Fréttablaðið - 26.02.2022, Page 42

Fréttablaðið - 26.02.2022, Page 42
ÍSAFJARÐARBÆR Grunnskólinn á Ísafirði - Skólastjóri Ísafjarðarbær auglýsir stöðu skólastjóra við Grunnskólann á Ísafirði lausa til umsóknar. Leitað er að öflugum, metnaðarfullum og framsýnum leiðtoga til að leiða þróttmikið skólastarf. Um er að ræða 100% starf frá 1. ágúst 2022. Ísafjarðarbær er bær í sókn og hefur upp á margt að bjóða. Má þar nefna öfluga grunnskóla og leikskóla, menntaskóla, fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf, öflugt tónlistar- og menningarlíf, eitt besta skíðasvæði landsins og endalausa möguleika á að njóta einstakrar náttúrfegurðar svæðisins. Í Ísafjarðarbæ öllum búa um 3800 íbúar. Nánari upplýsingar er að finna á www.isafjordur.is. Starfssvið: • Að veita skólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi • Að leiða samstarf nemenda, starfsmanna, heimila og skólasamfélagsins í heild • Að stýra skólanum og bera ábyrgð á daglegri starf- semi, starfsmannamálum, fjárhagsáætlunum og rekstri Menntunar- og hæfniskröfur: • Kennaramenntun og leyfisbréf kennara • Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á grunnskólastigi • Lipurð í samstarfi, sveigjanleiki og framúrskarandi hæfni í samskiptum • Metnaður, hugmyndaauðgi, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar • Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri • Vilji til að leita nýrra leiða í skólastarfi • Góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni til að miðla upplýsingum bæði í mæltu máli og rituðu • Reynsla af þátttöku í þróunarstarfi kostur Umsóknafrestur er til og með 17. mars 2022. Upplýsingar um starfið veitir sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs, Hafdís Gunnarsdóttir, í síma 450-8000 og í gegnum tölvupóst: hafdisgu@isafjordur.is. Umsókn, kynningarbréfi, ferilskrá og afriti af leyfisbréfi skal skilað til mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar í netfangið baldurjo@isafjordur.is. Við hvetjum áhugasama, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélag- sins. Frekari upplýsingar má nálgast á vef Ísafjarðarbæjar (www.isafjordur.is) undir „Laus störf“. -Við þjónum með gleði til gagns- RAFVIRKJAR! Óskum eftir að ráða rafvirkja til framtíðar starfa. Um er að ræða viðhaldsvinnu hjá fyrirtækjum og stofnunum. Umsókn sendist á netfangið rafbodi@rafbodi.is. Skeiðarás 3 - 210 Garðabær - 565 8098 - rafbodi@rafbodi.is RÁÐGJAFI Ráðgjafi á sviði starfsendurhæfingar VIRK Starfsendurhæfingarsjóður leitar að metnaðarfullum einstaklingi í starf ráðgjafa hjá VIRK. Um er að ræða mjög krefjandi og fjölbreytt starf og einstakt tækifæri til þátttöku í þróun og þjónustu á sviði starfsendurhæfingar á vinnumarkaði. Helstu verkefni • Ráðgjöf, stuðningur og hvatning við einstaklinga með skerta starfsgetu • Upplýsingaöflun, skráning og mat samkvæmt gildandi verkferlum • Umsjón og eftirfylgd með einstaklingsbundnum áætlunum sem gerðar eru í samvinnu við þverfagleg teymi VIRK • Vinnur í nánu samstarfi við sérfræðinga VIRK, fagaðila í starfsendurhæfingu og vinnustaði • Samskipti við stéttarfélög og atvinnurekendur Menntunar- og hæfnikröfur • Háskólamenntun á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda, s.s. á sviði félagsráðgjafar, hjúkrunar, iðjuþjálfunar, sálfræði eða sjúkraþjálfunar • Víðtæk reynsla og þekking á sviði einstaklingsráðgjafar og/eða starfsendurhæfingar • Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund • Sveigjanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum • Skipulagshæfni og kostnaðarvitund • Góð þekking á vinnumarkaði • Gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði. VIRK hefur í samstarfi við fagaðila, fyrirtæki og stofnanir skilað samfélagslegum ávinningi með aukinni þátttöku einstaklinga á vinnumarkaði og er leiðandi í rannsóknum og þróun á sviði starfsendurhæfingar. Að VIRK standa öll helstu samtök launamanna og atvinnurekenda á vinnumarkaði. VIRK er metnaðarfullur vinnustaður þar sem lögð er áhersla á jákvæðan starfsanda og sterka liðsheild. VIRK kappkostar að skapa jákvæða menningu með traustu fagfólki. Gildi VIRK eru fagmennska, virðing og metnaður og er starfsfólk hvatt til að hafa gildin að leiðarljósi í störfum sínum. Upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir geirlaug@hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 9. mars 2022. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og einnar blaðsíðu kynningarbréf þar sem á kerfisbundinn hátt er gerð grein fyrir því hvernig viðkomandi uppfyllir hæfnikröfur starfsins. VIRK starfsendur- hæfingarsjóður Bifreiðastjórar óskast Óskum eftir bílstjórum út frá Selfossi. Hæfniskröfur: • Rútupróf • Stundvísi • Þjónustulund • Hæfni í mannlegum samskiptum • Hreint sakavottorð • Íslenskukunnátta skilyrði og enskukunnátta æskileg. Umsóknir sendist á gts@gts.is GTS ehf er rótgróið ferðaþjónustu fyrirtæki sem var stofnað 1969. Við erum að leita að metnaðarfullu og hressu starfsfólki sem hefur áhuga á að vinna með okkur. GTS ehf 8 ATVINNUBLAÐIÐ 26. febrúar 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.