Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.02.2022, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 26.02.2022, Qupperneq 62
Auðvitað eru hlutir sem hafa ekki verið ræddir en ég veit það fyrir víst að ég fæ svör við þeim spurningum sem ég á eftir að spyrja þegar ég geri það, alveg eins og ég hef fengið svör við öllum þeim spurningum sem ég hef nú þegar spurt. Ég lít á alla foreldra mína sem foreldra mína og öll systkini mín sem systkini, Kolbeinn Arnbjörnsson leikari ólst upp við óvana- legar fjölskylduaðstæður, einungis um eins árs gamall fór hann í varanlegt fóstur til móðursystur sinnar. Hann á ellefu systkini og þrjú sett af foreldrum. Kolbeinn fæddist með fjölmarga fæðingarkvilla og átti aldrei að geta skrifað eða teiknað. Ég hef ekki verið mikið að trana mér fram,“ segir Kolbeinn Arnbjörnsson leikari. Hann útskrifaðist úr leiklistardeild Listahá- skóla Íslands árið 2012 en sló nýlega í gegn í hlutverki Salomons í þátt- unum Svörtu söndum sem frum- sýndir voru á Stöð 2 um jólin. „Það er erfitt að hugsa sér dýna- mískara og meira spennandi hlut- verk fyrir leikara að takast á við en svona hlutverk,“ segir Kolbeinn um hlutverk Salomons. Eins og þau sem horft hafa á Svörtu sanda vita leikur Kolbeinn vonda kallinn. Hann er þó ekki einungis vondur heldur maður með f lókna áfalla- sögu og segist Kolbeinn hafa fundið til samkenndar með honum strax þegar hann las handritið í fyrsta sinn. „Ef maður nær að aftengja hann þessum hræðilegu atburðum og verknaði þá er auðvelt að finna til samkenndar með honum,“ útskýrir Kolbeinn. „Ég held að það séu sárafáar manneskjur í mannkynssögunni sem hafa trúað því að þær séu vondar manneskjur þó að þær hafi gert vonda hluti. Það er svo hress- andi að hugsa sig frá því að fólk sé annað hvort gott eða vont og hlut- irnir svartir eða hvítir. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á því hvað það er sem veldur því að fólk hagar sér á ákveðinn hátt og held að við séum öll afleiðingar atburða sem mótuðu okkur,“ segir Kolbeinn. Í þáttaröðinni er farið djúpt inn í sögu karakteranna og frá upphafi er greinilegt að Salomon hefur ekki unnið úr þeim áföllum sem hann hefur orðið fyrir. Kolbeinn segir að sínu mati skemmtilegast að leika persónur sem séu mjög ólíkar honum sjálfum, líkt og persóna hans í Svörtu söndum. „Það er alltaf gaman að leika vonda kallinn en það er líka því skemmtilegra finnst mér að leika persónu sem er eins ólík manni og hugsast getur,“ segir Kolbeinn. Óvanalegar fjölskylduaðstæður Kolbeinn ólst að mestu leyti upp á Ólafsfirði. Móðir hans eignaðist hann ung, aðeins átján ára, og þegar hann var rétt um eins árs fór hann í fóstur til móðursystur sinnar og eiginmanns hennar. „Mamma mín var bara sautján ára þegar hún verður ófrísk að mér. Sjálf bara barn,“ segir Kolbeinn. „Ég fæðist með fjölþætta fæðingargalla. Er með of boðslega slæman barna- astma, þrálátar sýkingar í eyrum og ég hafði legið illa í móðurkviði sem olli því að vöðvafestingar greru illa saman og ég átti erfitt með að halda höfði og var í vandræðum með jafn- vægi,“ bætir hann við. „Ég var varla með fínhreyfingar í höndunum og átti aldrei að geta skrifað eða teiknað,“ útskýrir Kol- beinn en með tímanum náði hann þó góðum tökum á því. „Mamma og pabbi voru í raun- inni aldrei saman og þegar ég fæðist ákveður mamma að flytja í Hvera- gerði og reyna að koma undir sig fót- unum. Vera sjálfstæð ung kona með lítið barn. Ég sé það núna hversu undravert það er að hafa hugrekkið til að reyna að feta þessa slóð.“ Eftir að Kolbeinn fæddist voru móðursystir hans og eiginmaður hennar dugleg að heimsækja mæðg- inin og létta undir með móður hans. Þegar Kolbeinn nálgaðist eins árs aldurinn var þó ákveðið að hann færi í varanlegt fóstur til þeirra á Ólafsfirði. „Ég var alinn upp með þetta allt Upplifði ekki höfnun þrátt fyrir óvanalega æsku Kolbeinn útskrifaðist sem leikari árið 2012 en hefur ekki verið áberandi í sjónvarpi fyrr en nú. Hann segist alltaf hafa átt erfitt með að koma sjálfum sér á framfæri og taka sér pláss. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn @frettabladid.is uppi á borðum og hef aldrei kallað uppeldisforeldra mína neitt annað en mömmu og pabba,“ segir Kol- beinn. „Stuttu eftir að ég flutti með þeim í Ólafsfjörð gerði blóðmóðir mín það líka. Hún eignast mann, sem er bróðir manns systur hennar, svo þær eru systur með bræðrum,“ bætir hann glettinn við. „Þau eignast börn og búa í næstu götu. Það er alltaf mikill samgangur og samskipti þarna á milli, ég pass- aði yngir bræður mína og svona, svo var ég líka reglulega í samskiptum við blóðföður minn þó að samband okkar hafi kannski tekið smá tíma að ná dýpt. Það er svo eitthvað sem hefur aukist með sambandið við alla mína foreldra með auknum þroska og skilningi.“ Kolbeinn segist vissulega hafa velt fyrir sér ákvörðunum blóð- foreldra sinna í gegnum tíðina en aldrei upplifað raunverulega höfnun þar sem hlutirnir hafi alltaf verið uppi á borðum. „Svo var ég svo ungur þegar ég er kominn í þessar aðstæður.“ Kolbeinn á þrjú sett af foreldrum og ellefu systkini, sjálfur á hann einnig tvær dætur. „Ég er mjög heppinn með það að þrátt fyrir að ég eigi f lókið fjölskyldumynstur, þá er ég í núna í góðu sambandi við allt þetta fólk og við eigum í góðum samskiptum. Ég lít á alla foreldra mína sem foreldra mína og öll systk- ini mín sem systkini,“ segir hann. „Auðvitað eru hlutir sem hafa ekki verið ræddir en ég veit það fyrir víst að ég fæ svör við þeim spurning- um sem ég á eftir að spyrja þegar ég geri það, alveg eins og ég hef fengið svör við öllum þeim spurningum sem ég hef nú þegar spurt.“ Átti aldrei að geta teiknað Kolbeinn hefur alltaf haft mikinn áhuga á hvers konar list. Hann var trúðurinn í bekknum sem kom fram á öllum skólaskemmtunum, elskaði að skrifa sögur og ljóð og að teikna og mála. Hann átti ekki að geta náð tökum á því að halda á blý- anti vegna skorts á fínhreyfingum og jafnvægi en segir áhugann hafa orðið til þess að hann gafst ekki upp. „Ég hef alltaf haft mikla þörf fyrir að skapa og vissi ekkert skemmti- legra svo ég gerði það bara þó að ég ætti ekki að geta það,“ segir Kol- beinn. Honum fannst alltaf gaman í skóla en var með ógreint ADHD sem barn og fannst hann ekki eiga mikið erindi í skóla eftir að grunn- skólagöngu hans lauk. Hann gerði því það sem flestir í hans fjölskyldu höfðu gert í gegnum tíðna, fór að vinna í fiski. „Allt mitt fólk er sjómenn og það eru fyrirmyndirnar sem ég hef haft fyrir augum alla mína tíð,“ segir Kol- beinn. Hann vann í frystihúsi á bæði Dalvík og Ólafsfirði í tvö ár og kom svo af fjöllum þegar hann heyrði af því að hægt væri að læra myndlist í Verkmenntaskólanum á Akureyri. „Ég hafði bara aldrei vitað til þess að það væri í boði og hvað þá að maður gæti orði stúdent af mynd- listabraut,“ segir Kolbeinn sem lét slag standa og fór í skólann og lærði myndlist. Eftir að náminu lauk fór Kolbeinn í tvo túra á frystitogara en ákvað svo að flytja til bróður síns í Reykjavík, safna verkum í portfolio- möppu og sækja um í myndlist í Listaháskólanum. Villtist inn í leiklistina Það fór þó ekki alveg eins um sjóferð þá og planið sagði til um. Þegar Kol- beinn var fluttur til Reykjavíkur var hann plataður á fund hjá Stúdenta- leikhúsinu og tók í kjölfarið þátt í starfi þess. Þar eignaðist hann vini sem allir stefndu á að sækja um í leiklist í Listaháskólanum og hann ákvað að gera það líka. „Þau höfðu undirbúið sig mán- uðum saman en ég var alls ekki nógu vel undirbúinn og komst auð- vitað ekkert inn. En eftir að ég fór í prufurnar þá vissi ég að ég ætti fullt erindi inn í námið og að þetta væri það sem mig langaði að gera,“ segir Kolbeinn. Næsta árið fór í undirbúning fyrir prufur og eftir miklar og strangar æfingar komst Kolbeinn inn. „Ég tók þetta mjög alvarlega,“ segir hann. „Við Hjörtur Jóhann Jónsson, leikari og bekkjarbróðir minn í leiklistarskólanum, hittumst eld- snemma á hverjum morgni. Fórum í sund í Vesturbæjarlauginni og út að hlaupa, svo hlýddum við hvor 34 Helgin 26. febrúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.