Fréttablaðið - 26.02.2022, Side 46

Fréttablaðið - 26.02.2022, Side 46
VIÐSKIPTASTJÓRI HEFUR ÞÚ REYNSLU AF STÖRFUM Á RANNSÓKNARSTOFU? MEDOR leitar að metnaðarfullum liðsmanni í sterka heild til að sinna krefjandi starfi viðskiptastjóra á rannsóknarvörumarkaði, innan rannsóknarvörudeildar fyrirtækisins. Hæfniskröfur • Háskólamenntun á sviði heilbrigðis- eða raunvísinda • Reynsla af erfða- og/eða próteinrannsóknum mikill kostur • Þekking á starfsemi rannsóknarstofa kostur • Þjónustudrifið og hvetjandi hugarfar • Frumkvæði, jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar • Gott vald á íslensku og ensku Helstu verkefni • Ráðgjöf, kynning og sala á rannsóknarvörum og tækjum til rannsóknarstofa á heilbrigðisstofnunum, í lyfjaiðnaði og líftækni • Kennsla og innleiðing á vörum og þjónustu • Útboðs- og tilboðsgerð • Greining viðskiptatækifæra • Samskipti við erlenda birgja sem eru leiðandi á sínu sviði GILDI MEDOR ERU ÁREIÐANLEIKI, HREINSKIPTNI OG FRAMSÆKNI UMSÓKNARFRESTUR ER TIL OG MEÐ 6. MARS NK. Tekið er við umsóknum í gegnum ráðningarvef MEDOR, www.medor.is. Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veita Sigtryggur Hilmarsson, framkvæmdastjóri, sh@medor.is og Pétur Veigar Pétursson, starfsmannastjóri, petur@veritas.is. MEDOR er leiðandi í ráðgjöf, sölu og þjónustu á lækninga-, hjúkrunar- og rannsóknarvörum. Helstu viðskiptavinir MEDOR eru heilbrigðisstofnanir, apótek, rannsóknarstofur í líftækni, efnagreiningu og lyfjaiðnaði. MEDOR er hluti af fyrirtækjasamstæðu Veritas ásamt Vistor, Distica, Artasan og Stoð. Prentmet Oddi er framsækin prentsmiðja með höfuðstöðvar að Lynghálsi 1 í Reykjavík og útibú á Akureyri og Selfossi Prentmet Oddi óskar strax eftir bifreiðastjóra í Reykjavík ásamt aðstoð við lager í 100% starf. Vinnutíminn er frá 8:00-16:00 og til 15:30 á föstudögum. Helstu verkefni eru: • Akstur með prentverk til viðskiptavina. • Umsjón með vinnubíl: Útkeyrsla og viðhald bíls skv. þjónustubók ásamt almennri umhirðu. • Útfylling afhendingarbeiðna og utanumhald. • Skrá pappír inn og út af lager. • Önnur tilfallandi sérverkefni sem leysa þarf á hverjum tíma. Helstu hæfniskröfur: • C og D ökuréttindi / meirapróf og gott að viðkomandi hafi lyftarapróf. • Góð skipulagshæfni og framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni. • Léttur á fæti og á gott með að bera kassa allt upp í 20 kg. • Gott vald á íslensku og getur bjargað sér á ensku. Nánari upplýsingar um starfið veitir framkvæmdastjóri mannauðsmála í isi@prentmetoddi.is / s. 8 560 601. Áhugasamir sæki um á alfred.is. Umsóknarfrestur er til 18. mars nk. BIFREIÐASTJÓRI ÓSKAST Við leiðum fólk saman hagvangur.is 12 ATVINNUBLAÐIÐ 26. febrúar 2022 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.