á að hlaupa. Eftir stendur aðþrengd Úkraína, forsmáð í pólitískri bóndabeygju og fórnarlamb óþolandi yfirgangs sem ætti ekki að eiga heima á nýrri öld þar sem sjálfstæði og fullveldi þjóða á að vera virt í hvívetna. En vandinn er ekki bara veruleikaskjálfti Vesturlanda, heldur heimatilbúinn vandi. Að stórum hluta er Úkraína samfléttuð Rússlandi sem þjóðland, ekki aðeins að sögu og menn­ ingu, heldur og – og það skiptir kannski mestu – að viðhorfi og tengslum. Skoðum söguna. Hún lýgur ekki. Árið 1654 var Úkraína aðeins tuttugasti hluti af núverandi stærð, staðsett á árbökkum Dnjepr, vel sunnan Kænugarðs sem þá hafði öldum saman verið hluti af mið­evrópskum veldum. Allur norður­ hluti landsins, stærsta stórekra Evrópu, var lengst af habsborgarlega háþýsk, en sunnan og austan við litlu Úkraínu var gerski hlutinn, allt til 1922 – og meira að segja Krím varð ekki hluti Úkraínu fyrr en 1954. Það er í þessu ljósi sem Pútín otar sínum tota. Yfir 70 prósent íbúa austustu héraða Úkraínu, Lúhansk og Donetsk, eru Rússar – og öll næstu héruðin þar vestur og sunnan af, allt að Mold­ óvu, eru byggð af Rússum til helminga við Úkraínumenn. Innrás Pútíns í Úkraínu er óforskömmuð. Auð­ vitað. En líklega kemst hann upp með hana. n Bóndabeygja SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 26. febrúar 2022 LAUGARDAGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.